0421 Bakgrunnur

0421

Fréttamennska
Bakgrunnur

Blaðamenn byggja tvenns konar bakgrunn þekkingar:
1) Almennur. Það er þekkingin, sem hann öðlast í starfi, byggð á miklum lestri og mikilli reynslu.

2) Sértækur. Sértækar upplýsingar hjálpa blaðamanni, til dæmis að vita um dóma einstakra dómara, þar sem annar dæmir í fangavist en hinn dæmir skilorðsbundið; eða til að vita um, að valdamaður hefur áhuga á hærra verði á þjónustu.

Þess er vænst, að blaðamaður viti allt. Við vitum samt, að fagmenn eru mistækir. Þegar þú skrifar, segir þú allt, sem þú veist. Og til að vita allt, þarftu að hafa áhuga á óvenjulega víðu sviði þekkingar.

David Cay Johnston hjá New York Times sagði: “Fyrsta sem ég sá, var að flestir blaðamenn í skattamálum eins og í öðrum málum, unnu eins konar “… sagði hann” eða da-da-da blaðamennsku. Þeir vitnuðu rétt í fólk, en vissu lítið um málin.

Mark Twain segir um blaðamenn: “Ég segi þér, að ég hef unnið á ritstjórn í 14 ár og það var í fyrsta skipti, sem ég heyrði um, að menn þyrftu ekki að vita neitt til að ritstýra blaði.

Gulrótin þín! Hver skrifar leikhúsrýni fyrir lélegt blað? Hópur skósmiða og lærlinga í lyfsölu, sem vita eins mikið um góða leiklist og ég veit um góðan landbúnað og ekkert umfram það. Það er fólk, sem aldrei hefur skrifað leikrit.

Hverjir skrifa þunga leiðara um fjármál? Aðilar sem hafa haft mikil tækifæri til að vita ekkert um þau. … Hverjir skrifa um bindindismál? Menn, sem munu aldrei draga andann ódrukknir, fyrr en kannski í gröfinni.”

H.L. Mencken fjallar um blaðamenn: “Flestir þeirra, í öllum borgum landsins, eru fífl og sumir þeirra rónar líka. Þekkingin í haus þeirra er siðmenningarlega gagnslaus. Það er ekki þekking fagmanns, heldur lögreglumanns eða póstmanns.

Hún er full af smámunum og merkingarleysu. Ef ég ætti að rekja það allt, mundu jafnvel rakarinn og barþjónninn biðjast vægðar. Það vantar allt, sem er þess virði að vita það, allt sem lýtur að almennri þekkingu menntaðra manna.

Til eru ritstjórar tugum saman, sem hafa aldrei heyrt um Kant og hafa aldrei lesið stjórnarskrána, fréttastjórar, sem vita ekki, hvað er sinfónía eða streptókokkur eða prentréttur, blaðamenn, sem kæmust ekki í Harvard eða Yale.

George Bernard Shaw skrifaði bréf til blaðamanns: “Kæri herra, atvinna þín hefur að venju eyðilagt heilabúið.” En hann sagði líka: “Ekkert nema blaðamennska mun lifa af sem bókmenntir. Látum aðra um bókmenntir. Fyrir mig: Blaðamennska.”

Á að vænta þess, að blaðamaður þekki leikrit Shakespeare, sögu eigin lands, heim lista, hvernig eigi að reikna prósentu eða hlutfall eða finna hágildið í runu af tölum? Mun það fæla nýliða í burtu, ef svarið hlýtur að vera játandi.

Almenn þekking er nauðsynlegur bakgrunnur blaðamanns. Stöðugt þarf að bæta við þessa þekkingu. Blaðamenn þurfa að hafa alls konar atriði á hraðbergi. Þeir eiga að vita um tíu hæstu plöturnar og hvort það er ríki eða bær, sem rekur skólana.

Þrjár skilgreiningar á bakgrunni:
1) Þekkingarsafn blaðamannsins, sem verður til á löngum tíma.
2) Efni, sem sett er í söguna og skýrir þar atburðinn.
3) Efni, sem heimild vill ekki láta bera sig fyrir.

Frank Magid sagði: “Margir, sem kalla sig blaðamenn og starfa við staðbundið sjónvarp, hafa alls enga hugmynd um sagnfræði, landafræði, stjórnmálafræði, hagfræði og önnur atriði, sem hver upplýstur maður á að vita eitthvað um.”

Þekking fólks var könnuð:
1) Færri en 20% vissu um Joyce, Dostojevski, Ibsen.
2) 36% vissu, að Chaucer skrifaði Canterbury Tales.
3) 37% vissu um samhengi Jobs og þolinmæði í þjáningu.

4) Færri en 25% vissu, að Lincoln var forseti á bilinu 1860-1880.
5) 33% gátu tímasett borgarastríðið á tímabilinu 1850-1900.
6) 57% gátu tímasett síðara heimsstríðið á bilinu 1900-1950.
7) 30% vissu, hvað er Magna Carta.

Í bakgrunni blaðamannsins sjálfs er víðtækt safn þekkingar, sem hefur fengist með lestri, margs konar reynslu og símenntun. Á þessum kletti rísa fréttir. En blaðamaður þarf líka sértæka þekkingu á sérsviði sínu innan blaðamennskunnar.

Öll þessi þekking hjálpar blaðamanni, sem fer að skoða verksmiðjubruna. Hann tekur eftir, að hún er í íbúðahverfi. Þess vegna fer hann og kannar, hvort gert sé ráð fyrir verksmiðju í skipulagi hverfisins.

Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006