0235 Útlit ljósmynda II

0235

Blaðamennska
Útlit ljósmynda II
Brian Horton, AP Guide to Photojournalism, 2. útgáfa 2001

Tilgangur ljósmynda-blaðamannsins er að segja sanna sögu eins og hún er, en ekki eins og hann vill láta hana vera. Ef sannleikurinn er látinn víkja fyrir stíl í fjölmiðli, eru menn þar ekki á réttri hillu.

Ljósmynd á að vera einföld. Hún á ekki að vera með of mörgum laust tengdum einingum. Baumann: “Ef eitthvað þarf ekki að vera á ljósmynd, á það ekki að vera þar.”

Hugmyndir á borð við þriðjungaregluna, línulaga sjóndeildarhring, römmun, úrslitastund, valinn fókus og skipulag á dýpt og vídd. Allt eru þetta hluti af grundvallarreglum ljósmyndarans. Sjá annars tékklistann hér að neðan.

Larry Nighswander hefur búið til tékklista fyrir ljósmyndara:
Er ljósmyndin tæknilega góð?
1) Skarpur fókus.
2) Góð andstæða.
3) Rétt jafnvægi lita.

Er ljósmyndin með skapandi teikningu?
1) Forgrunnur yfirgnæfir, bakgrunnur segir viðbót.
2) Sýnir óreiðu í reiðunni.
3) Sýnir lit í einlita aðstæðum.
4) Virðir þriðjungareglu teikningar.
5) Rammi, frame.

6) Val á fókus.
7) Endurkast, reflection.
8) Skimun, panning.
9) Hliðstæða, juxtaposition.
10) Úrslitastund.
11) Línulaga sjóndeildarhringur.
12) Skuggi.

Hefur ljósmyndin blaðamennskugildi?
1) Er myndin virk eða óvirk?
2) Er hún af einhverju, sem enginn hefur séð áður eða er hún áhugaverð mynd af einhverju, sem allir hafa séð áður?

3) Er samræmi í stíl ljósmyndar og texta?
4) Talar myndin hraðar, sterkar, betur eða glæsilegar en málsgrein mundi gera?
5) Hefur hún sjónrænt gildi eða lyftir hún bara sögunni?

6) Fer ljósmyndin upp fyrir það hversdagslega og augljósa?
7) Hefur hún nauðsynlegar upplýsingar til að lesandinn skilji tetann?
8) Er hún nógu áhrifamikil til að hreyfa við lesandanum?

9) Er myndin nógu hrein, áhugaverð og vel teiknuð til að standa ein og sér?
10) Svarar myndatextinn spurningum: Hver, hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna, hvað svo?
11) Er myndin marklaus skráning?

12) Eru mynd og myndatexti hlutlæg og nákvæm lýsing þess, sem gerðist?
13) Talar hún á virkan hátt? Ljósmynd á að hreyfa við, örva, skemmta, upplýsa eða hjálpa lesanda við að skilja sögu.

Mikilvægt er, að ljósmyndarinn fái að vita og átti sig á, hvað á að gera við myndina. Er þetta hugsanleg forsíða, er þetta í innblað? Hann verður að hafa hugmynd um markhópinn. Er búist við, að þetta verði lítil mynd eða stór mynd?

Jerome Delay notar fastar linsur: “Ég vil ekki súmm, af því að þær gera fólk latt. Þú hreyfir þig ekki og allar myndirnar verða eins.” “Ef myndin passar ekki í 24, þá fer ég aftur á bak.”

Harry Cabluck: “Ég reyni frekar að skjóta lóðrétt en lárétt og nota myndavél, sem auðvelt er að meðhöndla lóðrétt. Síður dagblaða eru lóðréttar og oft er auðveldara að brjóta þau um með lóðréttum ljósmyndum.”

Ljósmyndarinn þarf að hugsa eins og kvikmyndastjórinn, taka nærmyndir, millimyndir og víðmyndir. Fjölbreytileikinn skapar valmöguleika og segir sjónrænt betri sögu.

Ljósmyndarinn þarf að hafa í huga, að í tölvunni er hægt að þrengja myndina, en það er ekki hægt að víkka hana. Þess vegna hefur hann myndflötinn heldur stærri en hann þarf að vera. Of mikill skurður í tölvu getur eyðilgt myndina.

Áður var bannað, að fólk horfði í myndavélina. Það hefur breyst. Í mörgum tilvikum er beinlínis stefnt að því, að fólk horfi í hana. Það fer eftir aðstæðum, hvort mönnum finnst betra núna.

Ekki er gott að taka allar myndir í augnhæð. Taktu mynd á hnjánum, liggjandi eða ofan úr hæð. Mismunandi sjónarhorn gefa misjafnar myndir. Reyndu að forðast órólegan bakgrunn. Vandaðu þig við portrett, þau hafa sín lögmál.

Láttu fólk sitja fyrir, ekki standa. Láttu það sitja framarlega í stólnum, svo að axlirnar sígi ekki. Láttu það horfa á þig með krosslagðar hendur, margir slappa af við slíka uppstillingu. Ekki taka beint á fólk, heldur aðeins frá hlið.

Sjá nánar: 
Brian Horton, AP Guide to Photojournalism, 2. útgáfa 2001

Ljósmyndarinn þarf að hugsa eins og kvikmyndastjórinn, taka nærmyndir, millimyndir og víðmyndir. Fjölbreytileikinn skapar valmöguleika og segir sjónrænt betri sögu.