Kennari

Ritstjórn
Kennari

Sem yfirmaður geturðu lent í gryfju áður en neinn tekur eftir því eða segir neitt eða hjálpar. Þau atriði, sem valda þér mestum vandræðum, eru ekki rædd. Eins og í vanhæfri fjölskyldu. Aðferðafræði ritstjórans er þá þessi: Að synda eða sökkva.

Þú ert settur við stýrið, síðar má líta á hugsanleg námskeið. Enginn tekur eftir því, þegar þú ert kominn í vandræði.
Spurðu: Á hvers konar ritstjórn vil ég vinna. Er litið á handrit sem hráefni? Er ekki þorað að rýna í handrit.

Yfirmaður á ritstjórn þarf hvatningu og hjálp. Hann fær slíkt á þremur stöðum:
1. Aðrir ritstjórar á svæðinu.
2. Bækur, sem þú kynnir þér vel.
3. Vinir og kunningar annars staðar.
Notaðu þetta allt.

Góður sögur byggjast á þessu:
* Nákvæmni framarlega í ferli.
* Skilningur á ferli fréttarinnar.
* Kerfisbundin eftirfylgni.
Það dugar ekki að rymja, þú verður að tala tungumál, sem höfundurinn skilur.

Höfundar læra vinnuna oft svona:
* Hvað ekki má í sögu.
* Hvernig sögurnar eru sagðar.
* Skammir og neikvæð tákn yfirmanna.
* Áhugamál og sambönd yfirmanna.
* Kjaftagangur á vinnustað.

Fimm spurningar:
1. Hver eru markmið ritstjórnar?
2. Hverum þjónar þú?
3. Hvers vænta starfsmenn hver af öðrum.
4. Hver eru markmið fréttanna?
5. Hvernig undirbýrð þú stórfrétt?
Svaraðu sérhverri í tíu orðum.

Stórfrétt:
Veldu snemma, hver skrifi aðalfréttina. Settu snemma mann í að skoða vefinn. Hugsaðu um birtingar næstu daga. Hafðu menn í að taka við flóði ljósmynda, sumra af vefnum. Náðu í kort af svæðinu. Mundu: Fólk, fólk, fólk.

Viðbúnaður:
* Aðalatriðið. Hvað gerðist?
* Fórnarlömb?
* Mannlýsingar.
* Skrár um samgöngutæki.
* Rannsókn. Hvað fór úrskeiðis?
* Áhrif. Á bæinn, atvinnuveginn?
* Hetjur?
* Viðbrögð almannavarna.
* Læknisfræðilegar hliðar.
* Sviðsmynd.
* Svipuð mál. Grafík.
* Listi yfir særða, látna.
* Hvað birtist í ljósvakanum?

Ferli textagerðar:
* Hugmynd
* Fréttaöflun
* Skipulag
* Uppkast
* Ritstjórn

1. Hugmyndir að fréttum:
* Eftirtekt ýmiss konar.
* Stjórnvöld, fyrirtæki og samtök.
* Fólk í sögum.
* Nafna og símaskrár.
* Sveitarfélagið.
* Skýrslur.
* Vefurinn.
* Aðrir fjölmiðlar.
* Daglegt líf.
* Hugarflug.

2. Fréttaöflun:
Láttu hafa samband við fleiri en þá, sem blaðamenn láta sér detta í hug. Af hverju er alltaf talað við þá sömu? Hverjir verða fyrir áhrifum af málinu? Hver hefur óvenjulegt sjónarhorn?

Munið eftir:
* Finna fólk sem fyrsta stigs heimildir.
* Finna skjöl og annars stigs heimildir.
* Finna staðreyndir, tölfræði.
* Komast strax inn í málið.
* Fylgjast með á öllum stigum.

Gene Roberts vann hjá Henry Belk, blindum ritstjóra Goldsboro NewsArgus. Sá sagði: “Þú lætur mig ekki sjá. Láttu mig sjá.”
Minntu blaðamenn á að kasta netinu vítt og skrifa þröngt. Allt getur komið til greina, en að lokum er fókusinn þröngur.

3. Skipulag:
Vont er, ef notandinn þarf að puða við að skilja. Um hvað er sagan? Hvernig er best að segja hana? Hver er fókus hennar? Skrifaðu fókusyfirlýsingu. Vertu viss um, að blaðamaður hafi náð fókus áður en hann byrjar að skrifa.

Tegundir sögu:
* Tímaröð. Hefðbundin.
* Öfugur píramídi. Klipptur.
* Hástig í endanum. Klímax
* Stundaglasið. Píramídi + tímaröð
* Staflaðar blokkir. Margar sögur.
* Dramatískt upphaf. Sértækt.
Fyrirfram þarf að vita tegundina.

4. Uppkast:
Fljótlegt. Flestum finnst best að skrifa án þess að horfa á nótur. Það hjálpar þeim að sjá fókusinn fyrir sér. Freistandi er að skila inn uppkastinu og láta annan um að hreinsa handritið. Það er kolröng aðferð. Höfundurinn er hæfastur.

5. Ritstjórn:
* Staðreyndir.
* Stafsetning.
* Tölur.
* Málfræði.
* Stíll.
* Strikaðu út óþörf orð, óþarfar málsgreinar og óþarfa kafla.
* Notaðu gullmola. Oneliners.
* Skoðaðu lögfræðina.
* Lestu söguna upphátt.

Al Tompkins:
* Segðu söguna í þremur orðum.
* Segðu flókna sögu í sögu sterkra persónuleika.
* Hlutlægur texti, hlutdrægt tal.
* Virk sagnorð, ekki óvirk.
* Engin hlutdræg lýsingarorð.
* Gefðu sýn á tíma.
* Hvað svo?

Carole Kneeland:
* Hafðu starfsfólk með í ráðum við nýráðningar og þjálfun.
* Hafðu formlega þjálfun á vinnustað fjórum sinnum á ári fyrir hvern starfsmann.
* Sendu sérhvern á námskeið utan húss einu sinni á ári.
* Gerðu kröfu um, að þeir, sem fara á námskeið, kenni öðrum, þegar þeir koma til baka.
* Leyfðu starfsfólki að taka ákvarðanir um vinnu sína og hvettu það til að taka áhættu.
* Stundaðu þjálfun, fordæmi.

1. Einfaldar hversdagsfréttir:
Hver er lágmarkskrafan um frétt? Hún er skýr og laus við villur. Það er vit í henni. Hún er rétt. Tækni tungumálsins er í lagi. Hún spyr ekki spurninga, sem hún svarar ekki. Henni fylgja ekki lögfræðileg eða siðfræðileg vandamál.

Minnislisti hversdagsfrétta:
* Rétt.
* Skýr.
* Upplýsandi.
* Sanngjörn.
* Undirbyggð, grundvölluð
* Fókuseruð.
* Mikilvæg.
* Siðleg.

Af hverju vinnurðu með höfundum, sem ekki ná lágmarki?
* Misritanir. Stafa af leti.
* Mistilvitnanir, rangfærslur, klipptar tilvitnanir.
* Órökstuddar fullyrðingar.

2. Fullgerðar fréttir:
Þær hafa það umfram einfaldar fréttir, að þær eru læsilegar, þéttar, vel skipulagðar. Þær eru faglega unnar.

Minnislisti fullgerðra frétta:
* Skipulag.
* Þétting.
* Hugmyndaflug.
* Virkni.
* Kraftur.
* Vald á tungumálinu.

Þegar frétt er komin í 30 sekúndur eða 60 línur, er hætt við að notandinn gefist upp, nema hún sé skrifuð á grípandi, knýjandi hátt. Notendur hafa nóg annað að gera en að lesa þessa grein.

3. Knýjandi frétt:
Knýjandi frétt vex af óvenjulegu umræðuefni eða af óvenjulegri framsetningu. Það er fréttin, sem fólk talar um, þegar það hittist við kælda vatnið eða kaffivélina.

Minnislisti knýjandi fréttar:
* Nýbreytni.
* Hraði.
* Vald.
* Sagnalist.
* Samþætting.
* Innri gerð.
* Félagslegir þættir.

Í knýjandi frétt keyra smáatriðin söguna áfram. Hvert þeirra segir heila bók, gerir söguna litríka. Þau leyfa notendum að draga ályktanir. Finndu atriði, sem segja eitthvað um persónuna, staðinn eða aðstæðurnar. Settu allt í nótur. Veldu þau, sem segja söguna best.

Rétta sjónarhornið:
Það er sama og ferska hugmyndin. Það sér allt sem aðrir sjá, en nálgast það á nýjan hátt. Það er eins og að finna rétta andartakið og rétta sjónarhornið.

Kraftmiklar og voldugar sögur halda notendum föstum þar til yfir lýkur. Kraftmikil sögulok koma ekki úr afgöngum af upplýsingum. Höfundar þurfa áætlun um að segja eitthvað sérstakt í lokin. Þeir vita endann, þegar þeir semja upphafið.

1. Misst af meiningunni:
Um hvað er sagan? Hvar er fókusinn? Af hverju snertir hún ekki taug hjá okkur. Sumar sögur svara aldrei spurningunni: Um hvað er þessi saga?

2. Ofhleðsla:
Þótt sumir skrifi vel, skrifa þeir of lengi. Notendur þreytast. Þau eru örlög margra sagna, þær halda bara áfram. Sumir ofhlaða líka stíl í sögur, setja inn samlíkingar og orðtök. Segðu það, sem þú ætlar að segja, og hættu svo.

3. Ekki fylgt eftir:
Frásögnin stendur ekki undir fyrirsögn eða væntingum. Atriði eru áhugaverð, en þau hanga ekki saman. Fróðleg saga, en ekki knýjandi. Ekki þurfa allar sögur að vera knýjandi, en þá erum við að tala um nokkra málsliði.

Knýjandi sögur taka ekki meiri tíma en aðrar sögur. Það gengur ekki, að bara einn eða tveir blaðamenn á fréttastofunni geti skrifað knýjandi sögur. Það á að vera á valdi allra að gera slíkt. Láttu þá hæfu kenna hinum.

Kenna þarf starfsfólki að semja knýjandi fréttir. Magna þarf væntingar til starfsfólks. Hér koma nokkrar tillögur um, hvernig auka megi þroska þinn og annarra:

* Lestu mikið.
* Leitaðu hugmynda í bókum.
* Farðu á stórt námskeið árlega.
* Kenndu öðrum.
* Veldu þér braut og fylgdu henni.
* Skrifaðu reglubundið.
* Skrifaðu fyrir sjálfan þig.

Sjá nánar:
Foster Davis & Karen F. Dunlap
The Effective Editor, 2000

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé