Textastíll

Alþýðustíll

Textastíll Alþýðustíll Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn Matthew Arnold: Hafðu eitthvað að segja Jónas Kristjánsson: Stuttur stíll er skýr og skýr stíll er spennandi. Góður stíll felst alls ekki í að kunna rétta stafsetningu. Menn geta fyrst byrjað að fást við stíl, þegar þeir kunna stafsetningu. Stafsetning er bara forsenda, sem allir […]

Punktur

Textastíll Punktur Settu sem víðast punkt og stóran staf Í kennslubókum blaðamanna er beðið um, að þeir skrifi ekki lengri málsgreinar en 23 orð. Í bókum fyrir sjónvarpsmenn og vefmiðlara er hámarkið sett við 17 orð. Nútímafólk vill ekki lesa eða heyra lengri málsgreinar. AP biður um 16 orða meðaltal. Farsímar eru að verða tölvur […]

Þétting

Textastíll Þétting Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann. Ekki “spurningin um hvort”, heldur “hvort”. Ekki “það er enginn vafi á”, heldur “vafalaust”. Ekki “hann er maður sem”, heldur “hann”. Ekki “þetta er málefni, sem”, heldur “málið”. Ekki “ástæðan fyrir því að”, heldur “þess vegna”. Ekki skrifa: “Mín persónulega skoðun er, að það sé nauðsynlegt, að […]

Klisjur I

Textastíll Klisjur I Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn Settu sem víðast punkt og stóran staf. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann. Þetta voru fyrstu þrjár reglurnar um stíl. Þessi kafli fjallar um fjórðu regluna: Forðastu klisjur þreyttra blaðamanna. Persóna í leikriti Moliere var hissa […]

Klisjur II

Textastíll Klisjur II Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni Við skulum enn hverfa frá lifandi lit inn í undirheima af klisjum, misheppnuðum orðtökum og torskildum samanburði. Allt rís það af lofsverðum áhuga á lit í frásögn, en tækin eru léleg og einnig árangurinn. Veraldarvefurinn er orðinn foss af rugluðum orðtökum: “Ég dorgaði fyrir […]

Frumlag-umsögn

Textastíll Frumlag – umsögn Keyrðu á sagnorðum og notaðu sértækt frumlag Það er gömul grilla, að ekki megi byrja málsgreinar á OG eða EN: “Sakborningurinn virtist í uppnámi. En sækjandinn sagði …” Stundum er þó óþarfi að nota þessi orð í upphafi og þá má bara sleppa þeim. Byrja má málsgreinar á “Og” eða “Eða”: […]

Textagerð

Textastíll Textagerð Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta. Sviðsskrekkur er algengur hjá byrjanda í blaðamennsku. Þú starir á auðan skjáinn meðan reyndir blaðamenn kringum þig hamast á lyklaborðinu með ævintýralegum hraða. Þá spyrja menn sig, er ég í rangri atvinnugrein? Hraðinn kemur með reynslunni. Blaðamennska er handverk, en verður stundum list. Góð skrif eru blátt […]

Aðskotaorð

Textastíll Aðskotaorð Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt Forðastu aðskotaorð, lýsingar og atviksorð, þau veikja söguna. Forðastu: of, mjög, nokkuð, fremur, eins konar, dálítið, allnokkuð, einfaldlega, nokkurs konar). Forðastu aukaorð yfirleitt. “Farið var” komi í stað “Það var farið”. Ekki þurfa öll nafnorð að hafa lýsingarorð. Ekki þurfa öll lýsingarorð að hafa atviksorð. Mark Twain […]

Fyrirsagnir

Textastíll Fyrirsagnir Fyrirsagnir: Mesta slysahættan á ritstjórnarskrifstofum er í fyrirsögnum. Fyrirsagnagerð krefst langrar þjálfunar og mikillar málþekkingar. Svo fá orð eru í fyrirsögnum, að þau geta óvart gefið ranga mynd af innihaldi fréttar. Óreyndir setja oft þarflaus aukaorð í fyrirsagnir til að þær fylli. Fyrirsagnir vísa oft til efnis, sem ekki er fremst í grein. […]

Inngangurinn

Textastíll Inngangurinn Hafðu innganginn skýran og sértækan Inngangur getur verið samantekt. Hann getur líka verið örsaga, sem skýrir málið. Hann getur lyft upp einu atriði málsins. Hann getur sett drama, lit og líf í fréttina. Hann getur færst aftar í fréttina, verið frestaður inngangur. Hann getur falist í tilvitnun í málsaðila. Inngangur getur líka snúist […]

W.Strunk

Textastíll W.Strunk Tíu reglur W. Strunk Reglur William Strunk um stíl hafa áratugum saman verið biblía bandarískra textahöfunda, jafnt blaðamanna sem rithöfunda. William Strunk jr & E.B White, The Elements of Style, 3. útgáfa 2005. 1. NOTAÐU BEINAGRIND. Hafðu meginatriðin í huga, þegar þú sest við skriftir og setur hold og blóð á beinagrindina. Því […]

Tilvitnanir

Textastíll Tilvitnanir Þín orð eða mín Fréttir fjalla að miklu leyti um það, sem fólk segir og hvernig það segir það. Sem aðilar að fréttum, áhorfendur, vitni, upplýsingagjafar, sem pólitískir aðilar. Kliðurinn er endalaus. Einnig tilraunir blaðamanna til að eima úr honum tilvitnanir. Beinar tilvitnanir eru ómissandi. Þær gefa staðfestingarsvip. Þær koma lesendum í snertingu […]

Rennsli

Textastíll Rennsli Til viðbótar við rétta notkun sagna og frumlaga í texta þarf líka að hafa rétt samhengi í textanum. Tengsli þurfa að vera milli enda einnar málsgreinar og upphafs hinnar næstu. Samhengi þarf að vera í orðalagi milli málsgreina. Úr þessu þarf að verða til eðlilegt rennsli textans um söguna. “Nokkrar athyglisverðar spurningar um […]

Fegurð

Textastíll Fegurð Erfiðar eru langar málsgreinar, en geta verið heppilegri en skornar: “Til að skýra, hvers vegna Bosníumenn, Serbar og Króatar hata hverjir aðra verða sagnfræðingar ekki aðeins að kanna aldagamlan mun á þjóðerni og trúarbrögðum, heldur einnig önnur ágreiningsefni í þúsund ára erfiðri sögu þeirra.” (34 orð) Þetta geta líka verið þrjár málsgreinar: “Sagnfræðingar […]

Tónn

Textastíll Tónn Innri tónlist orðanna Er texti þinn samtalslegur eða stífur, virðulegur eða galgopalegur, formlegur eða afslappaður? Tónninn ræður úrslitum um, hvort lesandinn er ánægður eða ekki. Setningafræðin hefur áhrif, en tónninn ræðst fyrst og fremst af vali orðanna. Einar Ben: “Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm./Það hrökkva af augunum neista él./Riðullinn þyrpist með arm […]

Örsögur

Textastíll Örsögur og litur Litur felur í sér, að þú getir séð sögu á þann hátt, að þú getir sýnt hana öðrum. Lýsingarorð og aukningarorð hjálpa ekki, enda eru þau blekkjendur. Af hverju segja fólki, að eitthvað sé dramatískt? Láttu heldur söguna sjálfa segja það. Hvað þýðir, að segja fólki, að borgin sé borg andstæðna? […]

Greinar

Textastíll Greinar Hörð frétt marsérar hratt gegnum hvergerðihvað og horfir hvorki til hægri né vinstri, tínir upp nóg af smáatriðum til að gefa lesendum skýra mynd. Í greinum er fréttaeðlið hins vegar komið niður í annað sæti í forgangsröðinni. Í stað fréttar eru komin: Mannlegur áhugi, hugarástand, andrúmsloft, tilfinningar, háð, gamansemi. Greinar reyna að færa […]

Hráefni greina

Textastíll Hráefni greina Ritstjórinn lætur blaðamanninn hafa hugmynd, vonda hugmynd, en blaðamaðurinn situr uppi með hana, af því að hann býður sjálfur ekkert betra. Það er bara hálfur blaðamaður, sem ekki hefur tvær eða þrjár hugmyndir í gangi, aðeins óljós hugboð, sem rakna sundur í vinnslu. Oft hugsar eða les blaðamaðurinn ekki nóg og talar […]

Greinin skrifuð

Textastíll Greinin skrifuð Lesendur elska hreyfingu. Blaðamaðurinn getur ekki búið til hreyfingu, ef hún finnst ekki. Ef hún er til, þarf hann að sjá hana og opinbera hana fyrir lesendum. Ef hreyfing finnst ekki, má skipta athygli lesandans milli óhlutlægra og hlutlægra þátta sögunnar, milli almennra og sértækra þátta hennar, milli stærðar og smæðar.(Blundell: Tusconliðið, […]

Tegundir greina

Textastíll Tegundir greina Þegar ritstjórar eru spurðir, hver sé helsti galli handrita, segja þeir: Vont skipulag. Þetta vonda skipulag á vinnu blaðamannsins stafar af slakri hugsun, sérstaklega á fyrstu stigum málsins, þegar áætlanir skipta mestu máli. Lögmálin um lesandann: A. Stríddu mér. Komdu með agn. Gefðu mér ástæðu til að hefja lestur. B. Segðu mér, […]

Orðalist greina

Textastíll Orðalist greina Orðalist: Þegar orðalist er bætt við sögu, sem er vel smíðuð á annan hátt, getur útkoman orðið frábær. Það hlýtur að vera markmið blaðamannsins. Orðalist byrjar með réttri málfræði, setningarfræði og málvenju. Sértæk skrif: Sögusmiður málar þegar hann getur. Hann stingur við fótum, þegar hann er farinn að nota hugsunarlaust orð á […]

Sjónvarp I

Textastíll Sjónvarp I Ernest Hemingway: “Steffens, sjáðu þetta skeyti, engin fita, engin atviksorð, engin lýsingarorð, ekkert nema blóð og bein og vöðvar. Þetta er nýtt tungumál. Ernest Hemingway var frábær fréttamaður. Hann skrifaði skáldsögur sínar í harðsoðnum fréttastíl. Í fréttamennsku lærði hann að fara sparlega með orð. Við skulum sjá, hvað hann segir í Gamla […]

Sjónvarp II

Textastíll Sjónvarp II Ljósvakastíll er ólíkur öðrum stíl, af því að hann er skrifaður fyrir eyrað, ekki fyrir augað. Texti, sem kemur frá öðrum aðilum, er umskrifaður, svo að hann henti útvarpi og sjónvarpi. Fréttastofutexti er yfirleitt hugsaður út frá dagblöðum. Þegar þú færð fréttastofutexta, þá lestu hann, meltu hann og fleygðu honum síðan. Skrifaðu […]

Skýr sjónvarpsskrif

Textastíll Skýr sjónvarpsskrif Langir titlar manna trufla oft eðlilegt flæði sögu. Oft er gott að slíta nafn og titil í sundur: “Vilhjálmur Egilsson vill taka upp evruna. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði á hádegisfundi …”. Í ljósvakamiðlum tala viðmælendur sjálfir. Orð þeirra eru ekki endursögð af fréttaþul. Endursögn skapar vandamál í tengslum við, að jafnan þarf […]

Textastíll-Heimildir

Textastíll Heimildir Textar á vefsvæði þessu eru tjaldvarpaðar skyggnur með fyrirlestrum mínum. Hinar raunverulegu kennslubækur eru skráðar hér að neðan. Kaupið þær og lesið. —– William E. Blundell The Art and Craft of Feature Writing, 1988 Rene J. Cappon The AP Guide to Newswriting, 3. útgáfa 2000 Helgi Hálfdanarson Gætum tungunnar, 1984 Brad Kalbfeld Assoicated […]