0205 Heimildamenn

0205

Blaðamennska
Heimildarmenn

Ómissandi er fastur hópur heimildamanna. Þeir vita um fréttir og vita, við hverja á að tala til að fá þær staðfestar. Sumir hafa meiri yfirsýn á slíkum sviðum en annað fólk og þeir eru sjálfkjörnir heimildamenn blaðamanna.

Þrjár reglur um heimildir :
Í fyrsta lagi þarf að finna upplýsingar og fá þær staðfestar.
Í öðru lagi þarf að birta fólki þetta á viðeigandi og áhugaverðan hátt.
Í þriðja lagi þarf að að átta sig á, að oft er enn ekki öll sagan sögð.

Skjöl:
Skjöl, þar á meðal Google.
Flest fréttamál hafa slóð af skjölum (paper trail). Gerðu ráð fyrir, að skjöl séu til. Tölvupóstur er skjal, samanber samráðamál olíufélaganna. Uppsláttarrit eru að mestu komin á vefinn.

Málsskjöl, dómar, hlutafélagaskrá, reikningar, tilkynningar, uppsláttarrit, fasteignaskrá, bifreiðaskrá, símaskrá, skattskrá. Alls konar skrár eru til, sem gott er að fletta upp í. Árlegur hvellur verður, þegar skattskráin kemur út.

Off-the-record heimildir fela í sér bakgrunnsupplýsingar, reynast misjafnlega vel. Embargo heimildir fela í sér frestun birtingar, illa séðar af fjölmiðlum. Ofangreindar heimildir binda hendur þínar og eru lítið notaðar.

Nafnlausir heimildamenn eru mikið notaðir í bandarískri blaðamennsku, en lítið hér á landi. Þar telja ritstjórar, að þetta sé oft eina leiðin til árangurs.
Fræg dæmi: Watergate-málið, Pentagon-pappírarnir, Maryland-fangelsið.

Láttu aldrei ónafngreinda heimild hafa skoðun á nafngreindri persónu.
Byggðu aldrei frétt á tilvitnunum í nafnlausa heimildarmenn.
Hvaða hlutdrægni hafa þeir? Eru til aðrir heimildarmenn, sem segja annað?

Í rannsóknablaðamennsku má nota tvo sjálfstæða, nafnlausa heimildarmenn, en þá verður fréttastjóri/ritstjóri að vita nöfnin. Ef nafnlaus heimildarmaður blekkir þig, er þér heimilt að segja, hver hann er. Hann hefur rift samningi.

Heimildafólk:
Gefðu upp heimildir, oft vilja nafnlausir heimildarmenn koma röngu á framfæri. Þeir vilja sleppa ódýrt með því að koma ekki fram undir nafni. Í flestum tilvikum eru fréttir þó svo einfaldar, að enginn vandi er með heimildamenn.

Ritstjóri, fréttastjóri, vaktstjóri skoða fréttina línu fyrir línu, skoða staðreyndir og fullyrðingar. Hvernig vitum við þetta? Hví ætti notandinn að trúa þessu? Fyrir hverju er gert ráð í þessari setningu?

Spurningar vakna hjá hverjum, blaðamanni, heimildarmanni, lesendum? Hverjar eru heimildirnar, eru þær fleiri en ein? Er inngangurinn réttur? Hafa allar staðreyndir verið tékkaðar? Eru upplýsingar um bakgrunn fullnægjandi?

Er vitað um alla málsaðila og koma þeir fram? Dregur frásögnin taum eða er hún hlaðin gildismati? Vantar eitthvað í fréttina? Er vitnað rétt í fréttinni?
Á ritstjórnarskrifstofum er talið eðlilegt, að spurt sé slíkra spurninga.

Varaðu þig á félagslegum rétttrúnaði. Hann skín víða í gegn í heimildum. Blaðamenn þurfa að sýna aðgát í umgengni við hann, bæði til að forðast hann í sumum tilvikum og í öðrum tilvikum til að brenna sig ekki á honum.

Til minnis: Í rannsóknablaðamennsku má nota tvo sjálfstæða, nafnlausa heimildarmenn, en þá verður fréttastjóri/ritstjóri að vita nöfnin. Nafnlausir heimildarmenn eru hættulegt fyrirbæri, sem kalla á mikla gát. Því þurfa aðrir að staðfesta frásagnir þeirra.

Heimildir eru margs konar, skjöl, viðtöl, lýsingar. Best er, að þær séu nafngreindar.
Lesendur eru margs konar, góðborgarar, frjálslyndir, forvitnir, uppreisnargjarnir, skemmtanafíknir.

Rannsóknablaðamennska:
Gerðu vinnuna þína sjálfur. Ekki lepja upp úr öðrum fjölmiðlum.
Hræðslan við að vera skúbbaður hefur afsakað mörg slys í blaðamennsku.
Mikilvægast í rannsóknablaðamennsku er að ná í gögnin.

1. Eigin rannsóknir (Watergate). Blaðamenn eru sjálfir á kafi í leitinni.
2. Túlkun á rannsóknum annarra (The Pentagon Papers). Yfirsýn, samþætting.
3. Fréttir af rannsóknum annarra (National Security Agency). Leki.

Í mörgum tilvikum byggist rannsóknablaðamennska á leka upplýsinga.
Uppljóstranir rannsóknablaðamennsku þurfa að vera skýrar.
Of umdeildar og þvælulegar niðurstöður veikja trúverðugleika rannsóknar.

Margir lesendur eru beinlínis ósáttir við rannsóknablaðamennsku. Góðborgarar vilja lifa í kyrru þjóðfélagi, vilja ekki, að steinum sé velt við. Skíturinn af völdum rannsóknablaðamennsku festist oft við sjálfa fjölmiðlana.

Verkefni:
Skrifaðu 200 orða frétt, byggða á tveimur sjálfstæðum, nafngreindum heimildum.