0212 Fréttahaukar tala II

0212

Blaðamennska
Fréttahaukar hafa orðið II

David Bauder:
Hringir í heimildamenn og segir: “Hæ, ég bara að snuðra. Ég ætla ekki endilega í vitna í þig, en segðu mér bara, hvað er að gerast, leiðbeindu mér.” Þannig fær hann nafnlausa heimild, sem síðan er staðfest af nafngreindri heimild.

Þá segir hann: “Heyrðu, ég veit, hvað er að gerast. Ég þekki söguna.” Hann segir heimildinni, hvað hann veit og segir svo: “Heyrðu, ég er að skrifa um þetta. Þetta fer á prent. Geturðu hjálpað mér við það.” Og fær þá að vita allt.

Marc Humbert:
Hann telur mikilvægast að þróa heimildamenn. Það er til hópur fólks, sem veit, hvað er mikilvægast að gerast á hverjum tíma. Smám saman þarftu að ná sambandi við þetta fólk og að kynnast því.

Nafnlaus viðtöl: Regla AP: Nota má nafnlaus viðtöl, þegar þar koma fram staðreyndir, en ekki álit, ef ekki er hægt að ná staðreyndunum á annan hátt og ef viðmælandinn neitar algerlega að koma fram.

Oft eru menn ekki hjálplegir. “Hvað er þetta. Vertu ekki með bull. Ég hef verið nógu lengi í þessu og þú hefur verið nógu lengi í þessu. Segðu mér bara sannleikann.

John Solomon
“Ef þú vilt ekki tala við mig undir nafni, fer ég eitthvað annað. Fólk verður að koma fram undir nafni. Annars notar það aðstöðuna til að reka rýting í bak einhvers.”

Mort Rosenblum:
Allir hafa ástæðu til að tala við blaðamann. Og flestir munu tala, þótt þeir vilji það ekki og þótt það sé hættulegt. Gott er að kunna staðarmálið. Erfiðast fyrir blaðamenn erlendra frétta er að komast yfir mörk menningarheimanna.

Fallhlífarblaðamenn, sem flykkjast að, þegar eitthvað gerist, eru til vandræða. Blaðamenn verða að lifa í því umhverfi, sem þeir eru að skrifa um í útlöndum og skilja, hvernig fólk hugsar.

Ekki skrifa um það, sem gerðist. Lýstu heldur götumyndinni. Hann setur mikið af smáatriðum í minnisbækur sínar. Hann tekur vel eftir.
Þú spyrð spurninga á ská. Þú lokar minnisbókinni og segir: “Hvað er á bak við þetta”.

Bruce DeSilva
Við köllum fréttir okkar sögur, en 6-7 ára börn mundu ekki telja það merkilegar sögur. Munurinn á fréttum og skáldskap er, að fréttirnar eru sannar.

Í fréttum þurfa að vera persónur, sem höfða til lesenda. Aðalpersónan þarf að eiga við raunverulegt vandamál að stríða. Og niðurstaða þarf að fást. Engin saga getur verið án þessara fjögurra atriða: Persóna, vandamál, barátta, niðurstaða.

Það góða er, að heilmargt í lífinu felur þessi atriði í sér. Ef þú hugsar um sögur í stað þess að hugsa um fréttir, muntu sjá sögur alls staðar. Oftast birtum við bara niðurstöðuna og ekki alla söguna.

Ef fólki eru sagðar fréttir eins og sögur, er líklegra, að það skilji söguna, lesi hana alla leið og muni líka. Slíkar fréttir eru skemmtilegar og áhugaverðar.

Ekki segja, að einhver sé fyndinn, heldur sýna hegðun hans og tal. Persónan birtist í atburðum og samtali, ekki tilvitnunum. Þegar tekið er viðtal við fólk, talar það eins og það heldur, að það eigi að tala.

Engar langar tilvitnanir eiga heima í fréttum. Þú kemur með nógu stutta tilvitnun til að hægt sé að muna hana. Afgangurinn af tilvitnuninni kemur bara í óbeinni ræðu.

Ekki er síður mikilvægt, að endurlífga aðstæður á staðnum. Þú getur ekki skrifað sögu án sögusviðs. Og að lokum er allra mikilvægast, að atburðir séu í sögunni. Þú verður að lýsa nákvæmlega, hvað fólk er að gera.

Bill Baskervill: Þegar ég tók eftir að ráðamenn höfðu samsæri um þögnina, fékk ég blóðbragð. Ég fór að vinna hálfu meira. Sagði þeim: “Ég ætla að skrifa þessa sögu, annað hvort byggða á gögnunum, eða um neitun ykkar að afhenda mér þau.”

Martha Mendoza:
Hún margbeitti kröfunni um upplýsingaskyldu stjórnvalda til að ná upplýsingum úr gagnabanka. Hún fann allar heimildirnar. Hún elti ráðamenn inn á skrifstofur og gaf þeim orð í eyra. Hún fann líka stórt gróðabrall.

Allen G. Breed:
Fólk skilur eftir sig pappírsslóð, þótt það telji svo ekki vera. Aðalslagurinn felst í að finna slóðina. Hann bar saman gagnabanka yfir lækna og eigendur tóbakskvóta og talaði síðan við þá.

Jerry Schwartz:
Skrifaði grein um uppgjafahermann úr Víetnamstríðinu. Hann fann allt fólkið með því að leita á Google. Fann uppgjafahermenn, ekkjur, afkomendur, sagnfræðinga. Öll greinin er upp úr heimildum, sem liggja á vefnum.

Sjá nánar: Jerry Schwartz:
AP Reporting Handbook, 2002