0238 Forsendur hönnunar I

0238

Blaðamennska
Forsendur hönnunar I
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Bókinni fylgir diskur með krossaprófum fyrir nemendur.
Fæstir hönnuðir dagblaða eru sérmenntaðir. Dagblöð eru illa hönnuð. Þau munu deyja út eða breytast í nýja tegund miðlunar, samanber veraldarvefinn.

Dagblöð hafa breyst mikið undanfarin ár.
1) Fullur litur er orðinn almennur.
2) Gröf hafa haldið innreið sína.
3) Síðum er pakkað snyrtilega.
4) Allar sögur eru ferhyrndar.

Dagblöð eru ýmist breiðsíðungar eða smábrotsblöð. Sömu hönnunarreglur gilda um hvort tveggja. Áhrif frá tímaritum hafa borist inn í hönnun dagblaða. Menn spyrja, hvað grípi lesendur, fyrirsagnir, myndir, safaríkt efni, litir?

Þrjár tegundir forsíðna:
1) Hefðbundin. Helstu fréttir dagsins, 2-4 í smábroti, 4-6 í breiðu broti.
2) Tímaritaleg. Stórar myndir og fyrirsagnir.
3) Upplýsingamiðstöð. Gluggi að innihaldi dagblaðsins.

Greinakafli dagblaða hefur orðið vinsælli:
1) Lífsstíll.
2) Skemmtun. Frægðarfólk.
3) Matur.
4) Myndasögur, kjallarar, krossgátur.

Greinakaflinn hefur oft fjörugustu hönnunina. Þar eru notaðar æpandi fyrirsagnir, lit slett um síður, óvenjulegt myndefni notað. Þessir þættir dagblaða koma oft í vikulegum sérblöðum: Viðskipti. Heilsa. Matur.

Íþróttir: Víða kaupa menn dagblöð einkum vegna íþróttafrétta. Það stafar af, að þær fela í sér efnismeðferð, sem flestar aðrar tegundir veita ekki. Hönnuðir geta leikið sér með myndir, fyrirsagnir og búið til grafíska pakka.

Sérstaða dagblaða í íþróttum:
1) Tölfræði. Úrslit, staða, leikmenn, sagnfræði.
2) Dagatöl leikja og dagskrár ljósvakamiðla
3) Álitsgjafar.
4) Slúður.

Leiðarasíða:
1) Leiðari.
2) Kjallarar.
3) Skopmynd.
4) Lesendabréf.
5) Blaðhaus.

Sérefni:
1) Sérstakar úttektir á málefnum.
2) Fréttaskýringar.
3) Sérefni markhópa: Börn, konur, aldraðir.
Áhugamál fólks verða sífellt sértækari, svo sem sjá má af velgengni sértímarita.

Dagblað framtíðarinnar:
1) Símafréttir.
2) Veraldarvefurinn.
3) Persónuleg dagblöð.
Hver mun gefa út dagblöð framtíðarinnar? Hver mun borga fyrir þau? Í hvernig tækjum lesin?

Tilvísun, “teaser”, segja frá efni inni í blaðinu.
Titill, “flag”, heiti blaðsins.
Graf, “infographic”, kort og listi.
Fyrirsögn, “headline”.
Undirfyrirsögn, “deck”.
Risafyrirsögn, “display head”.
Kennimark, “logo”.

Framhaldslína, “jump line”.
Framhaldsfyrirsögn, “jump headline”.
Myndatexti, “cutline”.
Höfundaréttur, “photo credit”.
Negó, “reverse type”.
Tenging, “refer”, önnur grein um hliðstætt efni.

Andlit, “mug shot”.
Höfundarlína, “byline”.
Upphafsstafur, “initial cap”.
Merkimiði, “standing head”.
Leitarskrá, “index”.
Blaðsíðutal, “folio”.
Sértilvitnun, “liftout quote”.
Millifyrirsögn, “subhead”.

Dálkabil, “gutter”.
Bastarður, “bastard”, óhefðbundin dálkabreidd.
Fastahaus, “sig”.
Texti, “text”.
Rammagrein, “sidebar”.
Þverstrik, “cutoff rule”, skilur að.
Útskurður, “cutout”, ljósmynda.

Nú eru notuð stafræn ritstjórnarkerfi, þar sem búinn er til texti og búnar til síður, þar sem raðað er inn texta, myndum og gröfum.
Ritstjórnarkerfi: SaxoPress.
Síðuvinnsla: InDesign eða Quark Xpress.
Myndvinnsla: Photoshop.

Broddastunga er notuð í meginmáli dagblaða, af því að auðveldara er að lesa hana en broddlausa stungu. Belghæð leturs, það er án leggjanna, skiptir máli. Belghátt letur með stuttum leggjum virkar stærra en belglágt letur með löngum lengjum.

Fótur, “leading” er leturhæðin plús auða plássið milli leturlína.
Þrenging,
1) “tracking” er minnkun á plássi milli stafa almennt,
2) “kerning” minnkun á plássi milli tveggja stafa.

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Broddastunga er notuð í meginmáli dagblaða, af því að auðveldara er að lesa hana en broddlausa stungu.