Fyrirsagnir

Textastíll
Fyrirsagnir

Fyrirsagnir:
Mesta slysahættan á ritstjórnarskrifstofum er í fyrirsögnum. Fyrirsagnagerð krefst langrar þjálfunar og mikillar málþekkingar. Svo fá orð eru í fyrirsögnum, að þau geta óvart gefið ranga mynd af innihaldi fréttar.

Óreyndir setja oft þarflaus aukaorð í fyrirsagnir til að þær fylli. Fyrirsagnir vísa oft til efnis, sem ekki er fremst í grein. Hún er þá úr fókus. Umskrifa þarf greinina.
Virkar sagnir eru lykilorð fyrirsagna. Íslenska er mál sagnorðanna, eins og enska.

Forðist skammstafi. Notið stutt orð. Klippið út óþörf orð.”Stjórnin mun skoða áætlun” gæti verið fyrirsögn víða í blaði. Hvaða stjórn, hvaða áætlun? Fyrirsagnir eru oft styttar í meiningarleysu. Fyrirsagnir eru oft samdar í tímahraki og verða þá oft ekki góðar.

Slepptu lýsingar, atviksorðum, samtengingum, forsetningum, öllum smáorðum.
Notaðu heila hugsun.
Veldu orðin upp úr fréttinni.
Notaðu ekki hástafi. Lesast illa.
Notaðu ekki tákn, !?,%$@”/
Finnu stysta orðið: Kusu.

Ef fyrirsögn er lengri en ein lína, má ekki skipta orði milli lína. Það seinkar lestri og getur valdið misskilningi:
Jón er kvart
samur bóndi
Notið sömu orð í fyrirsögn og eru notuð í greininni.

Fyrirsögn á að selja aðgang að megintextanum. Fráleitt er, að notendur þurfi að lesa textann til að skilja fyrirsögnina. Allt er skaðlegt, sem seinkar lestri. Notandinn vill ekki þurfa að staldra við til að hugsa. Fyrirsögn á að renna ljúft inn í megintexta.

Í gamla daga voru fyrirsagnir oft margra hæða. Auk aðalfyrirsagnar voru ýmsar gerðir yfirfyrirsagna og undirfyrirsagna. Nú er annað hvort aðalfyrirsögnin ein eða annað hvort með yfir eða undirfyrirsögn að auki.

Margir skanna blöð í stað þess að lesa þau. Eins og þeir skanna skjá í fartölvu eða gemsa. Fyrirsögn þarf að taka tillit til fólks, sem hefur ekki tíma aflögu. Hástafir eiga ekki heima í fyrirsögnum (ekki heldur í meginmáli) vegna þess, að erfitt er að lesa slíkt letur.

Fyrirsögn: Sértækt frumlag
Virk fyrirsögn
Sértækt andlag
Eingöngu sértæk, virk orð.
Fínt: Páll sló Pétur
Þjóðin kaus Ástþór
Ekki: Stjórnin mun framkvæma áætlun

Fyrirsagnir enskra blaða um fæðingu annars sonar Elísabetar drottningar.
Times:
The Queen gives birth to a son
Prince is second in line of succession
Crowd greets news at palace

Telegraph:
The Queen: A second son is born

Guardian:
A second son for the queen
Mother and new prince “both doing well”
Family at the palace
Prince Charles returns from school

Chronicle:
Charles sees his baby brother

Express:
Charles sees the baby

Daily Mail:
One happy family
Prince of Wales sees the baby

Daily Herald:
At her bedside red roses from Philip
Charles meets the new baby

Daily Scetch:
It’s
a boy

Daily Mirror:
Oh
boy

Sá, sem semur fyrirsagnir, þarf að geta ráðið við plássið, sem er til umráða. Sé það upp á 15 stafi og bil í línu, semur hann slíka fyrirsögn. Sé það upp á 6 stafi og bil í línu, semur hann slika. Hann býr ekki til fyrirsögn, sem kemst ekki í plássið.

Létt æfing: Gengi krónunnar hafði breyst á tilteknu tímabili, en endað svipað og það byrjaði.
Hér á eftir koma nokkrar tilraunir nemenda frá því á námskeiði í vetur. Miðað var við tveggja hæða fyrirsagnir, 15, 12, 9 og 6 stafa hvor lína.

Raungengi hefur 15
haldist stöðugt 15
Raungengið á 12
svipuðu róli 12
Raungengi 9
jafnaðist 9
Gengið 6
svipað 6

Þjóðarsátt var 14
vendipunkturinn 15
Krónan nær 9
nýjum hæðum 11
Gengið á 8
batavegi 8
Krónan 6
á flugi 7

Raungengi krónu 15
sveiflast mikið 15
Krónan rýkur 12
upp og niður 12
Raungengi 9
sveiflast 9
Krónan 6
rokkar 6

Of hátt raungengi 17
sligar fyrirtæki 16
Farg krónunnar 14
skapar vanda 12
Gengisfall 10
Óskastaða 9
Gengið 6
Óvissa 6

Raungengi hækkaði 17
um 23 stig frá 2001 19
Mikil hækkun 12
á raungenginu 13
Raungengið 10
hækkaði 7
Hækkun 6
mikil 5

Raungengi hefur 15
sveiflast mikið 15
Raungengi er 12
sveiflukennt 12
Raungengi 9
á toppnum 9
Upp og 6
niður 5

Gengið styrkist 15
enn eina vikuna 15
Þjökuð króna 12
hressist við 12
Krónan að 9
jafna sig 9
Krónan 6
hjarir 6

Gengi handstýrt 15
fleytt og fellt 15
Gengið togað 12
upp og niður 12
Raungengi 9
úti í móa 9
Göltur 6
gengis 6

Raungengi hærra 15
en nokkru sinni 15
Krónan gefur 12
ekkert eftir 12
Raungengi 9
í hámarki 9
Krónan 6
eflist 6

Samkeppnisstaða 15
fyrirtækja slæm 15
Bólgið gengi 12
skapar hættu 12
Uppspennt 9
raungengi 9
Gengið 6
sligar 6

Raungengi krónu 15
hærra í lok árs 15
Raungengið á 12
uppleið á ný 12
Raungengi 9
aftur upp 9
Glatað 6
gengi? 6

Viðskiptalíf fast 17
í ógnarjafnvægi 15
Sírokkandi í 12
aldarfjórðung 13
Raunalegt 9
raungengi 9
Gengið 6
rokkar 6

Seðlabanki segir 16
raungengið hækka 16
Viðsnúningur 12
frá árinu 2001 14
Krónan rís 10
síðan 1980 10
Krónan 6
hækkar 6

Raungengi verðlags 18
hækkar um 23% 14
Langtímaleitni 14
til lækkunar 12
Hægari vöxtur 13
tekna 5
Gengis 6
lækkun 6

Raungengi þróast 16
í átt að meðaltali 18
Meðaltal næst 13
með þróun mála 14
Í áttina að 11
meðaltali 9
Krónan 6
stöðug 6

Öll handrit þarf að lesa af öðrum en höfundi. Prófarkalestur tíðkast enn á íslenskum fjölmiðlum, en hefur lagst niður víða erlendis. Þar taka vaktstjórar við því hlutverki. Þetta þýðir, að íslenskir fjölmiðlar eiga að vera á góðu máli.

Núverandi kerfi prófarkalestrar í stoðdeild kemur ekki í stað “copy editors”. Hinir síðarnefndu stunda handleiðslu, hinir fyrrnefndu leiðrétta í kyrrþey. Af því stafa margar rangfærslur í fyrirsögnum. Handleiðslan er betri. Af henni læra blaðamenn.

Iðn verður stundum að list. Ef blaðamennska er iðn, þá er fyrirsagnagerð list. Fyrirsagnagerð er hástig blaðamennskunnar. Hæst launuðu blaðamennirnir eru fyrirsagnasmiðir götublaða.

Fyrirsagnir:
Sá, sem semur fyrirsagnir, þarf að geta ráðið við plássið, sem er til umráða.

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé