0439 Sveitarstjórnir

0439

Fréttamennska
Sveitarfélög

1) Fjárhagsáætlanir, útsvar, fasteignagjöld.
2) Stjórnmál.
3) Skipulag og hverfi.
4) Menntun

Fólk hefur meiri áhuga á staðbundnum fréttum en öðrum. Það vill vita um ákvarðanir borgarstjórnar um bílastæði í miðbænum. Dagblöð láta oft besta fólk sitt skrifa um borgina, sérstaklega um það, sem gerist í ráðhúsinu.

Ráðhúsblaðamaðurinn fjallar um heilbrigðisvottorð veitingahúsa, sorphirðu, laun leikskólafólks, uppsagnir kennara, grenndarkynningar. Hann þarf að vita, hvernig borgarkerfið virkar, hvernig mál ganga, um samskipti borgarstjóra við borgarráð.

Minnislisti:
1) Breytingar á götum, húsum, brúm.
2) Útgáfa skuldabréfa.
3) Útgáfa reglugerða.
4) Heilbrigðismál og umferð.

5) Skipulagskærur.
6) Ráðning og brottrekstur starfsfólks.
7) Kaup og sala á landi.
8) Veiting sérleyfa.
9) Ferli fjárhagsáætlana og reikninga.

Borgin er venjulega meiri háttar kaupandi að vöru og þjónustu og er víða einn stærsti vinnuveitandi staðarins. Ákvarðanir hennar geta breytt hag fyrirtækja, sem til dæmis fá verkefni hjá borginni án útboðs.

Sums staðar er borgarstjórinn sterkasta aflið og annars staðar er það borgarráð. Völd embættismanna eru misjöfn, sums staðar ráða þeir ferðinni að mestu leyti, annars staðar kjörnir fulltrúar, sem skipa stjórnir og ráð stofnana.

Aðilar að valdabaráttu í borgum:
1) Pólitískir leiðtogar.
2) Kosnir og ráðnir leiðtogar.
3) Þrýstihópar. Berjast um áhrif á sínu sviði.

4) Skipulagðir hópar starfsmanna.
5) Önnur stjórnvöld í landinu. Ríkið og Vegagerðin.
6) Fjölmiðlar. Fylgjast með, grafa upp hneyksli.

Blaðamaður sýnir fólki, að það hafi val um svör. Viltu öflugri löggæslu? Viltu vera með í að borga fyrir það? Viltu fækka í bekkjardeildum? Hvar á að finna peningana? Hærra útsvar, minni launahækkanir? Niðurskurður í stjórnsýslu?

Efnahagur í borginni:
1) Atvinna og atvinnuleysi.
2) Íbúðabyggingar og -sölur.
3) Sími og þjónusta.
4) Viðskipti í bílasölu.
5) Nýting hótela.
6) Útsvarstekjur.

Frambjóðendur til sveitarstjórna bjóða misjafnar lausnir, misjöfn svör við spurningum kjósenda. Blaðamaðurinn segir frá þessum kostum í stöðunni, svo að kjósendur sjái mun á frambjóðendum.

Sveitarstjórnir hafa á sér illt orð og margir blaðamenn hafa grunsemdir í garð þeirra. Stjórnsýsla er ekki lausn allra vandamála, en hún er heldur ekki alltaf vandamálið sjálft. Blaðamenn þurfa að greina kjarnann frá hisminu.

Fjárhagsáætlunin:
1) Rekstraráætlanir eru gerðar hjá hverri borgarstofnun fyrir sig.
2) Fundir eru haldnir milli stofnana og hagdeildar um þessar áætlanir.

3) Heildaráætlun í fjárhagsnefnd og borgarráð með skýringum.
4) Borgarráð samþykkir fjárhagsáætlun til bráðabirgða.
5) Almennir fundir eru haldnir um fjárhagsáætlun.
6) Borgarráð samþykkir fjárhagsáætlun endanlega.

Minnislisti um fjárhagsáætlanir:
1) Upphæðir á hverjum pósti.
2) Nýir eða auknir skattar, hærri þjónustugjöld.
3) Niðurskurður á sköttum, þjónustugjöldum.

4) Samanburður við fyrra og fyrri ár.
5) Útskýringar með hækkunum, niðurskurði.
6) Er staða undir eða yfir áætlun?
7) Þáttur stjórnmála, þrýstihópa í breytingum.

8) Afleiðingar fyrir stofnanir, niðurskurður.
9) Samanburður við önnur sveitarfélög.
10. Dæmi um notkun fjármagns.

Heimildir:
1) Borgarstjórn, borgarstjóri, borgarráð, nefndarformenn, nefndarmenn.
2) Embættismenn, starfsmenn.
3) Þrýstihópar hagsmuna- og hugsjónaaðila, óháðra aðila.

Mestur hluti af útgjöldum sveitarfélaga er bundinn. Í Bandaríkjunum er talað um, að til ráðstöfunar séu 10% af tekjunum. Baráttan um fjármagn sveitarfélaga felur oft í sér góðar sögur fyrir fjölmiðla. Sumar þeirra þarf að grafa upp.

Í Bandaríkjunum fá blaðamenn að fara á skrifstofur og fletta skjölum sjálfir. Slík könnun gerði Chicago Daily News kleift að koma upp um margmilljóna svindl og spillingu fjármálastjóra borgarinnar. Hér eru margar upplýsingar á netinu.

Í Bandaríkjunum felur skipulag og úthlutun lóða mikil færi á spillingu. Hver á landið, hver fær lóðirnar, hvert er nýtingarhlutfallið á landinu, hvaða tegund byggðar er fyrirhuguð, íbúðir, iðnaður, háhýsi, útivistarsvæði.

Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006