0228 Sjónvarpstexti I

0228

Blaðamennska
Sjónvarpstexti I
Brad Kalbfeld:
Assoicated Press Broadcast News Handbook, 2001

Það jafnast ekkert á við góða sögu. Að vera blaðamaður er að vera sögumaður. Í ljósvakanum þarf að raða upp orðum á þann hátt, að auðvelt sé að hlusta. Um það snúast skrif fyrir útvarp og sjónvarp. Og útvarp og sjónvarp snúast um skrif.

Skrif þín ákveða, í hvað röð staðreyndirnar eru settar fram, hvernig sagan slær notendur, hvernig hún skilur hugarástand atburðarins og mikilvægi málsins. Mestu máli skiptir, að skrifin ákveða, að hversu miklu leyti notendur skilja atburðinn.

Velbúnaður hefur hrifið okkur svo mjög, að okkur finnst stundum mynd og hljóð vera mikilvægari en orðin, sem við notum til að skýra mynd og hljóð. Þótt okkur takist að dreifa mynd og hljóði, höfum við glatað listinni að búa til skilning.

Fréttaskrif fyrir ljósvakann eru sérstök tegund af stíl, þar sem reglurnar eru lagaðar að þörfum miðlanna. Málfræði og stafsetning ljósvakans er að vísu hefðbundin, en greinarmerki eru notuð til að auðvelda þulum að anda.

Skrif fyrir ljósvakann hafa ýmsar reglur til að tryggja skilning notandans. Þær fjalla meðal annars um, hvernig skuli vitna í fólk, hvernig skuli vísa til málsaðila og hvernig skuli kynna hljóð- og myndband.

Stafsetning og greinarmerki eru auðveld, en erfitt er að ná kjarna sögu og koma honum til skila. Skrifin tala eins og fólk vill hlusta. Allir í ljósvakanum þurfa að átta sig á, hvernig fólk talar. Nota almennar myndir án þess að nota klisjur.

“Skakki turninn í Písa hallast á Touchy Avenue. Ég veit ekki af hverju, en hann er þar, sýnistaður á leiðinni niður Touchy Avenue. Aðeins norðar, í Milwaukee, er kínversk pagóða sem benzínstöð. Í Florída ferðu um kjaft allígators inn í …”

Þetta var eitt af nokkrum dæmum í bókinni um stíl í ljósvakamiðlum. Öll eiga þau að sýna, hvernig sögur eru sagðar á einfaldan og skýran hátt með miklum slagkrafti. Þær gera það, af því að þær skilja, hvernig fólk talar og hugsar.

Einu sinni var allt einfalt. Þá var útvarp hér og sjónvarp þar. Annar miðillinn hafði mynd og hinn ekki. Nú er allt breytt. Kominn er kapall, stafrænt sjónvarp, sértækt útvarp og veraldarvefur. Skilgreining ljósvakamiðla hefur breyst.

Ljósvakamiðlar og prentmiðlar mætast á veraldarvefnum. Sjónvarpið er farið að skilja hljóð og útvarpið er farið að skilja mynd, báðir þessir miðlar eru farnir að skilja orð. Ljósvakinn þarf allt í einu starfsfólk, sem skilur veraldarvefinn.

Fréttastofur allra tegunda fjölmiðlunar þurfa nú að hafa fólk, sem skilur einnig aðrar tegundir fjölmiðla. Starfsfólk prentmiðla þarf að skilja bita, hljóðbita og myndbita og starfsfólk ljósvakamiðla þarf að skilja orð og ljósmyndir.

Skilafrestir og eindagar hafa breyst. Prentmiðlar og ljósvakamiðlar hafa eindaga í núinu eins og útvarp gömlu daganna. Sívakandi fréttastöð hefur þennan sama skilafrest og eindaga, ekki bara núna, heldur nú. Í loftið með það strax.

Nú þurfa fjölmiðlar starfsfólk, sem
1) skilur mikilvægi myndskeiða sjónvarps,
2) getur sagt sögu af dýpt og nákvæmni prentmiðla og
3) notar skilafresti og eindaga útvarps.

Útvarpið er elsti miðill rauntímans. Útvarpið ríkir í bílnum, þar sem ökumenn geta ekki horft á sjónvarp eða lesið blöðin. Á morgnana notar fólk útvarpið í bílnum til að fá snöggar fréttir af veðri, umferð, úrslitum og atburðum.

Útvarp er að mestu framleitt á staðnum. Með eignafléttingu margra stöðva hefur komið sértækt útvarp með samnýtingu gæða. En miðillinn er enn rekinn með hljóðbitum, eðlishljóðum atburða og hljóðvaka-persónuleika þular eða akkeris.

Flestir Bandaríkjamenn fá fréttir sínar úr sjónvarpi, en hlutfallið lækkar. Áhorf staðbundinna frétta hefur minnkað úr 64% árið 1998 niður í 56% árið 2000 og áhorf frétta keðjustöðva hefur minnkað úr 38% árið 1998 niður í 30% árið 2000.

Þrátt fyrir minnkandi áhorf hefur aukist framleiðsla staðbundinna myndskeiða fyrir fréttir og meira er um staðbundið fréttaefni á morgnana og um helgar. Aukist hafa óskir um myndskeið, fréttahugmyndir og fjölbreytta meðferð frétta.

Myndskeiðin einkenna sjónvarp. Dæmi um það eru tónlistarmyndböndin, sem bjóða stutta hljóðbita, hraða klippingu og grafískt áhugaverða framsetningu. Myndskeið í rauntíma eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr, oft 2-3 á hverjum hálftíma.

Tilfærsla hefur orðið í áhorfi frá hefðbundnu sjónvarpi yfir í fréttastöðvar á kapli, áhorf frétta í hefðbundnu sjónvarpi hefur minnkað niður í 51% meðan áhorf frétta á kapli hefur haldist stöðugt í 61%.

Sjá nánar: 
Brad Kalbfeld:
Assoicated Press Broadcast News Handbook, 2001