Þjálfuð ýmis miðlun

Ritstjórn
Þjálfuð ýmis miðlun

Reglur Jónasar um stíl:
1. Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn.
2. Settu sem víðast punkt og stóran staf.
3. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann.
4. Forðastu klisjur, þær voru sniðugar einu sinni.
5. Keyrðu á sértækum sagnorðum og notaðu sértækt frumlag.
6. Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta.
7. Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt.
8. Hafðu innganginn skýran og sértækan.

Málalengingar og froða eru nýleg fyrirbæri í blaðamennsku hér á landi. Þau eiga þar ekki heima, enn síður í heimi ljósvakamiðla og netmiðla. Þeir miðlar heimta stuttan texta. Í stað froðunnar ber að auka aga á texta, stytta texta, koma honum í nútímaform.

Spurðu höfundinn ótal spurninga til að prófa yfirsýn hans. Sættu þig ekki við sæmilega vinnu. Láttu hann um að uppgötva og þróa eigin hugmyndir. Hafðu auga fyrir því sértæka. Bjargaðu höfundinum úr sjálfheldu of mikillar þekkingar á málinu.

Góðir höfundar endurrita endurrit sín. Þeir hafa gaman af að segja sögu. Þeir leita að mannlegum þáttum. Þeir segja þér gamansögur, lýsa sviðinu og rekja frásagnir. Spurðu alltaf um nafn hundsins, lit bílsins og tegund bjórsins. Ekki stytta sögur blint.

Minnisatriði: Góðir höfundar:
*Sjá heiminn í söguformi.
*Vilja eigin hugmyndir.
*Safna miklu magni upplýsinga.
*Gefa sér tíma í innganginn.
*Fara á kaf í söguna.
*Eru blæðarar, ekki hlauparar.
*Skipuleggja söguna.
*Endurskrifa endurskriftirnar.
*Treysta eyrum og tilfinningum.
*Hafa gaman af að segja sögu.
*Muna eftir lesandanum.
*Taka áhættu.
*Lesa margar sögur, fara í bíó.
*Skrifa of langt og vita það.
*Leiða lesanda til enda sögunnar.

Höfundur er í forgrunni, ritstjóri í bakgrunni. Höfundurinn fær stafina sína í blaðinu. Yfirmaður á ritstjórn er ekki upptekinn af sér. Hann skapar ekki. Hann fær eins mikið út úr höfundinum og höfundurinn hefur til að bera. Ritstjóri skilur sérþarfir höfundar.

Ritstjórinn notar salinn sem vettvang hróss. Hann kemur með blað með strikuðum hring yfir orð, leggur á borðið hjá höfundinum, segir: “Fínt sagnorð” og fer. Allir í nágrenninu hópast að höfundinum til að kíkja á sagnorðið.

Gildi ritstjórans:
*Fer fram fyrir söguna.
*Þekkir vel sagðar sögur.
*Forðast alhæfingar starfsfólks.
*Dreifir stjórn.
*Skilur fréttamenn.
*Notar sértæka gagnrýni.
*Innprentar gildin.
*Byggir upp sjálfstraust höfunda.
*Byggir upp samfélag á staðnum.
*Tekur áhættu.
*Hugsar um sjálfan sig.

Góður ritstjóri losar um ritstíflu höfundar. Segir: “Skrifaðu upp nokkra punkta og við skulum ræða þá.” Höfundar þarf yfirsýn, sjónarhæð til að sjá skóginn, og ritstjórinn færir honum það.” Ritstjórinn spyr og spyr. Góðir höfundar vilja láta ögra sér.

Aðstoð við niðurskurð er eitt mikilvægasta verkefni yfirmanns. Byrjaðu á að skera út kafla, ekki á að leiðrétta minni háttar villur.

Minnisatriði: Ritstjórinn:
*Virðir höfund sem einstakling.
*Skilur og þolir sérvisku hans.
*Notar hrós til að efla sjálfstraust.
*Hjálpar við að losa ritstíflu.
*Bendir á styttingar, niðurskurð.
*Temprar fullkomnunaráráttu.

Margir ritstjórar hafa grunsemdir um sérvisku. En þar getur verið skortur á sjálfstrausti, nagandi efi, taugaspenna. Sumir dimma skjáinn, ef einhver nálgast. Ritstjórinn á að losa um þetta með samræðu. Stundum er aðgerðarleysi bara hluti af aðgerð, er undirbúningur.

Ekki þola lélega vinnu. Sumir höfundar eru prímadonnur, sem geta minna en þeir halda. Við þá er erfiðast að eiga. Þá þarf að taka í gegn á löngum einkafundum. Byrjendur hafa oft óraunhæfar væntingar og missa traust á sér. Þeir þurfa handleiðslu yfirmanns.

Góðir ritstjórar lesa fréttirnar og átta sig á styrk og veikleika höfunda. 80% minnisbóka fréttamanna eru um orð frá valdhöfum og sérfræðingum. Þar er lítið um svið atburðarins, lítið um lit, hljóð og naglföst smáatriði, sjálfan veruleikann.

Minnisatriði:
*Skildu, að höfundar eru ólíkir.
*Lagaðu þjálfun að sérhverjum.
*Fagnaðu sérvisku.
*Breyttu ritstíflu í undirbúning.
*Slakaðu höfundum úr ritstíflu.
*Kannaðu verk höfundanna.
*Skildu, að yfirmenn eru ólíkir.

Ritstjórnir eru fullar af miðstéttarkörlum. Þær eiga þó að endurspegla allt litrófið, kyn, trú, þjóðerni, stéttir. Byggja þarf upp andrúmsloft þar sem allir geta starfað saman. Taka þarf tillit til sérkenna sérhvers. Komdu fram við hvern eins og hann vill láta gera við sig.

Hús fyrir alla:
*Skoðaðu vefslóðir minnihluta.
*Hittu vandamálasérfræðinga.
*Heimsæktu stofnanir sérhópa.
*Gerðu lista yfir slíkar heimildir.
*Gerðu lista yfir talsmenn hópa.
*Heimsæktu matstofur hópanna.
*Vertu í netsambandi við fólk.

Konur kunna betur að hlusta en karlar. Þær sýna, að þær heyra. Karlar tala stundum án augnsambands eða hafa augun á reiki um salinn, í stað þess að horfa á viðmælandann.

Minnisatriði:
*”Það skulið þér og þeim gera.”
*Hafðu sýn yfir fjölbreytnina.
*Þjálfaðu sýn til minnihlutahópa.
*Vísaðu höfundum á talsmenn.
*Æfðu samtöl gegnum aðskilnað.

Nánast öll tækni við þjálfun í prentmiðlum gildir líka um þjálfun í ljósvakanum. En gott er fyrir þjálfara í einni tegund miðla að læra af þjálfurum í öðrum tegundum miðla.
“Ef þú mættir gera þetta aftur, hverju mundir þú þá breyta?”

“Hver er þín sterkasta hlið?” “Hvað gerir þú best?” “Hvers vegna finnst þér það?” “Á hvaða sviði viltu bæta þig?” “Hvers vegna?” Opnar hvspurningar eru betri en lokaðar finnst-þér-ekki spurningar. Endaðu viðtöl alltaf á jákvæðum nótum.

Sjónvarpsfréttir eru teymisvinna. Ekki setja fyrir, heldur kalla eftir hugmyndum. Menn þjálfa hver annan, í bílnum. Ekki “standing-around-journalism”. Morguninn eftir er bezta skot gærdagsins sýnt til að hrósa því. Metnaður fárra smitar til hinna.

Í sjónvarpi þarf:
1. Margs konar skilafrestir.
2. Tvinna saman orð og myndir.
3. Setja umhverfishljóð inn.
4. Segja flókna sögu í stuttu máli.
5. Finna fókus.

Sittu á höndunum:
*Lestu ekki handritið strax.
*Spurðu í staðinn.
*”Segðu mér frá fréttinni.”
*Hlustaðu á svörin.
*Hvað sagði hann fyrst?
*Var hann ánægður?
*Áhyggjur af einhverju?
*Hvaða tíð notaði hann?
*Í hvaða röð sagði hann söguna?
*Hvar var komið þér að óvörum?
*Hver var aðalpersóna sögunnar?
*Hvert var aðalatriði sögunnar?

Einnig:
*Geturðu skrifað eins þú sagðir?
*Góð lýsing, geturðu byrjað þar?
*Þessi eina persóna, þarftu hinar?
*Hvar er þetta atriði í textanum?
*Þarftu að hringja út af þessu?
*Þarftu að fara úr þessum fókus?
*Hvernig tengirðu málsliðina?
*Geturðu endurtekið þetta aftar?

Nokkrar reglur:
*Fréttamaðurinn er ekki sagan.
*Fókus, fókus, fókus.
*Láttu bandið renna fyrst.
*Mundu að þú ert blaðamaður.
*Farðu nær. Einhver mun tala.
*Þegiðu og hlustaðu.
*Spurning, sem ekki er spurning.
*Gefðu tíma til að klippa, stýra.
*Hjálpaðu til við að bera dótið.
*Lærðu myndatöku.
*Farðu ekki með fjöldanum.
*Ekki láta sem þú sért í sjónvarpi.

Minnisatriði:
*Leyfðu fréttamanni að stýra.
*Spurðu hann opinna spurninga.
*Forðastu að dæma of snemma.
*Þjálfaðu á ritstjórnarfundum.
*Láttu myndatökumenn þjálfa.
*Ekki taka völdin á sögunni.
*Finndu tíma til þjálfunar.

Lengd hefur reynst tvíeggjuð á netinu. Allt flýtur í gögnum, en góður texti er ekki gögn. Beðið er um bókmenntalegan texta með innihaldi, anda og lit. “Rödd” er orð yfir allt, sem skapar þá ímynd, að höfundurinn sé að tala við lesandann á síðunni.

*Tungumál. Hlutlægt, sértækt.
*Tilvitnanir í glímukappa?
*Setningafræði. Stutt, einföld.
*Markmið og áhrif. Lífsreynsla.
*Tónn. Alvara eða gaman?
*Staða höfundar. Hlutdrægur?
*Málshættir eða einfaldleiki?
*Nálgun. Gömul eða ný?

Nýjar tegundir blaðamennsku:
*Prent plús. Bætt við myndum.
*Gagnvirkni. Smellt á hnappa.
*Myndasýningar á færibandi.
*Hljóðsögur.
*Myndasögur með frásögn.
*Lifandi umræða.
*Tengdu í aðrar sögur. Hypertext. Ekki línulaga. Mósaík.
*Skrifaðu með mynd og hljóði. Margmiðlun.
*Hvettu til gagnvirkni. Getur leitt til nýrra heimilda.
*Breyttu langhundum í seríu. Daglegar heimsóknir.

Seríur:
*Fókus dagsins á einni persónu.
*Aðgangur að nýrri heimild.
*Nægar sviptingar daglega.
*Verðlaun í endann.

*Byggðu safn og haltu því við. Hægt er að birta skjöl.
*Nákvæmni og hraði. Dagblöð skúbba á vefnum.
*Búðu til staðla. Siðfræði. Hugsa út fyrir boxið.

Minnisatriði:
*Prófaðu stutta frásagnarlist.
*Prófaðu nýjar raddir.
*Prófaðu ný form blaðamennsku.
*Tengdu í aðrar slóðir.
*Skrifaðu með hljóði og mynd.
*Hvettu til gagnvirkni.
*Sameinaðu hraða og nákvæmni.

Sjá nánar:
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé