0405 Þrautseigja

0405

Fréttamennska
Þrautseigja

David Kranz fór til Sioux Falls eftir Spencer-fellibylinn. Bærinn hafði verið girtur af. Hann notaði gemsann, hringdi í alla, sem hann þekkti, einnig í lögreglu og björgunarstjóra. Hann fékk númer björgunarstjórans og lögreglustjórans.

Tíu mínútur voru til lokunar blaðsins. Kranz spurði lögreglustjórann, hvort hann vissi um ríkisstjórann. Sá stóð þá við hlið lögreglustjórans, sem rétti honum símann. Kranz kom í tæka tíð í Argus Leader viðtali við ríkisstjórann.

Sagan af foreldrunum, sem höfðu safnað fyrir húsi, tólf ára syninum, sem sló lóðir til að hjálpa við fjárhaginn, og var að hella bensíni á vélina, þegar kviknaði í húsinu og það brann. Dæmigerð saga um venjulegt fólk í Bandaríkjunum.

Sagan af því, er Jere Downs var að tala við verktaka, sem sagði honum, að borgin hefði sett 300 milljónir króna í stóra holu, sem myndaðist í vegi. Holan reyndist vera hellir og samtals var hellt í hann steypu fyrir 600 milljónir króna.

Cailin Brown hætti að tala við félagsráðgjafa og félagsmálastjóra og fór að tala við gamla fólkið sjálft, sem sagði sögur af einsemd sinni og örvæntingu. Mikið af þessu fólki hafði misst samband við ættingja sína. Þetta urðu forsíðufréttir.

Ted Koppel notaði heilan þátt af Nightline til að lesa upp nöfn Bandaríkjamanna, sem höfðu dáið í Írak. Allt varð brjálað út af þættinum. Markmiðið var að sýna fram á þátt stríðsins, sem ríkisstjórnin hafði reynt að halda frá almenningi.

Cammy Wilson fylgist heilan dag með konu í hjólastól til að lýsa erfiðleikum hennar. Í dagslok sagði konan, að kerfið tæki 40-50 dollara fyrir að koma sér til læknis. Wilson komst að raun um, að starfsmenn kerfisins voru að mjólka fatlaða.

Wilson var að leita að húsi og sá, að allt innbúið var til sölu. Hún komst að raun um, að kerfið var að selja ofan af gamalli konu. Það tók hús með valdi af elliheimilafólki, og seldi þau gæludýrum sínum fyrir helminginn af markaðsverði.

Rödd í símsvaranum gaf upp síma og sagðist hafa frétt. Heidi Evans fylgdi því eftir og komst að raun um, að kerfið skilaði ekki niðurstöðu sýna vegna legkrabba fyrr en eftir tæpt ár. Evans talaði við konu sem fékk krabbamein í millitíðinni.

Loretta Tofani sá kæru um nauðgun í fangelsinu í Prince George’s County, komst að raun um, að föngum var kerfisbundið raðnauðgað þar. Tveir stjórar Washington Post höfnuðu fréttinni, en aðalritstjórinn samþykkti. Hún fékk Pulitzer-verðlaun.

Blaðamenn The Denver Post sáu tilkynningu um andlát tveggja ára barns í fóstri. Eftir sjö mánaða rannsókn á 1,8 milljón tölvuskýrslum komust þeir að raun um, að í hópi fósturforeldra voru dæmdar gleðikonur, eiturlyfjasalar og ofbeldismenn.

Hér hefur verið sagt frá ýmsum blaðamönnum og fjölbreyttum verkefnum þeirra. Þeir eiga sumt sameiginlegt og sumt er líkt með verklagi þeirra. Við tökum strax eftir, að þeir eru forvitnir. Þeir vilja sjálfir vita, hvað er að gerast.

Blaðamenn átta sig snemma á, að best að sjá sjálfir og heyra atburðina, heldur en að verða að spyrja vitni. Sá, sem hefur séð og heyrt getur talað af meiri ábyrgð og meiri sannfæringu, en hinn, sem verður að hafa allt eftir sjónarvottum. Sími er gallaður.

Blaðamenn eru líka þrautseigir. Lisa Newman gafst ekki upp fyrr en hún gat sannað, að lögreglustjóri í Chicago færði lögreglumann í lægra sett starf fyrir að láta dóttur lögreglustjórans hafa sektarmiða fyrir umferðarlagabrot.

Þrautseigja felst í að spyrja hverrar spurningarinnar á fætur annarri, uns málið er orðið skýrt. Dave Barry dálkahöfundur segir: “Blaðamennska felst ekki í að skrifa. Þú lærir, að hún snýst um að spyrja erfiðra spurninga, vera þrautseigur.”

David Willman skrifaði í 14 mánuði fréttir í Los Angeles Times um dauðsföll af völdum lyfsins Rezulin, sem hafði verið bannað í Bretlandi. Bandaríska lyfjaeftirlitið tók ekki við sér í 14 mánuði, en þá var lyfið loksins bannað.

Stundum verða blaðamenn að vera meira en þrautseigir. Þeir verða að gera eins og Loretta Tofani, sem fór framhjá tveimur yfirmönnum sínum við Washington Post til að fá yfirmann þeirra til að samþykkja grein hennar. Það gaf henni Pulitzer.

Liðinn er sá tími, er sagt var: “Ekki reyna að staðfesta góða sögu.” Nú gildir reglan um, að tvær forsendur séu mikilvægastar í fréttaöflun.
1) að ná réttum staðreyndum.
2) að fá báðar/allar hliðar málsins.

Stanley Walker: “Hvað gerir blaðamann góðan? Svarið er einfalt. Hann veit allt. Hann veit ekki aðeins, hvað gerist í dag í heiminum. Heili hans er safn allrar þeirrar visku, sem safnast hefur upp hjá mannkyninu um aldir alda.” Nú er komið Google.

Walker áfram: “Hann hatar lygar og nísku og gervi, en temprar skap sitt. Hann er trúr blaði sínu og því, sem hann lítur á sem sitt fag.” Walker var einn þeira, sem gerði New York Herald Tribune frægt fyrir fréttaskrif.

Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10. útgáfa 2006