Leiðarahöfundur

Ritstjórn
Leiðarahöfundur

Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Spence áfram: Ég held, að best sé að byrja á góðu, litlu dagblaði, sem notar góð vinnubrögð, skrifar ekki greinar fyrir auglýsendur. Ég lærði meira á Monrovia Daily á sex mánuðum en á fjórum árum í háskóla.

Sandra Bowles, ritstjóri Shuttle, Spindle & Dyepot: Skrifborðsútgáfa er ögrun lítilla félagstímarita. Ritstjórinn verður að geta gert allt, samið við birgja, notað hugbúnað, séð um skriffinnsku. Blaðið verður alltaf að koma út.

Jeff Csatari, ritstjóri Men’s Health: Ég vil sjá reynslu af dagblöðum. Þar lærir fólk að skrifa í tæka tíð og er ekki hrætt við langa vinnudaga. Vertu sjálfboðaliði til að fá verklega færni. Ef þú vinnur vel, vill ritstjórinn hafa þig.

Leslie Heilbrunn, ritstjóri Cosmo Girl: Þú skalt í öllu falli verða sjálfboðaliði. Við erum með sex slíka í sumar. Þú ættir að vinna fyrir skólablað. Þú ættir að vinna að markmiðinu í sífellu. Það er mikilvægt.

Bonnie Leman, ritstjóri Quilter’s: Æfðu þig áður. Ritstýrðu með blýanti öllu sem þú sérð og berðu þig saman við stílbókina. Finndu prentvillur, áttaðu þig á, hvað gerir grein skemmtilega og málslið veikan. Æfðu þig í að hugsa eins og ritstjóri.

Þú þarft að undirbúa málið meðan þú ert í háskóla. Líttu á námið sem tíma til að öðlast getu á ýmsum sviðum og að geta sýnt fram á hana. Byrjaðu sem höfundur. Þú kynnist þá ritstjórum, sem frekar vildu deyja en að auglýsa eftir starfsmanni.

Þetta er einfaldari aðferð en auglýsing, miklu fljótlegri og líklegri til að ná árangri. Þú endar ekki á ókunnugri manneskju, heldur á einhverri, sem hefur þegar sýnt fram á, að hún kann að skrifa fyrir blaðið.

1. Fyrsta og besta ráðið er að gerast höfundur.
2. Næstbest er að gerast sjálfboðaliði í skólafríi.
3. Taktu rétta kúrsa, í blaðamennsku, ekki í fjölmiðlafræði.
4. Taktu kúrsa í stíl.
5. Taktu kúrsa í stjórnun og markaðsmálum, forstjórum líkar það.
6. Elskaðu fréttablöð. Þar gerir þú meira á mán. en á ári í tímaritum.
7. Vertu í ritstjórn í háskólanum.
8. Vertu ekki hrædd við að byrja í smáu.
9. Vertu glaðlega einbeitt.

Glaðleg einbeitni er list, sem veldur því, að þú ert aldrei hræddur við að taka upp símann og hringja enn einu sinni í ritstjórann. Vertu ekki feiminn. Ræddu við ritstjóra um áætlanir og vinnu þeirra. Þannig tekur fólk eftir þér.

Leiðaraskrif gefa færi á að staldra við og taka vítt sjónarhorn á straumi frétta. Margir fréttamenn skrifa stundum fréttaskýringar, en aðeins leiðarahöfundar hafa fulla vinnu af að reyna að skilja atburði. Þeir verða að hafa nægan tíma til að geta gert það að gagni.

Leiðaraskrif eru púlt. Leiðarasíða, sem nýtur trausts, hefur áhrif. Það er spennandi og gefandi starf. Gerir höfundana þekkta í samfélaginu, einkum þá, sem skrifa undir greinar. Yfirleitt eru leiðarahöfundar ánægðir með vinnuna. Þeir fá betur borgað, njóta álits.

Hæfni leiðarahöfunda:
Blaðamenn telja, að leiðarahöfundar þurfi annars konar hæfileika en fréttamenn. Þeir þurfi rökréttari hugsun og meiri textaleikni, skarpara innsæi og meiri skilning á málefnum og þróun mála.

* Fjölbreytt áhugamál. Vita nógu mikið til að stuða ekki sérfróða.
* Góðir fréttamenn. Staðreyndir.
* Textaleikni. Áhugaverður og sannfærandi texti.
* Sannleiksást og sanngirnisást.
* Löngun til að tjá skoðanir, vera á leiksviðinu.

Leiðarahöfundur getur rökrætt. Getur fært sig frá sérhæfðu yfir í alhæft og til baka aftur. Hann þekkir samfélagið, er kurteis og samvinnuþýður, forvitinn, hefur dómgreind, getur gagnrýnt og getur þolað gagnrýni. Hann forðast vafasama hegðun og vinskap.

Hverjir eru þessir höfundar?:
Konur hafa annað sjónarhorn, sumpart aðrar hvatir, aðra lífssýn og aðra pólitík. Skortur er á konum sem leiðarahöfundum.

Þótt umsækjendur séu margir, eru flestir greinilega ekki hæfir. Útgefendur og ritstjórar örvænta því og eru fegnastir, þegar valið tekst vel. Leiðbeiningar eru fáar og flestir frambærilegir leiðarahöfundar finnast af tilviljun.

Niðurstaða:
Leiðarahöfundar eru yfirleitt vel menntaðir og hátt borgaðir, hafa eigin skrifstofu, en þeir eru samt blaðamenn og mega ekki ofmetnast. Þingmenn og ráðherrar vilja taka við þá. Sá, sem ekki vill særa fólk, á ekki að taka verkið að sér.

* Finna höfund á ritstjórn.
* Finna hann annars staðar.
* Fátt um konur og minnihluta.
* Eru þær á þínum fjölmiðli.
* Mikilvægustu kostir höfundar.
* Hvað höfðar mest til þín.
* Hvaða leið mundir þú fara.
* Hvaða fjölmiðlar höfða til þín.

Allt, sem væntanlegur leiðarahöfundur hugsar, lærir eða reynir, kemur honum að gagni síðar sem leiðarahöfundi einn góðan veðurdag.

Sex atriði skipta mestu:
* Háskólapróf
* Framhaldsnám
* Lífsreynsla
* Lestur
* Menning
* Blaðamennska

Samkeppni hefur leitt til krafna um háskólapróf. Nám í blaðamennsku er viðurkennt. Þá eru 25% í blaðamennsku og 75% í öðrum greinum. Oft er meistaranám alls 45 ára og felur í sér hagfræði, listir, heilsufræði, lögfræði.

Sumir telja, að próf í blaðamennsku sé marklaust. Þeir segja, að menntun sé góð í öðrum greinum. Betra sé að fræðast um bókmenntir, sagnfræði, stjórnmálafræði, listfræði og hagfræði. Þriggja mánaða verklegt nám á fjölmiðli hjálpar í atvinnuleit.

Gott er fyrir leiðarahöfunda að hlaða batterí á námskeiði. Hvíldarár við háskóla eru mikilvæg. Vikunámskeið um ýmsa þætti skipta máli, um nýja og sveigjanlega hugsun, um nýja tækni, um siðfræði, samskipti við samfélagið. Helgarnámskeið eru í boði.

Við suma háskóla í Bandaríkjunum býðst leiðarahöfundum að vera gestaprófessorar í til dæmis eitt ár. Bókarhöfundur telur vera af því góða reynslu.

Leiðarahöfundur þarf að fara út af skrifstofunni. Það jafnast ekkert á við að hita fólk. Fílabeinsturninn er fallinn. Margir freistast til að skrifa leiðara á grundvelli þess, sem birst hefur í fréttum og í samræmi við leiðarahefðir. Þetta kemur ekki í stað samfélagsins.

Leiðarahöfundar efla traust sitt með því að sækja fundi stofnana og samtaka og með því að hitta fólki í hádegisverði, til dæmis andstæða málsaðila, hvorn í sínu lagi. Sum dagblöð bjóða fólki á fund leiðarahöfunda. Þeir þurfa líka að sýna sig í sölum Alþingis.

Veraldarvefurinn kemur ekki í stað persónulegra viðkynna. Leiðarahöfundur þurfa að rækta heimildir í ráðuneytum og embættum, í stjórnmálum. Þeir þurfa líka að hittast innbyrðis, til dæmis á hálfs dags námskeiðum.

Leiðarahöfundar lesa sjaldnast nógu mikið af fagurbókmenntum, svo sem sést af yfirborðslegri umfjöllun þeirra. Þeir eiga líka að lesa fréttablöð á pappír eða vefnum. Þeir eiga að sækjast eftir ýmsum sjónarhornum. Þeir eiga að nota Google og uppsláttarrit.

Leiðarahöfundar þurfa að horfa á sjónvarp til þess að vita um, hvað almenningur sér og hugsar. Þeir þurfa líka að vita um eyðimörk útvarps og um kvikmyndir.

Ritstuldur:
Leiðararhöfundar reiða sig á aðgengilegar upplýsingar í fréttablöðum, tímaritum og vefnum. Gildi upplýsinganna fer eftir áreiðanleika miðilsins. Leiðarahöfundar þurfa að átta sig á eignarhaldi höfunda á orðalagi.

Niðurstaða:
Leiðarahöfundar færa með sér forvitni og gott minni. Ef atriði fara inn um annað eyrað og út um hitt, hefur tími þeirra farið til einskis. Þeir þurfa að muna atriði eða að minnsta kosti að muna, hvar þeir geti fundið þau aftur.

* Heppilegt háskólanám.
* Flestir punktar í öðrum greinum
* Hvaða miðlar henta best.
* Hvaða uppsláttarbækur.
* Hvaða bækur um stíl.
* Hvaða gagnabankar.

Með nafnleysi fluttust leiðarahöfundar inn í fílabeinsturn. Flestir lesendur vilja vita, hver skrifar leiðara, enda eru þeir í raun flestir eins manns verk. “Editorial transubstantiation” hefur sætt gagnrýni, sögð vera rugl, ekki kraftaverk. “Við” er sagt vera lygi.

Með nafnbirtingu:
* Nafnleysi leiðarahöfundar er bara einnar aldar gamalt.
* Allir höfundar ættu að undirrita.
* Það er sagt forða höfundi frá áreitni, sem hann á skilið.
* Það forðar frá vantrausti.
* Nafnleysi er litlaust, leiðinlegt.

Með nafnleysi:
* Flestir fjölmiðlar (70%) nota nafnleysi og þeim fjölgar.
* Endurspegla skoðanir útgefanda
* Búið er að breyta leiðaranum.
Með færslu fjölmiðla í “groups” hafa afskipti útgefenda af leiðurum minnkað.

Ritnefndir:
Sums staðar eru ritnefndir, stundum skipaðar að hluta fólki utan ritstjórnar. Að sumu leyti eru þær blekking. Flestir leiðarar eru skrifaðir af einni persónu.

Sátt í stöðunni:
Það dregur úr deilum um nafnleysi, að meira er um kjallara, merkta höfundi. Þeir gera leiðaraopnuna mannlegri og leyfa höfundi að hafa aðra skoðun en fjölmiðillinn. Stundum eru samhliða birtir kjallarar með og móti.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé