Blaðamennska

Fréttanef-Viðtöl

Blaðamennska Fréttanef-Viðtöl Sjö undirstöðureglur frétta: Hver gerði (sagði) hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo? Hefðbundin blaðamennska gerir ráð fyrir, að fréttir svari öllum þessum spurningum. Lalli Jóns braust inn í Búlluna við Mýrargötu upp úr miðnætti í nótt. Hann braut rúðu í eldhúsi og fór þar inn. Nágrannar urðu þessa varir og […]

Fréttin skrifuð

Blaðamennska Fréttin skrifuð Texti er hafður einfaldur til að verða spennandi. Fréttatexti á að vera stuttur, skýr og spennandi. Stuttur texti er skýr. Skýr texti er spennandi. Fréttastíll er bestur stuttaralegur. Þú þarft að vera góður í íslensku og skilja málfræði og setningafræði. Kunna að skipuleggja smáatriði inn í textann (staðreyndir á víð og dreif […]

Heimildir-Lesendur

Blaðamennska Heimildir-Lesendur-Skipulag Ómissandi er fastur hópur heimildamanna. Þeir vita um fréttir og vita, við hverja á að tala til að fá þær staðfestar. Sumir hafa meiri yfirsýn á slíkum sviðum en annað fólk og þeir eru sjálfkjörnir heimildamenn blaðamanna. Þrjár reglur um heimildir : Í fyrsta lagi þarf að finna upplýsingar og fá þær staðfestar. […]

Verklagsreglur

Blaðamennska Verklagsreglur Neðangreindur listi tíu siðareglna varð til úr margra ára vinnu bandarískra blaðamanna. Hugsar siðareglur upp á nýtt með tilliti til þarfar á auknu trausti. Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst: 1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann. 2. Hollusta hennar er við borgarana. 3. Eðli hennar er leit að […]

Myndir-Hönnun-Lestur

Blaðamennska Myndir-Hönnun-Lestur Mundu, að texti, sem skrifaður er í tölvu, er ekki meitlaður í stein. Þú getur litið á hann sem uppkast, sem þú getur breytt eða fleygt. Ekki gefast upp, þótt fyrstu fimm tilraunirnar misheppnist. Þú dettur fyrir rest niður á góða lausn. Myndir: 1. Atburðamyndir: Heppni skiptir miklu máli. Margir geta tekið fyrirvaralaust […]

Ljósvaki-Auglýsingar

Blaðamennska Ljósvaki-Auglýsingar Ljósvakaskrif: Næstum allt er skrifað niður. “Ad libbing” er sjaldgæft nú til dags. Endurritanir eru nauðsynlegar, líka endurritanir efnis annarra. Hæfni til að skrifa undir álagi og standast tímasetningar. Ljósvakamenn líta aðeins öðrum augum á mál en prentmiðlamenn. Lengd sögu í sjónvarpsfrétt er 2030 sekúndur, hámark 2 mínútur. Þess vegna eru þar oft […]

Fréttahaukar hafa orðið

Blaðamennska Fréttahaukar hafa orðið Jerry Schwartz: AP Reporting Handbook, 2002 Glósur úr safni greina eftir fræga starfsmenn Associated Press ásamt lýsingum höfundanna á vinnubrögðum sínum. Greinarnar sjálfar eru gott dæmi um rannsóknablaðamennsku og vel skrifaðar fréttir, sem hér mundu birtast í sunnudagsútgáfum. George Esper Gandhi við Esper: “Ég reikna með, þegar ég fer yfir móðuna […]

Siðaskrá Fréttablaðsins

Blaðamennska Siðaskrá Fréttablaðsins Í þessum fyrirlestri verður fjallað um þekktustu siðaskrá íslenska fjölmiðils, Fréttablaðsins. Í næsta fyrirlestri verður fjallað um siðareglur Blaðamannafélags Íslands og ýmsar innlendar og erlendar siðareglur. Siðaskrá Fréttablaðsins var samin annars vegar með hliðsjón af reynslu ritstjóra blaðsins og hins vegar með hliðsjón af þekktum siðaskrám erlendra fjölmiðla, einkum breska dagblaðsins Guardian. […]

Siðareglur-Karólínudómur

Blaðamennska Siðareglur Karólínudómur Siðareglur BÍ Siðareglur Blaðamannafélags Íslands eru á vef félagsins. Þessar reglur eru að grunni til orðnar 40 ára gamlar og eru í endurskoðun. Einkum vantar í þær meiri áherslu á skyldur blaðamanna við sannleikann. Reglurnar eru í sex liðum. Fyrsta grein fjallar um samstöðu manna. “Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, […]

Erlendar siðareglur

Blaðamennska Erlendar siðareglur Siðareglur erlendis: Þær eru hvarvetna á vesturlöndum þáttur í lífi blaðamanna. Almennt fela nýjar siðareglur erlendis um þessar mundir eftirtalin atriði: 1. Leitið sannleikans og skýrið frá honum (seek truth and report it). 2. Forðist að valda óþarfa sársauka (minimize harm). 3. Verið óháðir og forðist hagsmunaárekstra (act independently). 4. Verið ábyrgir […]

Sannleikur-staðfestingar

Blaðamennska Sannleikur og staðfestingar Bill Kovach og Tom Rosenstiel, The Elements of Journalism,2001 1. Skuldbinding blaðamennsku er fyrst og fremst við sannleikann, (nákvæmnina?). Framhald Notendur eiga að geta séð, þegar pressan hefur komist nálægt sannleikanum. Það er þegar heimildir pressunnar eru traustar og nafngreindar. Það er þegar rannsóknir pressunnar eru rækilegar og aðferðafræðin er gegnsæ. […]

Sjálfstæður vaktari

Blaðamennska Sjálfstæður vaktari Bill Kovach og Tom Rosenstiel, The Elements of Journalism,2001 4. Blaðamenn eru sjálfstæðir gagnvart þeim, sem fjallað er um. (Eru ekki almannatenglar) Hvernig rúmast skoðanir í blaðamennsku? Eru dálkahöfundar blaðamenn? Hver er þá munurinn á áróðursmanni eða stjórnmálamanni annars vegar og blaðamanni hins vegar? Hvað um óhlutdrægnina? Er til pláss fyrir blaðamennsku […]

Fyrir opnum tjöldum

Blaðamennska Fyrir opnum tjöldum Bill Kovach og Tom Rosenstiel, The Elements of Journalism,2001 7. Blaðamennska reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi. (Má vera skemmtileg) (Ekki þó Infotainment) Það að segja sögu og stunda blaðamennsku er engin andstæða, heldur tvær hliðar sama máls. Blaðamennska felur í sér að segja sanna sögu í þeim tilgangi […]

Sjónvarp á vettvangi

Blaðamennska Sjónvarp á vettvangi Allir málsaðilar hafa rétt á að í þá sé rétt vitnað, að sagt sé hlutlægt frá orðum þeirra og gerðum. Þú telur þig kannski vita, að þeir fari með rangt mál, en það er þeirra mál. Allir málsaðilar eiga skilið kurteisi af hálfu blaðamanns. Fólk í fréttunum, einkum stjórnmálamenn og embættismenn, […]

Sjónvarpsvinnsla

Blaðamennska Sjónvarpsvinnsla Framleiðendur, skrifendur, blaðamenn og fréttastjórar sitja á fréttastofunni, deila út verkefnum og hafa mikið um að segja, hvað fer í loftið. Þeir fjalla um fleiri mál en hinir, sem eru í útköllum, og eru áhrifameiri í bransanum. Þessir aðilar taka viðtöl á staðnum, velja skurð í myndvinnslu og eru þulir með myndskeiðum. Framleiðendur […]

Sjónvarpstexti

Blaðamennska Sjónvarpstexti Það jafnast ekkert á við góða sögu. Að vera blaðamaður er að vera sögumaður. Í ljósvakanum þarf að raða upp orðum á þann hátt, að auðvelt sé að hlusta. Um það snúast skrif fyrir útvarp og sjónvarp. Og útvarp og sjónvarp snúast um skrif. Skrif þín ákveða, í hvað röð staðreyndirnar eru settar […]

Sjónvarpsstíll I

Blaðamennska Sjónvarpsstíll I Blaðamaður á prentmiðli segir söguna eins og hún gerðist. Blaðamaður á ljósvakamiðli segir söguna eins og hún gerist eða er að gerast. Inngangurinn getur breyst í sífellu að frétt, sem er að gerast. Ljósvakafréttir hafa áhrif á sjálfan atburðinn. Friðsamleg mótmæli breytast í uppþot, þegar upptökuvélar sjást á staðnum. Blaðamenn verða að […]

Sjónvarpsstíll II

Blaðamennska Sjónvarpsstíll II Þú þarft að segja flókna hluti með einföldum orðum, málsgreinum og málsliðum. Framsetningin þarf að vera línulaga, af því að notandinn heyrir textann bara einu sinni. Hver staðreynd á að koma í rökréttu framhaldi af fyrri staðreynd. Richard Lederer: “Notaðu stutt, gömul orð, ef þú getur. Ef langt orð er nákvæmt, skaltu […]

Fréttaljósmyndir

Blaðamennska Fréttaljósmyndir Hlutverk mynda hefur breyst. Fleir myndir eru notaðar dramatískt. Meiri áhersla er lögð á myndir til að segja sögur og gefa innsýn. Þessi bók er ekki handbók um tækni, hún er bók um innihald. Hún er um myndrænar ákvarðanir blaðamannsins. Mikið er vitnað í ljósmyndara. Þeir segja frá, hvernig þeir “sjá” frétt. Við […]

Útlit ljósmynda

Blaðamennska Útlit ljósmynda Þrjú öfl ráða útliti ljósmynda þinna: 1) Teikning. 2) Stíll. 3) Skurður. Teikning: Hún er safn eininga í ljósmyndinni og barátta þessara eininga um athygli lesandans. Þegar augu hans skanna myndirnar á síðunni eða opnunni, fær teikningin hann til að fletta áfram eða stansa og virða fyrir sér myndina. Stíll : Ef […]

Tilfinningar ljósmynda

Blaðamennska Tilfinningar ljósmynda Í fréttaljósmyndun þarf forvitni. Tilfinninganæmi, hugsun og innsæi. Þegar þú kemur að vettvangi, spyrðu þig: Hvað er áhugavert við þetta? Ekki er hægt að kenna ljósmyndun á vettvangi, þú verður að læra hana með því að gera hana. Þú verður að hafa þolinmæði. Og þú verður að vera “street smart”, það er […]

Ljósmyndarar hafa orðið

Blaðamennska Ljósmyndarar hafa orðið Menn byrja á ýmsan hátt. Einn sem unglingur, sem foreldrar óku á vettvang. Annar átti foreldra, sem ráku dráttarbíla. Þriðji byrjaði með föður sínum. Fjórði á skólablaðinu og árbók skólans. Fimmti skoðaði blöðin. Sjötti fór í skóla. Mark Duncan keyrði olíubíl og tók myndir í frístundum: “Farðu í háskóla og taktu […]

Forsendur hönnunar

Blaðamennska Forsendur hönnunar Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001 Bókinni fylgir diskur með krossaprófum fyrir nemendur. Fæstir hönnuðir dagblaða eru sérmenntaðir. Dagblöð eru illa hönnuð. Þau munu deyja út eða breytast í nýja tegund miðlunar, samanber veraldarvefinn. Dagblöð hafa breyst mikið undanfarin ár. 1) Fullur litur er orðinn almennur. 2) Gröf hafa haldið innreið sína. […]

Hönnun og vefhönnun

Blaðamennska Hönnun og vefhönnun Framhöld eru umdeild. Sumir hata þau. Ekki er vitað, hvort lesendur nota þau. Þau eru ekki lengur til á Íslandi. Hönnuðir í Bandaríkjunum vilja halda í þau, af því að þau auðvelda þeim að hanna síðurnar, sem framhald er af. Stytta textann á fremri síðu. Auglýsingum er raðað upp neðan á […]

Blaðsíður hannaðar

Blaðamennska Blaðsíður hannaðar Hannaðar fréttir. Fjórar grundvallarsögur: 1) Saga úr texta eingöngu. 2) Saga með andliti. 3) Saga með einni ljósmynd. 4) Saga með fleiri ljósmyndum. Sögur eiga að vera ferhyrndar, hvort sem þær eru lóðréttar eða láréttar. Ljósmyndir og aðrar skreytingar eru meðtaldar í ferhyrningnum. Því lengri sem saga er, þeim mun meira ríður […]

Hönnunarreglur

Blaðamennska Hönnunarreglur Frægar vandræðamyndir: 1) “Grip & grin”. Mynd sýnir afhendingu verðlauna, skjala. Taktu heldur mynd af verðlaunahafanum að gera það, sem hann fékk verðlaun fyrir. 2) “Execution at dawn”. Mynd sýnir fórnardýr upp við vegg eins og þau bíði eftir að vera skotin. Taktu heldur mynd af einum verðlaunahafanum að gera það, sem hann […]

Ýmis hönnun

Blaðamennska Ýmis hönnun Tilvitnanir: 1) Vertu viss um að hafa góða tilvitnun áður en þú dregur hana út. 2) Ekki grýta tilvitnunum hér og þar í hönnunina til að drepa pláss. 3) Ekki neyða lesanda til að lesa kringum 2-3 dálka truflun. 4) Hafðu tilvitnanir eins hreinlegar og hægt er. Undirfyrirsagnir: Fyrirsagnir eiga að segja, […]

Endurhönnun I

Blaðamennska Endurhönnun I Þræðing, “wraparound”: Þræða má megintexta kringum tilvitn-anir, ljósmyndir, kennimörk: 1) Setja grafík í miðjan texta án þess að trufla hann. 2) Skrautið er í betra samhengi við orðin. 3) Þú getur ráðið stærð grafíkur, ert ekki háður dálkabreidd. Leiðbeiningar um þræðingu: 1) Ekki ofkeyra hana. 2) Festu megintextann fyrst niður. 3) Hafðu […]

Endurhönnun II

Blaðamennska Endurhönnun II 4) Fastir hausar: Ein stunga fyrir alla fasta hausa í blaðinu. Rasti, lógó? 5) Megintexti: Þægilegur í lestri. Besta stærð? Inngangur? 6) Sértexti: Steinskrift í stuttum sértexta? Stunga með mörgum afbrigðum? 1) Síðugrind: Ný dálkabreidd? Á öllum síðum? 2) Síðuhausar: Hvar? Grafíkin? 3) Samandrættir: Grundvallaratriði í öllu blaðinu? Teikningar með? 4) Sérþættir: […]

Blaðamennska heimildir

Blaðamennska Heimildir Textar á vefsvæði þessu eru tjaldvarpaðar skyggnur með fyrirlestrum mínum. Hinar raunverulegu kennslubækur eru skráðar hér að neðan. Kaupið þær og lesið. —– Forsætisráðuneytið Upplýsingalögin, 1996 Tim Harrower Newspaper Designer’s Handbook, 5. útgáfa 2001 Brian Horton AP Guide to Photojournalism, 2. útgáfa 2001 Brad Kalbfeld Assoicated Press Broadcast News Handbook, 2001 Bill Kovach […]