Rannsóknir

Inngangur

Rannsóknir Inngangur Þetta er grein blaðamennskunnar, sem hefur tiltölulega lítið verið stunduð hér á landi. Við munum á námskeiðinu einkum horfa til Bandaríkjanna, þar sem framinn er allur þorri blaðamennsku af þessu tagi. Mig langar til að biðja ykkur um að fylgjast vel með fréttum og finna atriði, sem varða þetta námskeið, til dæmis tilþrif […]

Reynir Traustason

Rannsóknir Reynir Traustason Reynir Traustason, ritstjóri DV, er þekktasti rannsóknablaðamaður landsins. Hann sagði frá vinnubrögðum sínum á námskeiði, sem ég var með í rannsóknablaðamennsku í Háskólanum í Reykjavík 2006. Við það tækifæri urðu þessar glósur til: Árna Johnsen málið var ekki roka, heldur mál, sem komst á leiðarenda, og Árni sagði af sér. Meðferð málsins […]

Forgöngumenn

Rannsóknir Forgöngumenn Mig langar til að segja ykkur frá nokkrum greinum úr Tell Me No Lies, þar sem fjallað er um ýmsar frægustu rannsóknafréttir í sögu blaðamennskunnar. Ég stikla á stóru í nokkrum greinum, en bókin er á safni skólans. Aðferðir höfundanna eru af ýmsu tagi. Þetta er ekki kennslubók í rannsóknablaðamennsku og fjallar lítið […]

Watergate I

Rannsóknir Watergate I Carl Bernstein & Bob Woodward All the President’s Men, 1974 Þessi bók lýsir vel vinnubrögðum, sem notuð voru á Washington Post við fréttaöflun af Watergate. Hún hefur frá upphafi nýst mörgum sem kennslubók í rannsóknablaðamennsku, ef menn átta sig á muninum milli Washington árið 1972 og Reykjavík árið 2006. 17. júní 1972. […]

Watergate II

Rannsóknir Watergate II Allan tímann einkenndist Watergatemálið af því, að Bernstein og Woodward náðu stökum spjöldum í stóru pússluspili, sem enginn skildi. Með því að birta frétt um hvert spjald, komst oft hreyfing á mál, þannig að þeir gátu náð næsta spjaldi. Bernstein náði sambandi við lögmann, sem þekkti verjanda Hunt, William O. Bittman. Hann […]

Watergate III

Rannsóknir Watergate III Aðalritstjóri Washington Post var Ben Bradlee, sem hafði verið ráðinn með það verkefni að gera Washington Post að jafningja New York Times. Bradlee hafði mikinn og vaxandi áhuga á Watergate og þrýsti málinu fram af metnaði. Bernstein og Woodward skildu ekki, hvers vegna peningarnir í Watergate fóru um banka í Mexikó. Bernstein […]

Skjöl-Viðtöl-Eftirlit

Rannsóknir Skjöl, viðtöl, eftirlit Meginþáttur bókarinnar “ The Investigative Reporter’s Handbook”, kaflar 6-21, fjalla um, hvernig aðferðir þessarar blaðamennsku eru notaðar á ótal sviðum blaðamennsku. Veruleg endurtekning er í því, enda er þetta fremur handbók en kennslubók. Brant Houston er aðalhöfundur bókarinnar. Hann er líka höfundur annarrar kennslubókar á þessu námskeiði: “ComputerAssisted Reporting”. Hann var […]

Sporin rakin

Rannsóknir Sporin rakin Stundum er talað um, að blaðamaðurinn fari gegnum nokkra sammiðja hringi inn að kjarnanum í miðjunni. Hann bori sig utan frá og fari inn. Yst eru annars stigs heimildir og innra eru fyrsta stigs heimildir, innst er kjarni málsins. Valið viðfangsefni rannsóknar: Fréttaskot kemur frá gömlum vini eða óþekktum aðila. Birtar fréttir […]

Bestu heimildirnar

Rannsóknir Bestu heimildirnar Annars stigs heimildir Borað utan frá og inn. Fyrsta stigs skjöl Náð í bestu heimildirnar Lou Rose: Ég hef safnað fólki, sem ég hef aldrei hitt. Ég get lýst því úr gagnabönkum, fæðingu þess, augnalit, bílaeign þess, hvað bílarnir kostuðu. Ég veit um skilnaðina, fjölda umferðarlagabrota, sögu fasteigna þess, fjárhag þess. Eftir […]

Spor fólks-Viðtöl

Rannsóknir Spor fólks og viðtöl Þegar rannsóknamenn hafa fengið að vita um mann, stofnun eða málefni frá annars og fyrsta stigs heimildum, er kominn tími til viðtals. Þótt þessi bók fjalli einkum um pappírsslóðir, nægja þær ekki einar og sér. Pappírar koma fyrst, síðan viðtölin. Skrár eru tilgangur að markmiði, ekki markmiðið sjálft. Tala þarf […]

Stjórnvöld

Rannsóknir Stjórnvöld Þegar rannsókn er komin í gang, koma fljótlega í ljós einstaklingar. Mannlýsingar þeirra eru mikilvægur þáttur í rannsóknablaðamennsku. Hverjir eru þeir, hver er bakgrunnur þeirra, hverjir eru í sambandi við þá, hver er tilgangur þeirra? Veldu mann og kannaðu, hvað þú getur fundið um hann: 1) Kjörskrá veitir upplýsingar um heimilisföng og mannanöfn. […]

Kerfið

Rannsóknir Kerfið Stuttu fyrir kosningar fréttist, að bæjarstjórinn sé í samlögum við verktaka. Bókhaldari hjá verktakanum hætti, af því að hann var ósáttur við ferli málsins, meðal annars með skattskýrslur fyrirtækisins. Blaðamaður talaði við hann. Skömmu síðar kom umslag með mörgum ljósritum, sem staðfestu aðild bæjarstjórans að málinu. Spurningin: Átti að keyra málið áfram rétt […]

Skólar-Löggæsla

Rannsóknir Skólar og löggæsla Hvað mæla próf? Samræmd próf? Farðu í skólana, talaðu við nemendur, hvað er verið að gera í skólanum? Pappírsslóðin er mikil í skólakerfinu og vefslóðin ekki síður. Þetta eru miklar uppsprettur upplýsinga fyrir blaðamenn. Fjárframlögin, baráttan um þau. Próf: Þjálfa og mæla skólar sköpunargáfu, þolgæði, einbeitingu, vandamálalausnir, hugsun við erfiðar aðstæður, […]

Dómstólar

Rannsóknir Dómstólar 1. Mest lögfræði er stunduð utan dómstóla, reynt er að ná sáttum. 2. Blaðamenn verða að skilja leikreglur dómstóla, hugtökin. 3. Dómsmál er eigin heimur, sem takmarkast við eigin staðreyndir. 4. Muna, að lögmenn eiga að koma fram sem andstæðingar. Í Bandaríkjunum eru dómarar kosnir. Þeir lögmenn, sem studdu dómarann, ná 71% árangri […]

Einkaaðilar

Rannsóknir Einkaaðilar Hvernig tekst lögvernduðum stéttum að veita félagsmönnum það aðhald, sem lögverndin kallar á? Halda læknar áfram störfum, þrátt fyrir endurtekin mistök? Hvað mikið er um, að menn missi réttindi? Hvernig er eftirliti háttað? T.d. í læknisfræði? Einkennist eftirlit með lögvernduðum stéttum einkum að því að hilma yfir með brotum? Snýst lögverndin í raun […]

Heilsa-Góðgerðir

Rannsóknir Heilsa og góðgerðir Félög, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, taka úr veltunni fé til rekstrarins. Hvað er það há prósenta? Keppa þau við skattskyld fyrirtæki? Sjálfseignarfélög, eru þau skattaskjól fyrir auðuga. Eru laun þar há, er stjórnendum lánað fé? Salt Lake City og Alþjóða olympíunefndin. Stórfellt mútumál. Sveitaklúbbar og golfklúbbar. Fá nýbúar aðgang? […]

Ýmsar stofnanir

Rannsóknir Ýmsar stofnanir Hver tryggir sparisjóði? Hver hefur eftirlit með lánum þeirra? Eru þau vafasöm? Lána þeir stjórnendum sínum? Erfitt er að fá upplýsingar um fjármálastofnanir, þótt þær séu til? Sérhæfð tímarit hafa þó náð gagnlegum upplýsingum. Fjármálaeftirlitið: 1. Hefur fjármálafyrirtækið nóg af traustu fjármagni? 2. Eru útlán þess í góðum málum? 3. Eru stjórnendur […]

Skrif

Rannsóknir Skrif Rannsóknablaðamennska: Forvitni. Efi. Fyrirstaða. Þrautseigja. Ekki: Sófi, rifrildi, slúður, blogg. Innskot um verkefnin: Algengast að tímaáætlun vanti. Fólk vantar fremur en fræðinga. Fókus sums staðar of dreifður. Aðferðafræði sums staðar óljós. Fyrirstaða er sums staðar óljós. Innskot um umdeildar aðferðir (erfiðari í sölu á ritstjórnum): Nafnlausar heimildir. Faldar myndavélar. Siglt undir fölsku flaggi. […]

Prent-Sjónvarp

Rannsóknir Prent og sjónvarp Inngangur: Fyrsta málsgreinin er sú mikilvægasta í textanum og sú síðasta kemur næst á eftir. Hún þarf að vera tilbúin, áður en sagan er skrifuð. Sagan snýst um síðustu málsgreinina. Tilvist hennar auðveldar skrifin, gefur þeim stefnu. Oft reynist best að byrja rannsóknafréttir eins og harðar fréttir: “Stærsti leigusalinn er líka […]

Umdeild blaðamennska

Rannsóknir Umdeild blaðamennska Rannsóknablaðamennska: 1) Framleiðir sögu, sem ekki hefði orðið til án framtaks blaðamanns. Hann er gerandi. 2) Færir lesendum mikilvæga sögu, sem er unnin úr fjölbreyttum og oft duldum heimildum. 3) Uppgötvar sögu, er kann að vera andstæð útgáfu stjórnvalda eða stjórnenda, sem kunna að hafa verið að leyna sannleikanum. Fyrirstaðan. 4) Endar […]

Tæknileg blaðamennska

Rannsóknir Tæknileg blaðamennska Brant Houston ComputerAssisted Reporting A Practical Guide 3rd Edition 2004 “Tölvuþekking er lykill að starfi í blaðamennsku. Sá, sem getur safnað upplýsingum og unnið úr þeim hraðar en áður, mun ná betra samhengi og þróa betri skilning á umræðuefninu, ná betri viðtölum og geta skrifað af meira öryggi en hinir.” Einkunnarorð kaflans. […]

Gögn á netinu

Rannsóknir Gögn á netinu Thomas Maier hjá Newsday notaði upplýsingar á vefslóðum til að finna, hvort trúnaðarlæknar tryggingafélaga hefðu eitthvað á samviskunni, svo sem rangar upplýsingar um próf og lækningaleyfi eða áminningar fyrir afglöp í starfi. Maier notaði gífurlega stóran gagnabanka, fjölda af viðtölum og málsókn til að ná gögnum. Hann bar síðan saman nöfn […]

Töflureiknar

Rannsóknir Töflureiknar Gagnabankar á netinu eru ýmiss konar. Sumum er hægt að hlaða niður í Excel eða Access form á tölvunni þinni. Hér er það einkum Seðlabankinn og Neytendasamtökin, sem veita slíka þjónustu. Í heiti flesta banka á netinu er hægt að sjá í hvaða formi hann er: 1) Excel bankar eru oft skráðir með […]

Gagnagrunnar

Rannsóknir Gagnagrunnar Fyrst sýndur gagnagrunnur um NLFÍ, sem er í tveimur hlutum, Atburðir og Fólk. Allar persónur fá númer, sem er endurtekið í hvert skipti sem númerið er notað. Atburðir eru skráðir þannig að auðvelt er að sortera þá eftir ýmsum atriðum, til dæmis árum eða stöðum eða tegundum. Þegar bankinn er notaður, er honum […]

Tölvuvinnsla

Rannsóknir Tölvuvinnsla Gagnabankar eru misjafnlega aðgengilegir, stundum verðlagðir. Stundum er þeim haldið fyrir þér af öryggisástæðum eða einka og fjármálaástæðum. Þannig getur listi yfir erlendar gjafir til embættismanna verið flokkaður sem utanríkismál eða einkamál. Blaðamaður þarf að kunna að beita þrýstingi til að ná gagnabönkum, sem ættu að vera opnir öllum fyrirvaralaust í gegnsæju lýðræðisríki. […]

Eigin gagnabankar

Rannsóknir Eigin gagnabankar Eigin gagnabankar koma að gagni. Þeir gera þig að því leyti óháðan öðrum aðilum. Sérstaklega er þetta mikilvægt utan Bandaríkjanna, þar sem gögn eru oft lokuð og læst, svo að blaðamenn verða að handfæra inn upplýsingar úr útprentunum. Hér á landi hafa embætti komið sér upp tekjupósti í útleigu á aðgangi að […]

Útreikningar

Rannsóknir Útreikningar Tölvuvinnsla er óaðskiljanlegur hluti frétta, ekki sérhæfð vinna, heldur hluti af meginstarfinu. Hafa ber nokkur atriði í huga: 1) Eru gagnabankar viðeigandi, mundu þeir hjálpa fréttinni, samhengi hennar eða hugmyndum? Hafa slíkir bankar verið notaðir við hliðstæð tækifæri? 2) Eru viðeigandi gagnabankar til á netinu? Er hægt að hlaða þeim niður í nothæfu […]

Ýmis tækni

Rannsóknir Ýmis tækni Val á vélbúnaði og hugbúnaði Matsatriði: 1) Hvers konar töflur og gagnabanka ætla ég að skoða? 2) Hvaða hugbúnað þarf ég? 3) Hvaða vélbúnað og vinnslurými þarf? 4) Hvað kann ég og hvað þarf ég að læra? Vafrar: Microsoft Explorer, Opera, Safari. Töflureiknar: Microsoft Excel, Quattro Pro, Lotus 123. Gagnagrunnar: Microsoft Access, […]

Óvinsældir

Rannsóknir Óvinsældir Marilyn Greenwald & Joseph Bernt The Big Chill 2000 Þetta er bók um stöðu rannsóknablaðamennsku eins og hún var í lok síðustu aldar. Hún tekur ekki tillit til breytinga, sem hafa komið með veraldarvefnum og er því svartsýnni en efni standa til. En hún felur í sér gagnleg umræðuefni fyrir rannsóknablaðamenn. Meginþema bókarinna […]

Saga og staða

Rannsóknir Saga og staða Rosemary Armao: Sagan: Rannsóknablaðamennska hefur aldrei einkennt bandaríska fjölmiðla, ekki einu sinni eftir Watergate. Flestar fréttir byggjast á opinberum heimildum, einkum á stjórnvöldum og pólitíkusum. Rannsóknir eru gamlar. Árið 1690 birti Publick Occurences frétt um pyndingar á frönskum hermönnum að undirlagi breska hersins. Slíkar fréttir fóru vaxandi á næstu öld. Bylting […]

Siðfræði

Rannsóknir Siðfræði Hvaðan kemur traust og vald blaðamennsku? Og hvernig tapast það? Nú er samdráttur í rannsóknablaðamennsku, fjölmiðlar eru knúnir áfram af meiri kröfu um arð en áður var og um leið hefur fyrirlitning og vantraust aukist meðal almennings. Vald blaðamanna til að rannsaka sukk, svindl og svínarí hefur minnkað. Þjóðin er ekki sátt við […]

Fjárhagsleg áhætta

Rannsóknir Fjárhagsleg áhætta Lisa Burr: Libel Insurance: Kennarar við blaðamanannaskóla eru farnir að ráðleggja nemendum sínum að kanna, hvort væntanlegir vinnuveitendur hafi lögmenn tagltæka á sínum snærum og hafi tekið sér góða tryggingu gegn kostnaði við meiðyrði. Wall Street Journal var dæmt árið 1998 til að greiða yfir 220 milljónir dollara fyrir frétt, sem fól […]

Rannsóknir-Heimildir

Rannsóknir Heimildir Textar á vefsvæði þessu eru tjaldvarpaðar skyggnur með fyrirlestrum mínum. Hinar raunverulegu kennslubækur eru skráðar hér að neðan. Kaupið þær og lesið. —– Carl Bernstein & Bob Woodward All the President’s Men, 1974 William C. Gaines Investigative Reporting for Print and Broadcast, 2. útgáfa 1998 Marilyn Greenwald & Joseph Bernt The Big Chill, […]