0444 Smekkvísi I

0444

Fréttamennska
Smekkvísi I

Fréttamenn sjónvarps elta uppi fólk, sem ekki næst í vinnunni. Þeir bíða stundum og dögum saman við útidyr þeirra. Þetta var mikið notað í Watergate-málinu og komst í tísku eftir það. “Stakeout” er þetta kallað.

Ekki má láta opnberar persónur komast upp með að koma sér undan því að svara spurningum fjölmiðla. En framkvæmd málsins er komin út í öfgar hjá sjónvarpsstöðvum og hefur skaðað ímynd þeirra hjá almenningi.

Nú er almennt talið, að stjórnvöld ljúgi, ef þau mögulega geta. Umgengni fjölmiðla við valdamenn er því orðin harðskeytt. Svo er komið, að forsetar landsins líta á fréttamenn sem höfuðandstæðinga sína, sífellt með hnífa á lofti.

Leiknir atburðir eru stundum notaðir í sjónvarpi. Sumir yfirmenn hafna þeim alveg, en aðrir eru sáttir við þá, ef skýrt komi fram í mynd: “Þetta er leikið atriði.” Aðalatriðið er, að þetta valdi ekki ruglingi áhorfenda.

Tilbúnar uppákomur hafa verið notaðar í sjónvarpi. Mótmælendur eru dregnir úr kaffipássu og fengnir til að mótmæla fyrir framan myndavélarnar, áður en þeir fara aftur í kaffi. Allar tilbúnar uppákomur eru ósiðlegar. Dæmi:

1) Fréttamaður missir af fréttafundi og biður fundarboðanda að endurtaka helstu hljóðbitana í myndavél. Myndin er birt eins og hún væri frá fundinum.
2) Fréttamaður finnur ekki börn á leikvelli, fer og finnur börn til að leika þar.

3) Fréttamann vantar mynd af fíkniefnaneyslu í heimavist og lætur nemendur leika hana.
4) Fréttamaður fær lögreglu á bíl til að aka fram og aftur fyrir framan myndavélarnar með sírenur á fullu.

Dateline vildi sýna fram á, að pallbíll frá General Motors væri hættulegur og sýndi það með myndefni, þar sem sjónvarpsstöðin hafði komið fyrir eldflaugum til að kveikja í bílnum. Þetta varð til þess, að fjöldi manns varð að hætta.

Hins vegar er saklaust að biðja starfsmann á skrifstofu að standa fyrir framan skjalaskápa, meðan mynd sé tekin af honum. Vissar tegundir af tilbúnum uppákomum eru leyfilegar, ef þær eru meinlausar með öllu.

Til eru söfn af hljóðum. Á fréttamaður að nota slíkt safn til að gefa fréttum sínum meiri dýpt? Það mundi þykja ósiðlegt. Sama er að segja um önnur bakgrunnshljóð, sem myndatökumaðurinn missti af á vettvangi.

Í öllu þessu verðið þið að muna, að munurinn á fréttum og skemmtun á borð við skáldsögur er sá, að fréttirnar eru sannar, en skáldsögurnar skáldaðar. Fréttamenn geta ekki stigið yfir markalínuna yfir til skáldsögunnar.

Vegna fátæktar eða hirðuleysis sýna sjónvarpsstöðvar oft gamlar myndir úr safni án þess að geta þess, að þær eru gamlar og úreltar. Aðrar stöðvar setja ofan í myndirnar textann: “Mynd úr safni”. Stundum eru sýndar myndir úr röngu stríði.

Hljóðbönd og myndbönd eru yfirleitt ekki talin gild sem málsgögn, af því að svo auðvelt er að falsa þau. Á ljósvakastöðvum má lítið snyrta þetta til og alls ekki skekkja það, sem upphaflega var sagt, nema málið skýrist í lýsingu akkeris.

Yfirfærslur í sjónvarpi:1) Skurður, “cutaway”. Myndin fer af viðtalsefni yfir á aðra viðstadda og farið svo inn á viðtalsefnið aftur á öðrum stað í viðtalinu. Áhorfendur vita ekki, að það vantar í viðtalið.

2) Öfugt skot, “reverse shot”. Eftir viðtalið þykist fréttamaðurinn ver að hlusta meðan tekin er af honum mynd. Verst er, þegar hann byrjar að brosa og kinka kolli. Þetta efni er svo sett inn í viðtalið.

3) Öfug spurning, “reverse question”. Fréttamaðurinn leikur spurningarnar og þær eru ekki hinar sömu og upprunalegu spurningarnar. Flestar stöðvar hafa hætt þessari aðferð.

Ýkjur myndavélarinnar eru algengar í sjónvarpi. Í mörgun tilvikum eru mótmæli háværari, þegar myndavélin er í notkun, en þau voru á undan og verða á eftir. Oft er líka skotið þröngt til að láta líta út fyrir fleira fólk.

Akkeri eða fréttaþulir hafa alltaf haft geislabaug. En í auknum mæli er farið að hrósa þeim eða kenna þeim um allt, sem gert er eða aflaga fer. Bill Small segir: “Það er ósiðlegt að gefa í skyn, að þú hafir safnað fréttunum, sem þú lest upp.”

Rob Sunde: “Þegar við sjáum fréttamenn á vettvangi reiknum við með, að þeir segi söguna, segi hvað þeir sáu, heyrðu, fundu og lyktuðu. Það er fréttamennska. Ef annar þykist hafa gert það, þá er það ósiðlegt.

Fjölmiðlarnir eru í smásjá fólks. Traust almennings á fjölmiðlum hefur minnkað. Blaðamenn eru oft taldir vera ruddalegir og tilfinningasljóir, sumpart vegna þess að þeir eru boðberar óhjákvæmilega válegra tíðinda.

Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006