Samstarf

Ritstjórn
Samstarf

Vansæl staða:
*Þú forðast augnsamband.
*Þú velur vaktstjóra.
*Skilar sögunni á síðustu stund.
*Þú þrýstir einu til að fela annað.
*Þú ferð undan í flæmingi.
*Þú ferð framhjá stjóranum.
*Þú lýgur að ritstjóranum.

Höfundar hrósa:
*Takk. Næst skoða ég tölurnar.
*Góð fyrirsögn. Náði fókusnum.
*Millifærslan virkaði vel.
*Þakka þér fyrir að styðja mig.
*Þakka þér fyrir að leyfa áhættu.

Höfundar nálgast ritstjóra:
*Útskýra.
*Kvarta.
*Biðja um samræmi
Enginn segir ritstjórum, að þeir hafi rangt fyrir sér.

Að þjálfa ritstjóra:
*Hann tali meira við höfundana.
*Hann finni tíma til þess.
*Hann kveði menn ekki í kútinn.
*Hann sé örlátur á lof.
*Hann skrifi meira.
*Ritstjórar vilja ekki óvænt atriði.
*Hafðu gott samband við alla í húsinu.
*Þekktu prófarkalesara, hjálpaðu.
*Skrifaðu minnisblöð til manna.
*Bíddu ekki eftir viðbrögðum.
*Gerðu þér grein fyrir þrýstingi á ritstjóra.

Minnisatriði:
*Hrósaðu góðum lagfæringum.
*Komdu með uppástungur.
*Gerðu yfirmönnum viðvart.
*Vertu almennilegur við fólk.
*Skrifaðu minnisblöð.
*Leitaðu eftir svörun.
*Taktu ábyrgð á eigin ferli.

Margir prófarkalesarar tala aldrei við höfunda. Enda líta sumir höfundar á þá sem óvini.
Tölvupóstur kemur víða í stað mannlegra samskipta og spillir fyrir þjálfun fólks.
Nú geta yfirmenn lesið handrit meðan þau eru í vinnslu.

Til eru prótokollar um samskipti höfunda og yfirmanna. Þeir eru vafasamir, því að þeir setja form á það, sem á að renna sjálfkrafa. Sumt gagnlegt má þó finna í prótókollum þessum. Til dæmis:

Breytt án samráðs: Stafsetning, ritvillur. Viðbætur. Klipping í rétta stærð. Stytting málsgreina. Brot á stílbók. Löguð tilvitnun. Brottfall texta sem varðar við lög. Samræming á hinum ýmsu textum greinar.

Samráð æskileg: Holufylling. Tilfærsla málsgreinar. Tilfærsla kafla. Endurskoðun fyrirsagnar. Brottfall dónaskapar. Umorðun tilvitnunar.

Samráð nauðsynleg: Niðurskurður fréttar. Breyttur inngangur. Aukin sanngirni. Löguð tilvitnun. Staðreynd breytt. Tóni breytt. Samræmi við eldri sögu. Skipti á myndum. Leiðrétting staðreynda. Viðtöl við heimildir. Hagsmunaárekstur. Frestun birtingar.

Prófarkalestur:
*Gleði sögunnar.
*Nákvæm tunga og stíll.
*Lærdómur er dreginn.
*Ritskoðuð orð, hljóð, myndir.
*Margt sagt í fáum orðum.
*Staða þín á ritstjórninni.
*Að lifa þetta af.

Minnisatriði:
*Texti batnar með prófarkalestri.
*Þeir bjarga starfsfólki daglega.
*Prótókollar hafa verið prófaðir.
*Þeir eru bara leiðbeinandi.
*Prófarkalesarar eru fólk.

Dæmi:
Hvað var í borgarstjórn í dag?
Hverjir voru í aðalhlutverkum?
Áttu von á einhverju óvenjulegu?
Eru til skjöl um málið?
Gott, hafðu samband, þegar þú kemur til baka.

Annað dæmi:
Hvað ertu með?
Um hvað er sagan?
Hverjir eru kaflarnir?
Hversu löng verður hún?
Hvenær fæ ég hana?
Gott, farðu í gang.

Oft er talað um þríþætt hlutverk:
*Leiðtogi.
*Stjórnandi.
*Þjálfari.

Leiðtoginn:
*Lýsir markmiðum. Hvers vegna.
*Skilgreinir áætlanir. Hvernig.
*Finnur og ræktar aðra stjóra.
*Byggir á grunni gilda.

Kovach og Rosenstiel um gildi í blaðamennsku:
Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:
1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
2. Hollusta hennar er við borgarana.
3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.
4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
5. Hún er óháður vaktari valdsins.
6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.
7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
9. Hún má beita eigin samvisku.

Stjórnun:
*Ræður hæfileikafólk
*Lætur það hæfa fréttum.
*Skapar skilyrði árangurs.

Starfsmaðurinn:
*Geri ég það, sem vænst er?
*Hef ég aðstöðu til þess?
*Hef ég tækifæri til þess?
*Hef ég fengið hrós nýlega?
*Er yfirmanninum annt um mig?
*Er stutt við framþróun mína?
*Er hlustað á skoðanir mínar?
*Er starf mitt talið mikilvægt?
*Er starfsfólkið fullt metnaðar?
*Hef ég góðan vin í vinnunni?
*Er talað við mig um framfarir?
*Hef ég fengið færi til að læra og vaxa?

Þjálfun:
*Fullkomnar blaðamennskuna.
*Byggir upp sjálfstraust manna.
*Skapar menningu hlustunar, lærdóms og samstarfs á ritstjórn.

Þjálfarinn:
*Hlustar á höfundinn.
*Hjápar honum að ná markinu.
*Skapar svigrúm til áhættu.
*Les höfundinn nánar en aðrir.
*Hjálpar að finna, hvað virkar.
*Kennir frásagnarlist fagsins.
*Lætur menn læra hver af öðrum.
*Er dagleg alfræði fyrir höfund.
*Kemur honum í innra samband.
*Verndar hann fyrir valdakerfinu.
*Kemur á samræðum á ritstjórn.
*Lætur hrósa fyrir góða vinnu.
*Lætur menn taka ábyrgð á sér.
*Gerir ritstjórn að gagnabanka.
*Les með höfundum og fyrir þá.
*Brýtur niður veggi milli deilda.
*Eflir orðfæri til samgangna.
*Flytur áfram það besta úr fortíð.
*Stöðug samráð við höfundinn.
*Er fulltrúi hinna bestu gilda í blaðamennsku.

Ráðleggingar til þjálfara:
*Hugsaðu hátt fyrir fyrirtækið.
*Slúðraðu ekki.
*Sýndu hugrekki og stattu við.
*Láttu starfsfólk ná í þig.
*Viðurkenndu gæðavinnu.
*Gakktu um vinnustaðinn.
*Taktu skynsamlegar ákvarðanir.
*Hafðu alla með í teyminu.
*Viðurkenndu mistök þín.
*Talaðu um fleira en vinnuna.
*Gerðu sögur framkvæmanlegar.
*Skildu þörf fólks á starfsgleði.
*Settu fordæmi fyrir aðra.
*Láttu höfund finna stuðninginn.
*Reyndu að vera sem nálægastur.
*Taktu málefnalegar ákvarðanir.
*Leyfðu fólki að gera mistök.
*Skrifaðu lof, en talaðu gagnrýni.
*Brjóttu reglur, ef þess er þörf.
*Gefðu öllum innblástur.

Minnisatriði:
*Leiðtogi, stjórnandi, þjálfari.
*Markmið, skipulag, ráðningar.
*Hæfileikar hæfi verkefnum.
*Byggir upp trausta starfsmenn.
*Þjálfun sígur niður að ofan.
*Höfundar taka faglega áhættu.
*Fjárhirðar, vandamála-leysarar.

Rauð ljós siðfræðinnar:
*Ekki bæta við söguna atriðum, sem ekki gerðust.
*Ekki blekkja notendur.
*Ekki stytta þér leið með staðreyndir.

Siðareglur eru hvarvetna á vesturlöndum þáttur í lífi blaðamanna.
Almennt fela nýjar siðareglur erlendis um þessar mundir eftirtalin atriði:
1. Leitið sannleikans og skýrið frá honum (seek truth and report it).

2. Forðist að valda óþarfa sársauka (minimize harm).
3. Verið óháðir og forðist hagsmunaárekstra (act independently).
4. Verið ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hver öðrum (be accountable).

Leið að siðferðis-ákvörðun:
1.Hvert er vandamálið?
2.Hver aðstoðar mig við lausnina
3.Vitum við nógu mikið?
4.Hver er tilgangur okkar?
5.Hvaða kostir eru í stöðunni?
6.Hverjar verða afleiðingarnar?
7.Hver verður fyrir afleiðingum?
8.Hvernig takmörkum við skaða?
9.Segi ég öllum satt með þessu?
10.Get ég svarað fyrir þetta?

Rauðar og grænar reglur:
* Farðu varlega. Vertu ábyrgur.
*Farðu eftir reglum. Hafðu markmið – fagmennsku.
*Virtu takmarkanir lýðræðis. Notaðu tækifæri lýðræðis.
*Strikaðu út atriði. Finndu leiðir til að hafa inni.
*Þú ættir ekki að gera það. Þú ættir að gera annað.
*Oft má satt kyrrt liggja. Er hægt að orða sannleikann?

Sjá nánar:
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé