0436 Lögreglan

0436

Fréttamennska
Lögreglan

1) Fréttir líðandi stundar: Slys, glæpir, handtökur, eldsvoðar.
2) Greinar: Mannlýsingar lögreglumanna. Rannsóknir.
3) Túlkanir: Verklagsreglur. Breytingar á starfsliði.
4) Rannsóknir: Misbeiting valds, spilling, áhugaleysi.

Verksviðin:
1) Glæpir: Glæpur, rannsókn, handtaka, ákæra.
2) Slys: Umferð, flugumferð, drukknun, björgun.
3) Eldsvoðar: Lýsing sjónarvotta.

4) Deildir: Starfslið, verklag, virkni, ábyrgð.
5) Viðhorf: Staðlar, verklag, meðferð kvartana.
6) Aðrar stofnanir: Tollgæsla, vegaeftirlit.

Fréttamenn verða að muna, að maður, sem er handtekinn, hefur kannski ekki verið ákærður, og hafi hann verið ákærður, hefur hann ekki verið dæmdur. Segja þarf skilmerkilega, hvaða stöðu maðurinn hefur í lögreglu- og dómskerfinu.

Fréttamenn nota því orð á borð við “handtekinn í tengslum við …”, “grunaður um”, “kærður fyrir”, “ákærður fyrir”, “lögregan segir”, “samkvæmt lögreglunni”, “lögreglan sakar”, svo að ljóst sé, að ekki sé enn um dómsniðurstöðu að ræða.

Þetta gildir líka um fyrirsagnir. Krafan um stuttar fyrirsagnir má ekki leiða til, að staða viðkomandi manns sé ýkt, af því að fyrirvari hefur fallið niður. Athugið líka, að lögreglumenn eru óáreiðanlegar heimildir eins og aðrir.

Nauðgun: Reynt er að verja fórnarlömb nauðganga með því að birta ekki nöfn þeirra. Þetta er erfiðara en áður, því að nöfnin eru oft komin á netið. Raunar er það spurning um hræsni, hvort sagt sé frá smáatriðum í lífi manns, en ekki nafninu.

Það er líka spurning um hræsni, þegar birt er forsíða, sem sýnir staðreyndir, sem stöðin vill ekki segja sjálf. Málið er, að sé nafnleynd nauðsynleg í nauðgunarmáli, er líka nauðsynlegt að gæta sín í öðrum skrifum um sama mál.

Mótmælaaðgerðir: Draga yfirleitt að sér fréttamenn, sem þurfa að gæta þess að vera ekki “notaðir”. Oft æsist leikurinn, þegar myndavélar birtast á vettvangi, og hnígur síðan aftur, þegar þær fara. Fréttamaðurinn þarf að fá báðar hliðar máls.

Uppþot: Mótmælaaðgerðir breytast stundum í uppþot. Ljósvakagengin mega ekki koma sér í hættu af þeim völdum. Erfitt er að spá, hvað stjórnlaus hópur gerir, hann getur allt eins beint reiði sinni að fjölmiðlunum.

Nóttin er sérstaklega hættuleg. Myndavélaljós eru ávísun á vandamál og menn forðast því að nota þau. Reynt er að nota kíkislinsur til að geta verið í fjarlægð. Þyrlur eru oft notaðar til öryggis. Margar stöðvar eiga þyrlur.

Stórslys: Geta orðið fréttamönnum tilfinningalega erfið. Heimildir eru oft ekki áreiðanlegar. Ef tvær kenningar eru til um manntjón, er rétt að nota báðar eða lægri töluna. Hafa verður fyrirvara á birtingu upplýsinga, sem vafi er um.

Deilur hafa verið í rúma tvo áratugi um of mikið ofbeldi í sjónvarpi. Mest snúast þær um ofbeldi sem skemmtun, en líka hefur verið rætt um ofbeldi í fréttum. Íbúar í Jonesboro kvörtuðu um ágang fjölmiðla, er hefðu notað börn sem heimildir.

Rannsókn á Jonesboro málinu leiddi í ljós, að flestir fréttamenn fengu góða útkomu fyrir nákvæmni, sanngirni, smekkvísi og næmi. En 10% fréttamanna hefðu þrýst of mikið eða hagað sér á kaldlyndan hátt. Fá dæmi voru um brenglanir.

Í rauninni vildu flestir ræða harmleikinn. Ginger Delgado sagðist aldrei hafa séð eins mörg fórnarlömb og fjölskyldur vilja tala að fyrra bragði. Kannski gildir þar nútímareglan: Það græðir sár að tala um þau.

Jon Katz í Brill’s Content gagnrýndi fréttir fjölmiðla af Colorado-skotárásinni. Hann sagði, að fréttamenn hefðu almennt tekið góðar og gildar kenningar um, að morðin stöfuðu af mikilli umgengni við ofbeldi í tölvum.

Katz: “Í stað þess að flytja sannleikann í málinu, gerðust sumir fjölmiðlar flytjendur geðshræringar og sefasýki.” Deilt er um, hvort fjölmiðlar eigi að halda sig meira við staðreyndir og spá minna í “hvers vegna” og “hvað svo”.

Varúð í harmleikjum:
1) Gættu þín á óstaðfestum fullyrðingum. Þegar fréttamaðurinn sér ekki sjálfur atriðið, á hann að bera nafngreindan aðila fyrir því.
2) Forðastu að gera grunaða eða fórnardýr að djöflum eða hetjum.

3) Leiðréttu villur strax og áberandi með öllum smáatriðum.
4) Farðu að lögum, farðu ekki inn á einkalóðir og taktu tillit til einkalífs.
5) Þiggðu ráð reyndra fréttamanna, sem þekkja samfélagið og hafa öðlast traust.

6) Mundu, að allt samfélagið er í sárum, þegar harmleikir verða, ekki bara þeir, sem beint tengjast þeim.
7) Áttaðu þig á, að áhorfendur eiga auðveldara með að höndla harmleik, en heildarmynd frásagnarinnar er víðtæk.

8) Ýktu ekki sögu, sem er hrikaleg fyrir.
9) Dragðu ekki skjótar ályktanir, gerðu ekki ráð fyrir neinu, búðu ekki til alhæfingar.
10) Villtu ekki á þér heimildir. Ekki draga fjöður yfir, hver þú ert og hvað þú gerir.

11) Segðu frá því, sem vel gekk, og hvaða ráðstafanir tókust vel.
12) Mundu, að traust er grunnurinn að samskiptum miðils og samfélags. Það gerir aðilum kleift að skýra satt frá málsatvikum og eykur skilning á fjölmiðlum.

Edna Buchanan hjá Miami Herald: “Lögreglublaðamennska er um fólk, hvað keyrir það áfram, hvað veldur morðæði, hvað dregur það besta út úr fólki, hvað veldur berserksgangi. Það hefur allt: Græðgi, kynlíf, ofbeldi, gaman- og sorgarleik.”