Skrif

Rannsóknir
Skrif

Rannsóknablaðamennska:
Forvitni.
Efi.
Fyrirstaða.
Þrautseigja.
Ekki: Sófi, rifrildi, slúður, blogg.

Innskot um verkefnin:
Algengast að tímaáætlun vanti.
Fólk vantar fremur en fræðinga.
Fókus sums staðar of dreifður.
Aðferðafræði sums staðar óljós.
Fyrirstaða er sums staðar óljós.

Innskot um umdeildar aðferðir
(erfiðari í sölu á ritstjórnum):
Nafnlausar heimildir.
Faldar myndavélar.
Siglt undir fölsku flaggi.
Leiknar heimildir (Docudrama).

Innskot um sögu rannsókna:
Rannsóknir eru aldargömul hefð í opnu þjóðfélagi Bandaríkjanna, sem reynt er að beita í lokaðri nútímaþjóðfélögum Evrópu. Aðferðir eru allar amerískar.

Reynsla og fræði:
Að minnsta kosti 80% allra fræða og reynslu í rannsóknablaðamennsku gerast í Bandaríkjunum, sennilega 90%.

Rannsóknablaðamenn hafa yfirleitt safnað ógrynni upplýsinga og vilja nota sem mest af þeim, þótt tími og pláss takmarki getu fjölmiðilsins. Ef framleiddur er langhundur, nenna lesendur ekki að lesa hann og fara að lesa íþróttasíðurnar.

Rannsóknablaðamaðurinn þarf að sía læsilega sögu úr efniviðnum, gera það á skipulegan og aðgengilegan hátt, sem fær lesandann til að fá áhuga á málinu og skilja tetann. Til að auðvelda þetta eru oft teymi látin í rannsóknavinnu.

Skrif:
1) Fókus valinn.
2) Aukaefni fleygt.
3) Öndum raðað upp í skotlínu.
4) Formið ákveðið.
5) Tónninn ákveðinn
6) Skjölin tilgreind.

Fókus:
Venjulega verður fókusinn ljós í rannsókninni. Á grunvelli fókuss sér blaðamaðurinn, hvort hann þurfi rækilegri rannsóknir til að fókusinn verði skýr. Fókusinn tryggir, að sagan verði skýr og spennandi.

Aukaefni:
Efni verður að hafna, þótt það hafi kostað mikla vinnu. Birting þess mundi rugla lesandann í ríminu og gera framsetninguna leiðinlega. Þessi fórn kostar aga.

Andaröðin í skotlínu:
Blaðamaðurinn raðar upp staðreyndum málsins og kemst að raun um, hvort eitthvað vanti í upptalninguna. Ef svo er, þá þarf hann að afla frekari staðreynda. Fókus er ljós og inngangur er ljós, en bæta þarf við staðreyndum.

Forðast ber að skrifa kringum staðreyndina, sem vantar. Það þarf að stinga henni inn í rammann, sem kominn er. Oftast er um að ræða sannreynslu á upplýsingum, sem eru ekki nógu tærar. Andaröðin felur oft í sér að skrifað er efnisyfirlit.

Munið, að gefa þarf umræðuefninu tækifæri til að tjá sig um niðurstöðu rannsóknarinnar. Ef settar hafa verið fram skoðanir, þarf að gefa kost á svari.

Form:
Bein frétt: Skrifuð eins og hver önnur frétt.
Grein: Skrifuð sem rannsóknagrein og merkt sem slík.
Mósaík: Greininni er skipt upp og hluti efnisins settur í eindálka ramma.

Tónn:
Blaðamenn hugsa oft ekki um tóninn, þeir laga hann sjálfvirkt að efninu. En þar verða stundum mistök, tónninn kann að vera of ákærandi, of hæðinn og of hlaðinn klisjum. Forðast ber lögguklisjur í rannsóknagreinum.

Þá þarf blaðamaðurinn að umskrifa og laga tóninn. Góð leið til að forðast rangan tón og klisjur er að lesa greinina upphátt. Þá átta menn sig á misræmi í tón, sem þeir gerðu ekki annars.

Blaðamaðurinn veit ekki, hvort skjöl eða aðrar heimildir gefa rétta mynd. Þess vegna vísar hann til þeirra: “samkvæmt skýrslunni,” “að því er segir í fundargerðinni,” “sagði verjandinn”.

Það dreifir ábyrgð frá blaðamanninum að geta heimildanna og segir lesendum um leið, að margvísleg vinna sé að baki fréttarinnar.

Munið, að rannsóknargrein þarf ekki að vera þung eða leiðinleg. Alls konar stíl má nota. Menn eru smám saman að skrifa söguna í höfðinu á sér meðan þeir eru að leita efnis. Enginn getur vænst þess, að koma öllu efninu fyrir í sögunni.

Ron Meador: Lesendur og hlustendur flykkjast ekki að rannsóknablaðamennsku. Hún er oft flókin aflestrar og leiðinlega sett fram. Svo þarf ekki að vera. Stíll og fókus þurfa að vera í lagi. Rannsóknablaðamaðurinn þarf að kunna að segja sögu.

Meador: Hneykslun:
Rannsóknablaðamennska hefur breyst frá því að negla vonda kalla yfir í að skoða léleg valdakerfi ofan í kjölinn. Við breytinguna má ekki gleyma, að venjulegar manneskjur af holdi og blóði eru fórnarlömb þessara kerfa.

Meador: Blaðamenn mega ekki missa sjónar á hneyksluninni. Joe Rigert og Maura Lerner fundu, að rúmlega 200 vistmenn hengdust árlega í vestum og beltum, sem áttu að forða þeim frá slysum. Framleiðandinn hafði árum saman vitað um þetta og þagað.

Meador: Fólkið fremst:
Lífsreynsla fólks þarf að vera meginþráður rannsóknafrétta. Því þyngri og flóknari sem frétt er, þeim mun meira þarf hún að vera mannleg. Staðreyndir má setja inn á milli og koma fyrir í gröfum og hliðarrömmum.

Meador: Talað við fólk:
Talaðu við fólk, ekki niður til þess. Dagblöðin eru full af gamaldags ritmáli, sem fólk nennir ekki að lesa. Við eigum í staðinn að skrifa eins og við séum að segja nágrannanum fréttir, skrifa góða, talaða íslensku.

Meador: Við hættum að stútfylla málsgreinar af staðreyndum og tölum. Við drögum úr beinum og óbeinum tilvitnunum, höfnum fagmáli stétta og losum okkur við klisjur.

Ekki skrifa:
“Flugmaður, sem skotinn var niður yfir Laos 1968 og skráður týndur, hvers kona hefur ítrekað fengið upplýsingar um að væri á lífi, dó örugglega í slysinu samkvæmt skjölum hersins og samtali við höfuðsmanninn, sem játar að hafa logið.”

Betra er að segja eða skrifa: “Í nærri 22 ár hefur fjölskylda Richard Walsh beðið eftir, að hann komi heim lifandi eða dauður úr frumskógum SuðausturAsíu. Allt út af lygi.” Þeir, sem lesa þetta eða heyra, halda áfram að lesa eða hlusta.

Meador: Gröf:
Þegar gröf eru góð, eru þau mjög góð. Þegar þau eru slæm, segja þau sömu söguna og fréttin, bara ekki á eins skýran hátt. Þú átt ekki að þurfa að lesa fréttina til að skilja grafið. Grafið á að spara flókinn texta.

1. Hvert graf á að segja einn hlut.
2. Hvert graf á að geta staðið sjálfstætt eins og hliðarrammi.

Meador: Notandinn:
Lesendur og hlustendur eru ekki að missa áhugann síðustu árin. Þeir eru að missa áhugann á fjölmiðlum, sem neyða fólk til að hafa of mikið fyrir notkuninni og vekja ekki áhuga fólks. Það vill ekki endalausa sögu, fyrirlestur.

Meador: Lestu textann upphátt fyrir sjálfan þig og fyrir fólk. Þiggðu ráð starfsfélaga, sem hlusta. Notendur eru kröfuharðari en þeir voru áður. Þeir vilja fá sögu í textanum og þeir vilja skilja gröf á andartaki. Þeir hafna endurtekningum.

Smáatriðin: Rannsóknasaga þarf að svara: Hver gerði Hvað, Hvar, Hvenær, Hvernig, Hvers vegna og Hvað svo? Menn þurfa að þaulspyrja viðmælendur sína, annars fá þeir ekki að vita, að líkið var í gamaldags vesti og tvílitum skóm. “Þú spurðir ekki.”

Alhæfingar:
Erfitt er að losa sig við óviðkomandi eða misvísandi upplýsingar. Slíkt stríðir gegn þeirri áráttu blaðamanna að sjá það, sem þeir vilja sjá. Blaðamaðurinn þarf að vera barnslegur, sjá, að keisarinn er ekki í fötum.

Maður gekk berserksgang og drap átta manns. Blaðamaðurinn fann, að gæludýr í hverfinu höfðu horfið árum saman, að móðirinn hafði barist gegn sálfræðihjálp hans, að faðir og systkini höfðu flúið að heiman vegna hans.

Útlínur og tímaröð
Reyndir rannsóknablaðamenn skrifa uppkast með útlínum eða tímaröð eða hvoru tveggja til að tryggja sér yfirsýn. Þeir sjá, hvaða atriði þurfa að vera í textanum og í hvaða röð.

Margir leggja síðan nóturnar frá sér og skrifa söguna eftir minni. Þeir gleyma því, sem er ekki minnisstætt og muna það, sem skiptir máli. Síðan kanna þeir, hvort eitthvað mikilvægt hafi gleymst.

Spenna og losun:
Bestu útlínur leysa málið ekki, ef fókusinn er óskýr. Gott er, að fókusinn feli í sér spennu og losun. Spenna getur verið milli manna, milli manns og samfélags. Sagan segir frá þessari spennu og endar á lausn málsins.

Þá hugsun, sem hér kemur fram, hefur James Stewart rakið í bókinni “Follow the Story” og Jon Franklin í bókinni “Writing for Story”.
Fjölmiðlastíll er til meðferðar á sérstöku námskeiði skólans.

Sjá nánar:
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition 2002

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé