0415 Gögn og tækni

0415

Fréttamennska
Gögn og tækni

Blaðamenn nota margs konar tæki, svo sem tölvu, hljóðsnældutæki og síma. Þeir nota þessi tæki og einkum internetið til að finna fólk, opinber gögn, áreiðanlegar upplýsingar og annað gagnlegt.

Blaðamaðurinn:
1) Kann að nota gagnabanka og stafræn gögn.
2) Þekkir lög um aðgang að upplýsingum.

3) Notar tölvu til að safna upplýsingum og kanna þær, til að skrifa þær og koma þeim til ritstjórans.
4) Getur metið trúverðugleika upplýsinga á netinu og víðar.
5) Skilur stærðfræði og tölfræði og getur metið gildi skoðanakannana.

Stærðfræði er það, sem þarf. Jack Marsh, Argus Leader: “Færið mér blaðamann, sem kann prósentur.” Skoðanakönnun Columbia sýnir eina mikilvæga samræmið milli einkunna og árangurs í blaðamennsku vera í stærðfræði. Stærðfræði er “sine qua non”.

Mikilvægi bloggsins: Þegar 60 Minutes sýndi haustið 2004 gögn um, að Bush forseti hefði komið sér undan herþjónustu, voru bloggarar á fáum mínútum búnir að sjá, að skjölin voru fölsuð, gátu ekki verið úr ritvél frá árinu 1970. En varið ykkur á blogginu.

Hugbúnaður blaðamanna:
1) Heimildir á vefnum.
2) Töflureiknar, t.d. Excel.
3) Gagnagrunnar, t.d. Access, FileMaker.
Þurfa að læra “Boolean logic”, sem byggist á þremur leitarskilyrðum: 1) Og. 2) Eða. 3) Ekki.

CAR-tækni (computer-assisted-reporting) hefur aukist jafnt og þétt meðal fréttamanna. Hana má nota við flestar fréttir til að auka dýpt þeirra. Oft koma þar upp nýjar fréttir. Menn þurfa að þjálfa sig til að nota þessa tækni á auðveldan og eðlilegan hátt.

Enginn gat sagt Charlotte Observer, hversu margir hafa dáið á kappakstursbrautum. Blaðið varð að finna svarið með því að nota hátækni og hefðbundnar rannsóknir. Það fann, að 260 manns, þar af 29 áhorfendur, höfðu látið lífið á einum áratug.

Eftir að hafa lokið þessu öllu, talaði blaðið við meira en 400 manns. Útkoman var greinaflokkur, sem vakti mikla athygli og leiddi til miklu strangari reglna um öryggi á kappakstursbrautum og við þær.

Samkvæmt John Pavlik hjá Rutgers University þarf nútíma blaðamaður 13 tæki:
1) Margra (tíu) megapixlna myndavél og vídeóvél fyrir hágæða ljósmyndir og vídeó.
2) Fartölva

3) Lófatölva, svo sem Palm með samdraganlegu lyklaborði með dagatali og nafnaskrá, sem skipuleggur vinnuna.
4) Segulbandstæki.
5) Gemsi, ekki bara fyrir símtöl, heldur einnig til að tengjast netinu og vafra á því (GPRS).

6) Fartölvupósttæki, svo sem Blackberry til að halda sambandi.
7) GPS-staðsetningartæki til að finna staði.
8) Þráðlaust internettæki fyrir tölvupóst.
9) Ferðadiskur með margra gígabæta minni.

10) Hugbúnaður á fartölvunni til ritstjórnar á vídeói, ljósmyndum, gröfum, textavinnsla og töflureiknir, tölvupóstforrit og vafrari.
11) Instant Messenger og Voice over IP fyrir ókeypis samskipti með texta, rödd og myndir á netinu.

12) Faxtæki og harður diskur, sem gerir honum kleift að vera eins konar fréttastofa.
13) Gervihnattasími (Iridium), nógu lítill til að komast í handfarangur, gerir kleift að ná sambandi við “uplink” gegnum gervihnött.

Í stríðsfréttum frá Afganistan voru mörg slík tæki notuð. Stakur blaðamaður gat gegnt öllum hlutverkum sjónvarpsgengis í senn og sent frá sér lifandi útsendingu frá afskekktum stöðum í landinu til höfuðstöðva fréttaflutnings í heiminum.

Sérhver blaðamaður þarf ýmis uppflettirit, svo sem stílbók fjölmiðilsins, orðabók, alfræðiorðabók og símaskrár. Í tölvusímaskrám má fletta upp á númerum við heila götu í senn og ná þannig í vitni um atburði í þeirri sömu götu.

Mikið af uppflettiritum er komið á geisladiska og á veraldarvefinn. Marquis Who’s Who hefur meira en milljón ættfræðiágrip á vefnum. Fréttastofur eru áskrifendur að gagnabönkunum Encyclopedia Britannica, Lexis-Nexis og Factiva.

Philip Meyer: “Blaðamaður þarf að vera gagnagrunnstjóri, gagnavinnslustjóri og gagnakönnuður, allt í senn.” Í auknum mæli nota heimildamenn blaðamanna tölvur við vinnu sína. Sá, sem ekki kann tölvuvinnslu, er úreltur blaðamaður.

98% blaðamanna skoða tölvupóstinn a.m.k. daglega. Nota netið til samskipta, til að leita að hugmyndum, koma sér upp nýjum heimildum og leita að tilkynningum, sem gætu leitt til frétta. Að meðaltali þrír tímar á dag í að senda póst og svara.

Ef þú færð gagnabanka frá hinu opinbera, þarf að fylgja honum tækniúttekt, sem m.a. segir, hvað dálkarnir heita, í réttri röð, hvert formatið sé, hver stærðin sé í megabætum, hversu margar skráningarnar eru, hver sé miðillinn (CD-ROM).

Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006