Ritstjórn

Stjórnun

Ritstjórn Stjórnun * Góður stjórnandi lýsir mikilvægum stöðlum og gildum og sýnir þessi atriði í verki. * Góður stjórnandi sýnir persónulegan áhuga á fylgismanni sínum. * Góðir ritstjórar reyna að búa til góðan fjölmiðil. * Miklir ritstjórar reyna að búa til góða starfsmenn, sem búa til góðan fjölmiðil. Ert þú á réttu róli? * Ertu […]

Yfirmaður

Ritstjórn Yfirmaður Foster Davis & Karen F. Dunlap, The Effective Editor, 2000 Þessi fyrirlestur er fyrir alla, sem vinna með höfundum. Einkum snúum við okkur að fréttastjórum, verkefnastjórum, vaktstjórum og efnisstjórum fjölmiðla, en einnig að bókaritstjórum, netstjórum, almannatenglastjórum. Við viljum hjálpa þeim að þjóna notendum. Fáir stjórnendur á fjölmiðlum flytja með sér í starfið þá […]

Kennari

Ritstjórn Kennari Sem yfirmaður geturðu lent í gryfju áður en neinn tekur eftir því eða segir neitt eða hjálpar. Þau atriði, sem valda þér mestum vandræðum, eru ekki rædd. Eins og í vanhæfri fjölskyldu. Aðferðafræði ritstjórans er þá þessi: Að synda eða sökkva. Þú ert settur við stýrið, síðar má líta á hugsanleg námskeið. Enginn […]

Endurbætur

Ritstjórn Endurbætur Skilafrestur nálgast. Handritið kemur inn og er alger þvæla. Klukkan tifar. Þú gerir það eina, sem þú kannt: Þú fixar söguna. Hvað á önnum kafinn vaktstjóri eða ritstjóri að gera? Hann á að þjálfa. Það er eina leiðin til að lifa ekki bara af, heldur lifa góðu lífi. Þjálfun er stíll á forustu […]

Hendur í vösum

Ritstjórn Hendur í vösum Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa 2003 Bestu efnisstjórar vita, að allir höfundar þurfa aðstoð. Þeir þjálfa fréttamenn sína með því að tala við þá. Þeir ræða vandamál og aðstoða við lausn þeirra. Þjálfun er sjaldgæf enn sem komið er. En þessum fyrirlestri er ætlað að breyta […]

Þjálfuð textagerð

Ritstjórn Þjálfuð textagerð Viðtal við höfund: *Ertu sjálfsöruggur? *Fljótur? *Vinnurðu með plani, útlínum? *Tekurðu niður miklar nótur? *Hve há % af nótum fer í texta? *Fer mikill tími í innganginn? *Breytirðu miklu? *Ertu mikið leiðréttur? Þegar þjálfun skortir, skila höfundar lélegum handritum á síðustu stundu. Hugmyndum þeirra var hafnað og þeir tauta við lyklaborðið í […]

Þjálfuð ýmis miðlun

Ritstjórn Þjálfuð ýmis miðlun Reglur Jónasar um stíl:
1. Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn.
2. Settu sem víðast punkt og stóran staf.
3. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann.
4. Forðastu klisjur, þær voru sniðugar einu sinni.
5. Keyrðu á sértækum sagnorðum og notaðu sértækt frumlag.
6. Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta.
7. Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og […]

Samstarf

Ritstjórn Samstarf Vansæl staða: *Þú forðast augnsamband. *Þú velur vaktstjóra. *Skilar sögunni á síðustu stund. *Þú þrýstir einu til að fela annað. *Þú ferð undan í flæmingi. *Þú ferð framhjá stjóranum. *Þú lýgur að ritstjóranum. Höfundar hrósa: *Takk. Næst skoða ég tölurnar. *Góð fyrirsögn. Náði fókusnum. *Millifærslan virkaði vel. *Þakka þér fyrir að styðja mig. […]

Tímarit

Ritstjórn Tímarit Michael Robert Evans, The Layers of Magazine Editing, 2004 Casey Winfrey, American Health: “Þar sem ég er einn af þeim, sem hef litla athyglisgáfu … er eitt það besta við ritstjórastarfið, að ég þarf ekki að gera neitt lengur en í 27 sekúndur. Sumir kvarta yfir truflunum, en ég elska þær.” Sandra Bowles, […]

Markmið tímarita

Ritstjórn Markmið tímarita Jeff Castari, ritstjóri Men’s Health: Við höfum formúlu og höldum okkur við hana. Lesendur okkar vilja líkamsrækt, megrun, næringu, lyftingar, streitulosun, heilsu og karlaspeki. Við tryggjum, að hvert tölublað hafi eitthvað af þessu. Scott Meyer, ritstjóri Organic Gardening: Við höfum verið málgagn félagslegra og læknisfræðilegra skoðana, handbók fyrir frístundabændur, pólitískt blað og […]

Áætlanir tímarita

Ritstjórn Áætlanir tímarita Edward Kosner, ritstjóri Esquire: Ritstjórn er eins og að tefla þrívíða hraðskák. Þú verður að sjá marga leiki fyrir í einu, verður að vita, hvað þú ætlar að gera, hvað aðrir muni gera. Halda áætlanir löngu áður en þú veist, hvort þær henta. Ritstjórar tímarita þurfa að sjá langt fram í tímann […]

Ritstjórn tímarita

Ritstjórn Ritstjórn tímarita Jeff Csatari, ritstjóri Men’s Health: Ef höfundurinn skilur það, sem þú vilt, og skilar því, þarftu ekki að trufla rödd hans. En sé hún ekki í stíl blaðsins skaltu óhræddur breyta henni. Hugsaðu bara um lesandann, bestu greinina fyrir hann. Eftir fyrstu yfirferð kemur röðin að þessu: 1. Passar greinin? 2. Er […]

Öll smáatriðin

Ritstjórn Öll smáatriðin Victor Navasky, ritstjóri The Nation: Við sannreynum allar sögur. Við höfum innra kerfi, þar sem við þjálfum nýliða í sannreynslu undir stjórn prófarkalesara. Ef staðreyndir skipta máli fyrir söguna, þarftu að kanna, hvort þær séu réttar. Útgáfa málfræðilega réttrar málsgreinar, sem fer með rangt mál, er alvarlegra en útgáfa málfræðilega rangrar málsgreinar, […]

Ritstjórar hafa orðið

Ritstjórn Ritstjórar hafa orðið Gerry Bishop, ritstjóri Ranger Rick: “Við vitum, að við erum að gera rétt, þegar margir lesendur skrifa til að hrósa greinum, sem við vitum, að voru ekki nógu góðar. Við vitum þetta líka, þegar starfið veitir okkur gleði og ánægju.” Jeff Csatari, ritstjóri Men’s Health: “Þú veist, að þú hefur staðið […]

Leiðarahöfundur

Ritstjórn Leiðarahöfundur Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004 Spence áfram: Ég held, að best sé að byrja á góðu, litlu dagblaði, sem notar góð vinnubrögð, skrifar ekki greinar fyrir auglýsendur. Ég lærði meira á Monrovia Daily á sex mánuðum en á fjórum árum í háskóla. Sandra Bowles, […]

Samstarf leiðarasíðu

Ritstjórn Samstarf leiðarasíðu Útgefandinn og ritstjórinn og leiðarahöfundurinn eru ekki lengur einn og sami maðurinn. Með stækkun fyrirtækja hefur verksvið útgefanda fjarlægst ritstjórn. Hún er orðin að annars flokks stofnun, sem talin er valda kostnaði í sókninni í gróðann. Staðbundið eignarhald: Leiðarahöfundurinn hefur væntanlega verið ráðinn eftir miklar samræður við útgefandann, sem hafa leitt í […]

Leiðaraskrif

Ritstjórn Leiðaraskrif * Velja málefni. * Ákveða tilgang leiðararns. * Ákveða notendahópinn. * Ákveða tóninn. * Rannsaka málið. * Ákveða formið. * Skrifa upphafið. * Skrifa meginmálið. * Endinn. Þessi níu skref í leiðaraskrifum hafa almennt gildi. Vanur maður gerir þetta allt á klukkutíma. Óvanur maður er allan daginn að því. Hvor tveggja fer meðvitað […]

Leiðaraefni

Ritstjórn Leiðaraefni Stjórnvöld eru helsta umræðuefni leiðarahöfunda. Minna er skrifað um ópólitísk mál. Höfundum finnst þau sumpart of erfið eða of létt eða kannski ekki nógu alvarleg. Leiðarahöfundar forðast þetta: * Efnahagsmál * Lögfræði * Alþjóðamál * Menning * Læknisfræði og heilsa * Trúmál * Íþróttir Efnahagsmál: Þau eru talin leiðigjörn og full af tölum. […]

Ritstjórn-Heimildir

Ritstjórn Heimildir Textar á vefsvæði þessu eru tjaldvarpaðar skyggnur með fyrirlestrum mínum. Hinar raunverulegu kennslubækur eru skráðar hér að neðan. Kaupið þær og lesið. —– Roy Peter Clark & Don Fry Coaching Writers, 2. útgáfa 2003 Foster Davis & Karen F. Dunlap The Effective Editor, 2000 Michael Robert Evans The Layers of Magazine Editing, 2004 […]