Forsaga

Upphaf ritunar

Forsaga Upphaf ritunar Menningarsamfélag þarf ekki endilega ritun. Við notum enn í dag sumt af því, sem notað var fyrir ritun. Við notum enn myndrænar og orðlausar vegamerkingar og leiðbeiningar, óháð skrift. Eins og Egyptar. 3100 f.Kr: Myndskrift (Írak) 1.500 tákn. Leirtöflur. 2900 f.Kr: Táknskrift (Írak) 600 tákn. 2700 f.Kr: Papírus (Egyptaland). 2200 f.Kr: Hljóðskrift […]

Talmál

Forsaga Talmál Í samfélagi án ritunar er ekki hægt að fletta upp á neinu. Hljóð heyrist um leið og það gerist. Það hættir svo, það er hverfult. Það er ekki hægt að stöðva hljóð og halda því eins og hægt er að stöðva kvikmynd og halda mynd. Hljóð er eina hverfula skynjunin. Í ritunarlausu talmáli […]

Ritmál

Forsaga Ritmál Í ritunarlausu talmáli hafa orðin æðri merkingu. Heiti hafa vald. Ritunarlaust fólk lítur ekki á orð sem merkimiða, af því að það sér ekki orðin. Það er aðeins ritun, sem gerir okkur kleift að finna fyrir orðum eins þau séu merkimiðar. Á miðöldum var engin saga, bara stakir bardagar og ástarævintýri. Það var […]

Prentmál

Forsaga Prentmál Prentbyltingin smitaði út frá sér í tækni og hugmyndum. Þekking varð víðtækari og svigrúm skapaðist fyrir nýjar hugmyndir. Prentbyltingin fól í sér prentun lausra stafa úr alfabeti og arabískra talna á pappír á móðurmáli hvers staðar. Prentun fjöldaframleiddi þekkingu. Hún leiddi til nýrrar stéttar menningarvita. Menn fóru að geta lesið hratt í hljóði, […]

Fréttablöð

Forsaga Fréttablöð Marshall McLuhan taldi, að lestur breyti hugsun, hafi framkallað leturmann, sem hugsi línulega, frá orsök til afleiðingar, það er vísindalega. Áður var lífið hringlaga eins og árið. Þjóðrækni fór vaxandi. En nú þarf fólk ekki að lesa. Fréttablöð eru sérstök tegund fréttabréfa, gefin út reglulega, að minnsta kosti einu sinni í viku; með […]

Fréttaþróun

Forsaga Fréttaþróun Núlifandi vesturlandabúar búa við aðstæður, sem forfeður okkar þekktu ekki. Við treystum því, að við getum kynnst heiminum á vegum fréttamiðlanna, ef við kærum okkur um. Menn telja, að fjölmiðlar séu ekki mjög fjarri réttum lýsingum á heiminum. Árið 1702 reiknuðu Bandaríkjamenn með, að fréttir frá Evrópu væru mánuði á leið yfir Atlantshafið. […]

Tækniþróun

Forsaga Tækniþróun Þegar rafmagn var komið til sögunnar, var hægt að senda skilaboð hraðar en sendiboða. Í stað flutnings kom sending. Hvar sem járnbrautir voru lagðar, kom ritsími í kjölfarið. Fljótlega komu þar að auki neðansjávarkaplar fyrir ritsíma. Með ritsímanum komu tvær sérhæfingar í fréttaflutning, annars vegar upplýsingadagblöð og hins vegar skemmtunardagblöð. Báðar byggðust á […]

Eftirstríðsárin

Forsaga Eftirstríðsárin 1787 segir í 1. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar: “Þingið má ekki setja nein lög um að koma á fót trú eða banna hana, takmarka málfrelsi eða prentfrelsi eða frelsi fólks til að hittast og til að senda stjórnvöldum bænarskjöl.” Eftir 1848 var almennt farið að taka slík ákvæði upp í stjórnarskrám vestrænna ríkja í […]

Aldamót og Ísland

Forsaga Aldamót og Ísland Allt er stafrænt núna, tölur, orð, myndir, hljóð, síðan bragð, lykt og ef til vill tilfinningar, allt þetta verður skráð stafrænt, geymt og kallað upp eftir þörfum í stafrænu ástandi. Það er stýringarbylting. Frumgerð tölvunnar var spunavél Jacquard árið 1800, hún notaði gataspjöld til að vefa mynstur. Miðlunarvélar og tölvur eru […]

Samfélagið 2000

Forsaga Samfélagið 2000 Áður voru fjölmiðlar analog, notuðu samfelldar bylgjur, þar sem hver punktur rann inn í annan, svo sem í hljóði eða birtu. Nú eru fjölmiðlar digital, stafrænir, hoppa milli 0 og 1, eru ekki samfelldir. Analog uppsprettu er breytt í digital flæði eða miðlun og síðan breytt til baka í analog viðtöku. Tölvan […]

Prent 2000

Forsagan Prent 2000 Ekki er til það áhugamál, að ekki sé gefið út um það tímarit. Hér á landi hafa lengi verið gefin út tvö mánaðarrit um hesta. Á tímabili voru gefin út tvö tímarit hér á landi um skák. Gefið er út í Ameríku sérstakt tímarit um Oprah Winfrey. Almennum tímaritum hefur hnignað og […]

Útvarp og bíó 2000

Forsaga Útvarp og bíó 2000 Fyrir daga plötuspilarans var eingöngu lifandi tónlist. Prentaðar nótur voru keyptar á heimilum. Plötuspilarinn jók tækifæri til að hlusta á tónlist og fjölgaði áhugafólki um tónlist. Þjóðlög hvers lands voru sett á hljómplötur. Útvarpstónlist stækkaði enn hring tónlistar og bauð upp á fjöldahlustun. Þjóðlög urðu eign almennings og erlend tónlist […]

Sjónvarp 2000

Forsaga Sjónvarp 2000 Margir komu að uppfinningu sjónvarps. Tilraunir með sjónvarpssendingar hófust í Bretlandi og Bandaríkjunum 1925. Dagskrá var hafin í Bretlandi 1936 hjá BBC og í Bandaríkjunum 1936. Frekari útþensla sjónvarps stöðvaðist síðan fram yfir stríð. Stóru útvarpskeðjurnar í Bandaríkjunum, CBS, NBC og ABC, fluttu fólk sitt og stjörnur, viðskiptavini og auglýsendur yfir í […]

Internet 2000

Forsaga Internet Vísir var kominn að tölvum nútímans í spunavélum fyrir tveimur öldum. Fyrir einni öld var morsestafróf ritsímans annað skref í átt til tölva. Fyrsta tölvan var svo smíðuð 1939 í tengslum við hernaðarþarfir heimsstyrjaldarinnar síðari. Univac var fyrsta borgaralega tölvan 1951. Altair var fyrsta einkatölvan. Apple var fyrsta einkatölvan, sem líktist tölvum nútímans, […]

PR og auglýsingar

Forsaga PR og auglýsingar Almannatengsl eru eins gömul og mannkynssagan. Leiðtogar fornra stórvelda, Súmeríu, Babýlons og Persíu, svo og uppreisnarmenn og flytjendur útbreiddra trúarbragða voru meðal hinna fyrstu, sem notuðu tækni almannatengsla. Júlíus Sesar undirbjó valdarán í Róm með því að semja sögu Gallastríða sinna og láta lesa hana upp á torgum. Orðið propaganda varð […]

Innviðir 2000

Forsaga Innviðir 2000 Draumatækni unga fólksins er ekki internetið eða veraldarvefurinn. Það er ekki DVD-spilarinn eða iPod heldur. Það er farsíminn, sem hefur fangað huga unga fólksins meira en nokkuð annað tæki nútímans. Ritsími hófst 1844, sími 1876, kapall 1948, gervihnettir 1962. Þráðlaus farsími er nú kominn í hendur nærri allra Evrópubúa og er farinn […]

Siðir og reglur 2000

Forsaga Siðir og reglur 2000 Árið 1733 staðfesti Hæstiréttur Bandaríkjanna að ekki væri um meiðyrði að ræða, ef ákærandi gæti ekki sannað, að farið væri með rangt mál. 1789 var stjórnarskrá Bandaríkjanna staðfest með slíkri viðbót. Í Bretlandi hvílir sönnunarbyrðin á fjölmiðlinum. Fyrsta viðbót bandarísku stjórnarskrárinnar segir: “Þingið á ekki að setja nein lög um […]

Forsagan-Heimildir

Forsagan Heimildir Textar á vefsvæði þessu eru tjaldvarpaðar skyggnur með fyrirlestrum mínum. Hinar raunverulegu kennslubækur eru skráðar hér að neðan. Kaupið þær og lesið. —– David Crowley & Paul Heyer, Communication in History, 2003 Guðjón Friðriksson Nýjustu fréttir, 2000 Mitchell Stephens A History of News, 1988 Joseph Straubhaar & Robert LaRose Media Now, 2006