0213 Verklag I

0213

Blaðamennska
Verklag I

Neðangreindur listi tíu siðareglna varð til úr margra ára vinnu bandarískra blaðamanna. Hugsar siðareglur upp á nýtt með tilliti til þarfar á auknu trausti.
Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:

1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
2. Hollusta hennar er við borgarana.
3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.

4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
5. Hún er óháður vaktari valdsins.
6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.

7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
9. Hún má beita eigin samvisku.

Tólf leiðir að trausti:
Nákvæmni er fyrsta forsenda þess, að þú getir aflað þér og fjölmiðlinum trausts. Svo mikið er gefið út af fréttum, að lesendur geta borið þína frétt saman við fréttir annarra. Trúverðugleikinn er í hættu, ef þú ert léttvægur.

1. Vertu efagjarn. Tékaðu aftur, þótt mamma þín hafi sagt það.
2. Komdu upp yfirlestrarkefi handrita, þannig að frétt fari ekki ólesin inn.
3. Vertu varfærinn í heimildum. Vertu viss um, að þær viti, hvað þær segja.

4. Tékkaðu flóknar fréttir aftur. Farðu yfir atriði með heimildarmönnum.
5. Gerðu ekki ráð fyrir neinu. Hafðu millistaf nafns réttan.
6. Bættu skriftir á nótum. Slæmt er, ef þú getur ekki lesið eigin. nótur.

7. Farðu varlega með gömlu fréttirnar úr safninu, þær geta verið rangar.
8. Hafðu lista af erfiðum orðum, svo að þau séu alltaf rétt skrifuð.
9. Lestu söguna aftur yfir. Villur geta verið margvíslegar, ekki bara málfræðivillur.

10.Notaðu villuleitarforrit. Til þess er tæknin að nota hana.
11.Ef þér mistókst, skaltu játa það. Flest dagblöð birta leiðréttingar.
12.Ef villan er mjög slæm, athugaðu hvort skrifa eigi nýja frétt.

“Búist er við, að …” Hver býst við?
“Svo virðist sem …” Hverjum virðist það?
“Talið er, að …” Hver telur, að svo sé?

“Vitað er, að …” Hver telur sig vita það?
“Sem er sagður vera …” Hver segir hann vera það?
“Þekktur fyrir …” Hver segir þetta?

Ónafngreindar heimildir gera söguna minna trúverðuga, ekki síst ef lesandinn kærir sig ekki um vondar fréttir. Lesendur spyrja: Hver segir þetta? Í sumum tilvikum eru þær þó nauðsynlegar, annars væru uppljóstranir miklum mun færri.

Heiðarleiki: Saga getur verið sönn, en ekki réttlát. Hún getur gefið ranga heildarmynd. Verið getur, að mikilvægar staðreyndir vanti. Eða mikilvæga hlið málsins vanti. Lesendur eru fljótir að meta, hvar þeir telja blaðið standa.

Fimmtán vinnureglur:
1. Fáðu báðar hliðar málsins. Tvær upphringingar nægja ekki sem tilraun.
2. Fleiri en tvær hliðar geta verið á málinu. Finndu þær allar.
3. Skrifaðu ekki frétt um mál, þar sem þú hefur hagsmuna að gæta.

4. Láttu ekki frístundir þínar varpa skugga á starf þitt. Mótmælafundir.
5. Upplýstu um óhjákvæmilegan hagsmunaárekstur hjá þér. Hlutabréfaeign.
6. Ekki láta óvarleg og skoðanaþrungin orð falla á ritstjórn.

7. Taktu aldrei nokkru sinni við fé eða verðmætum. Þú getur lent í vanda.
8. Varastu hlaðin orð og hugtök, sem geta falið í sér skoðun.
9. Vertu óhlutdrægur. Ekki verja auglýsendur eða upphefja sjálfan þig.

10.Endurspeglaðu samfélagið, gott eða vont eftir atvikum. Hafðu hvort tveggja.
11.Áróður á heima á leiðarasíðunni. Skoðun höfundar á ekkert erindi í fréttir.
12.Skoðanir eiga að vera merktar sem slíkar og á föstum stöðum.

13.Þeir sem fara með fréttir eiga ekki líka að fara með skoðanir í blaðinu.
14.Fréttamenn eiga að halda auglýsendum í hæfilegri fjarlægð.
15.Fréttamenn eiga líka að halda aðstandendum blaðsins í hæfilegri fjarlægð.

Fyrirsagnir: Mesta slysahættan á ritstjórnarskrifstofum er í fyrirsögnum. Fyrirsagnagerð krefst langrar þjálfunar og mikillar málþekkingar. Svo fá orð eru í fyrirsögnum, að þau geta óvart gefið ranga mynd af innihaldi fréttar.

Tillitssemi: Mundu eftir afleiðingum frétta á einkalíf fólks. Um leið og þú manst eftir upplýsingaskyldu fjölmiðilsins. Hann hlýtur að stíga á einhverjar tær, nema hann sé marklaus. Hafðu nokkur atriði í huga, sem varða tillitssemi.

Allar ritstjórnir þurfa rækilegar verklagsreglur.
Sjá nánar: Malcolm F. Mallette,
Handbook For Journalists, 1998