Ýmsar stofnanir

Rannsóknir
Ýmsar stofnanir

Hver tryggir sparisjóði? Hver hefur eftirlit með lánum þeirra? Eru þau vafasöm? Lána þeir stjórnendum sínum? Erfitt er að fá upplýsingar um fjármálastofnanir, þótt þær séu til? Sérhæfð tímarit hafa þó náð gagnlegum upplýsingum.

Fjármálaeftirlitið:
1. Hefur fjármálafyrirtækið nóg af traustu fjármagni?
2. Eru útlán þess í góðum málum?
3. Eru stjórnendur vel hæfir og siðaðir, líka hjá lífeyrissjóðum?
4. Er afkoma góð?
5. Er nóg til af handbæru fé?

Bankar:
Hvernig er fjármögnun þeirra, mjög góð, góð, fullnægjandi, léleg, afleit? Er eftirlit með þeim í lagi? Hefur eftirlitið leigt sér herbergi á staðnum? Hefur það samið við afritunarstofur?
Eru innlán hefðbundin eða gegnum miðla eða stóra aðila? Hvernig er hugsað fyrir töpum? Fjárfestingar og skuldabréf?

Hversu örugg eru ríkisskuldabréf, skuldabréf stofnana, sveitarfélaga?
1. Hve hátt hlutfall útlána er í meira en 90 daga vanskilum?
2. Hve mikið hefur verið afskrifað, meira en 3%?
3. Hve mikið er lánað til aðila innan, utan svæðisins?
4. Hversu örugg eru veð?
5. Eru vextir fremur háir?

Umbeðin gögn:
1. Árlegar skýrslur eftirlitsmanna.
2. Aðvaranir til yfirmanna.
3. Bindandi loforð um breytingar í kjölfar viðvarana.

4. Þröngir skilmálar fjármálaeftirlits.
5. Tilkynningar um brottvikningu yfirmanna.
6. Umsóknir um leyfi til að stofna eða kaupa útibú.

Hvernig eru sparisjóðir yfirteknir af fjármálaaðilum? Hver er réttarstaða stofnfjáreigenda? Hvernig voru þeir valdir á sínum tíma? Mikið fréttaefni hér á landi.

Samvinnusparisjóðir, krítarkort, búnaðarsjóðir, fjárfestingarsjóðir:
Eru fjárfestingarsjóðir án ríkisábyrgðar? Gera þeir betur en einstaklingar? Hver er afkoma þeirra? Er um hagsmunaárekstra að ræða?

Þegar bankar selja viðskiptavinum sínum aðild að fjárfestingarsjóði, gera þeir þá fólki grein fyrir, að ekki er um að ræða ríkisábyrgð? Eru upphæðir og kjör íbúðalána óháð sveitarfélögum og hverfum?

Innherjaviðskipti: Hvernig komast stjórnendur, helstu viðskiptavinir, stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn í feitt sem innherjar? Hvernig er háttað greiðslum og lánum til slíkra aðila, svo og leigusala, peningamiðlara, innherja.

Afleiður eru hættuleg fjármagnsviðskipti, sem bankar eru farnir að kaupa og selja. Verðgildi þeirra stafar af undirliggjandi hlutabréfum, varningi eða lánum. Hve mikið hlutfall er í afleiðum? Skilja bankamenn afleiður?

Peningaþvottur:
Glæpamenn hafa með höndum reiðufé, sem þeir þurfa að losna við án þess að eftir verði tekið. Peningarnir eru þvegnir í frjálslyndum peningastofnunum, sem starfa á gráu svæði. Notuð eru veitingahús og skartgripabúðir.

Þvottamenn kaupa peninga. Erlendir tryggingamiðlarar. Póstgíró er keypt. Gjaldeyrisstofur þvo peninga. Ef bankinn er með útibú eða samstarfsaðila í Karabíska hafinu, er ástæða til efasemda.

Of lítið sinnt af blaðamönnum, sem skilja oft ekki innviðina. Hvernig er háttað eftirliti með fyrirtækjum á slíkum sviðum? Hér eru opinberar stofnanir að verki eða hálfopinberar stofnanir, sem eru að breytast í einkafyrirtæki.

Þjónusta, sem hefur einokun eða nánast einokun á þjónustu sinni, hvernig er verðlag hennar ákveðið? Hér eru miklir möguleikar á hagsmunaárekstri. T.d. Landsvirkjun, stóriðja og alm. notendur. Hvernig hefur verðlag þróast yfir ákveðin tímabil?

Hvað þýðir það, að menn geti skipt við ýmsa aðila í orkudreifingu. Þýðir það, að fyrirtækin semja beint eða óbeint sín í milli um verð? Þýðir það nokkurn veginn sama verð hjá öllum? Í hverju felst þá samkeppnin? Tilgangurinn?

Eru hálfopinber einokunarfyrirtæki fyrirferðarmikil í greiðslum eða fríðindum til stjórnmála og stjórnmálamanna?
Ef símafyrirtæki auglýsa grimmt, af hverju auglýsa þá ekki orkudreifendur?

Orkuveitur:
Hefur verð hækkað í einkavæðingu? Stríðir orkuveitan gegn umhverfismálum? Hvetur hún fjárhagslega til orkusparandi aðgerða?

Vatnsveitur:
Er vatnið mengað? Hvaðan kemur bragðið, liturinn? Fer grunnvatn lækkandi? Eru sjúkdómar tengdir vatni? Hefur landbúnaður áhrif á gæði vatns? Eru til skýrslur um gæði vatns, innihaldslýsingar?

Mengun:
Skráð er mengun, nítrógenoxíð, brennisteinsoxíð, kolefnismónoxíð. Hvað með vanda í tengslum við háspennulínur, rafsegulsvið? Fær fólk krabbamein, sem býr við háspennulínur? Stíflur, hvernig spilla þær umhverfinu?

Skaðabætur:
Hvernig er greitt fyrir land, sem tekið er undir mannvirki og línur?
Margir telja sig hlunnfarna. Er greitt fyrir lakara útsýni?

Upplýsingaveitur: Símafyrirtæki eru orðin margs konar, sum meira tengd tölvukerfum og internetinu. Hvernig er verðlagningu þeirra háttað? Er okrað á sumum tegundum viðskipta? Fara símareikningar fólks hækkandi? Símakostnaður erlendis?

Hér á landi er talað um mikið gjald á háhraða ADSLsambandi og á GPRSþjónustu fyrir tölvutengingu við farsíma.
Fara símareikningar hækkandi þrátt fyrir aukna tækni.

Kapalstöðvar:
Eru rásir aflögu fyrir menntastofnanir? Hver er þróun verðlags fyrir kapal, ljósleiðara, margmiðlun? Hvernig virkar samþætting síma, kapals, sjónvarps?

Flug:
Tillögur flugslysanefnda eru fréttaefni. Viðkvæmni vængja fyrir ísingu. Tregða flugfélaga gegn endurbótum, málsóknir þeirra gegn endurbótum, afskipti stjórnmálamanna.

Persónuvernd leiddi til þess, að flugvirki, sem hafði staðið sig illa og valdið slysi og auk þess falsað ferilskrá sína, missti réttindin, en flugfélaginu var ekki sagt frá því, af því að það hefði skert persónuvernd mannsins. Er þetta í lagi.

Flugvellir eru misjafnlega öryggir, vondir eru Washington D.C., Washington National, New York LaGuardia, San Diego og Los Angeles. Flugmenn vita um þetta og tala um það. Mengun við flugvelli, hljóðmengun. Hvað með Reykjavíkurflugvöll?

Flugumferðarstjórar, skortur á starfsliði. Er nægt öryggi í flugturnum? Árekstrahætta á flugbrautum, í flugtaki, þegar komið er á loft.
Flugfélög, sem standa illa, spara oft í viðhaldi, hefur valdið slysum.

Hvernig er drykkju og fíkniefnavandi meðhöndlaður? Ef enginn er áminntur, er eitthvað að? Hvernig er ferlið? Dallas Morning News fylgdist með rannsókn flugslysanefndar. Af hverju er fyrirstaða gegn auknu flugöryggi?

Þyrlur eru kapítuli út af fyrir sig, sérstaklega í farþegaþjónustu og útsýnisflugi. Nú eru að koma viðbótarþyrlur til Íslands.
Flugvellir eru víða reknir með tapi. Þarf að hafa flugvöll á þessum stað? Líka á Íslandi. Markaðslega er það ekki verjandi, en pólitísk sjónarmið vega þungt.

Töflur um seinkanir í brottför og komu eru aðgengilegar í Bandaríkjunum. Ryanair.

Bílar:
FirestoneFord málið. Stundum áfrýja bílaframleiðendur opinberri kröfu um afturköllun bílahluta. Stundum gera þeir við í kyrrþey, en kalla ekki inn.

Er mikið um ótryggða bíla í umferðinni? Hvernig fer, ef þeir lenda í tjóni? Hvað verður um atvinnubílstjóra? Missa þeir réttindi til atvinnuaksturs? Hvernig virkar punktakerfið, er það sanngjarnt? Hvað um ölvun við akstur?

Trukkar:
Í Bandaríkjunum eru loggar í flutningabílum falsaðir til að gera bílstjórum kleift að vinna lengur og keyra hraðar. Hvað kostar akstur þungra flutningabíla?
Hvert er ástand bílstjóra skólabíla, hópferðabíla, sérleyfisbíla?

Leigubílar: Frelsi á Íslandi?
Hver eru skilyrði til leiguaksturs? Hvernig fá menn réttindi? Hvernig virka markaðslögmálin í leiguakstri? Er fiktað við mæla? Eru ferðamenn féflettir? Er haft lítið í dekkjum til að mælar snúist hraðar?

Siglingar:
Hver er áhöfn skipa, fjölþjóðleg. Hvar er skipið skráð. Fer það eftir reglum? Hefur það sætt eftirliti?
Bátar:
Slys eru mjög algeng á frístundabátum, eftirlit nánast ekkert. Frægt dæmi á Íslandi.

Vegagerð:
Leggur vegagerðin sjálf vegi eða býður hún verkið út? Hefur stutt vegalengd áhrif á tilboð til hækkunar eða leiðir það til þess, að verkið er ekki boðið út? Hvernig er greitt fyrir land?

Sjá nánar:
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition 2002

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé