Leiðaraskrif

Ritstjórn
Leiðaraskrif

* Velja málefni.
* Ákveða tilgang leiðararns.
* Ákveða notendahópinn.
* Ákveða tóninn.
* Rannsaka málið.
* Ákveða formið.
* Skrifa upphafið.
* Skrifa meginmálið.
* Endinn.

Þessi níu skref í leiðaraskrifum hafa almennt gildi. Vanur maður gerir þetta allt á klukkutíma. Óvanur maður er allan daginn að því. Hvor tveggja fer meðvitað eða ómeðvitað gegnum þessi níu skref.

Velja málefni:
Morgunblöðin skönnuð. Spurningar: Get ég stuðlað að skilningi fólks á málefninu? Hef ég upplýsingar eða innsæi, sem skiptir máli? Er umræða um það tímabær? Er þetta áhugavert mál eða mun lesendum leiðast það?

Ákveða tilgang og notendur:
Markmið leiðara er að sannfæra einhverja hópa, ekki endilega alla. Úrelt er að skipta notendum í álitsstjóra og meðreiðarsveina þeirra. Áhrif leiðara eru bein á þá, sem nota þá, hvort sem þeir eru álitsstjórar eða meðreiðarsveinar.

Ákveða tóninn:
Höfundar velja milli tilfinninga, gilda og tákna annars vegar og upplýsinga, gagna og raka hins vegar. Síðari aðferðin hefur eflst, enda hafa lesendur víðari sjóndeildarhring en áður. Þegar gögn skortir, taka fordómar við.

Rannsaka málið:
Umfang rannsóknar fer eftir þeim tíma, sem er til ráðstöfunar og því magni gagna, sem tagltækt er. Nú veitir veraldarvefurinn aðgang að gífurlegu magni gagna á örskammri stund.

Ákveða formið:
* Einhliða eða tvíhliða röksemdir.
* Röð röksemdanna.
* Hversu mikið er hægt að breyta skoðunum.

Einhliða röksemdir hæfa lesendum, sem
* eru sannfærðir fyrirfram,
* eru minna greindir, menntaðir,
* þekkja ekki málefnið,
* heyra ekki mótrökin,
* telja málið ekki umdeilt.

Tvíhliða röksemdir hæfa lesendum, sem
* eru fyrirfram mótdrægir,
* eru menntaðir,
* eru vanir að heyra báðar hliðar,
* munu heyra hina hliðina.

Veikasti staður röksemda er í miðjunni, þar eru mótrökin oft sett. Ekki má búast við, að leiðarar geri meira en að staðfesta fyrri skoðanir. Leiðari getur þó breytt skoðunum, ef hann er ekki of langt frá upphaflegum skoðunum og æsir fólki ekki gegn sér.

Tvíhliða: SAADC = Situation + arguments pro and con + discussion + conclusion.
Einhliða:
SAC = Situation + argument + conclusion.
CSAC = Conclusion + situation +
argument + conclusion.

Skrifa upphafið:
Upphafið er mikilvægast. Fyrstu orðin þurfa að vera nógu áhugaverð til að fanga athygli. Oft lýsa þau ástandi, sem er tilefni leiðarans. Það er hlutlaus aðferð, sem æsir lesandann ekki gegn leiðaranum.

Oft er byrjað á bakgrunni eða á viðurkenndu almenningsáliti, áður en reynt er að sveigja fólk inn á nýja braut. Stundum er byrjað á spurningu, sem leiðarinn svarar síðan. Sú spurning má ekki vera almenns eðlis, heldur sértæk.

Skrifa meginmálið:
Reyndur leiðarahöfundur er aðeins sekúndur að velja málefni, tilgang, notendur, tón, form. Hann gerir það ómeðvitað. Þegar kemur að meginmálinu, reynir á, hvort hann sannfærir lesendur eða ekki. Þar eru röksemdir málsins.

Skrifa endinn:
Vel skrifuð byrjun dregur lesendur til sín. Vel skrifað niðurlag sannfærir þá.
Niðurlag getur verið margs konar, en sex tegundir eru mikilvægar, mismunandi ákveðnar:

Val um niðurlag:
* Hvetja
* Mæla með
* Andmæla
* Úrskurða réttmæti
* Hughreysting
* Mjúk lending

Hvatning:
* Gerðu …
* Verður að …
* Á að …
* Ætti að …
* Þarf að …
* Við hvetjum …
* Vona að …

Meðmæli:
* Mikil þörf
* Mikilvægt
* Mjög lofsvert
* Skiljanlegt
* Gott
* Lofsvert
* Skref í rétta átt
* Jafnvægi
* Áhugavert
* Fer eftir ýmsu

Andmæli:
* Fordæma
* Slæmt
* Óskiljanlegt
* Ekki áhættunnar virði
* Ætti ekki
* Kallar á spurningar
* Minna en

Úrskurða réttmæti:
* Almenningur á rétt á …
* Verndun lýðræðis

Hughreysting:
* Já, en …
* En að minnsta kosti …
* Ekki gallalaust, en …

Mjúk lending:
Leiðari sem fréttaskýring
* Gæti
* Kynni að
* En …
* Engin einföld lausn
* Engin lausn
* Ekki til umræðu

Niðurstaða: Menn stíga sum níu skrefanna ómeðvitað. En allir höfundar þurfa að byrja á að hugsa um tilgang leiðarans, notendahópa hans, finna tóninn, rannsaka málið, finna formið. Velja þarf einhliða eða tvíhliða röksemdir. Ýmislegt niðurlag.

* Skilgreindu ýmsa leiðara.
* Finndu mismundi leiðari.
* Skrifaðu SAADC og CSAC.
* Skrifaðu misjafnan tón, form.
* Finndu dæmi um sex niðurlög.
* Breyttu mjúkri lendingu í harða.
* Breyttu einum hópi í tvo.

* Rétt magn staðreynda.
* Rökrétt niðurstaða.
* Samræmdur sjónarhóll.
* Skýr viðmið.
* Hæfileg lengd málsgreina.
* Spöruð orð.
* Rétt málfræði.
* Ekki klisjur eða fagmál.
* Rétt orðaval.
* Litríkt mál.

Rétt magn staðreynda:
Nota bara þær, sem þarf. Leiðarar þurfa ekki eins margar og fréttir þurfa. Ekki gera þó ráð fyrir, að lesandi hafi séð fréttina. Rými í leiðara er takmarkað. Of mikið magn staðreynda getur latt lesandann.

Rökrétt niðurstaða:
Það fer auðvitað eftir mati hvers og eins, hvenær niðurstaða er rökrétt.

Samdræmdur sjónarhóll:
Ég-þú-hann-við. Ekki ramba fram og aftur.

Skýr viðmið:
Fornöfn eru oft notuð til að spara endurtekningu nafnorða. Þetta getur flækt mál, einkum ef of langt er milli nafnorðs og fornafns. Fornafn er litlaust, hrygglaust, einkum ef það er í annarri málsgrein en nafnorðið.

Hæfileg lengd málsgreina:
Lesendur eiga auðveldara með að skilja leiðara en fréttir. Höfundar eru reyndari en fréttamenn og hafa betri tíma. Læsileiki fer sumpart eftir meðallengd málsgreina og fjölda atkvæða í orðum (readability scale). Hafðu það einfalt.

Spöruð orð:
* Brjóttu niður langa málsgrein.
* Forðastu endurtekningar orða.
* Strikaðu út vandræðaleg orð.
* Einfaldaðu orðalag.
* Notaðu þátíð.

Rétt málfræði:
Áhöfnin er eintala, skipverjar eru fleirtala (ekki áhafnarmeðlimir).
Kommur eru oft notaðar, þar sem punktar eiga að vera.
Leiðréttingaforrit leiðrétta suma stafsetningu, en þau geta ekki séð allt. Þau framkalla ekki góðan stíl.

Ekki klisjur eða fagmál:
Klisjur eru almannamál, fagmál er mál hópa. Klisjur eru stundum spakmæli, sem sæta ofnotkun. Almenningur skilur ekki fagmál hópa. Notaðu tungumál alþýðunnar.

Rétt orðaval:
Leitaðu að veikum orðum og þeim, sem ekki hæfa textanum. Strikaðu út lýsingarorð og atviksorð. Láttu ekki leiðréttingarforritið nægja. Varaðu þig á orðum, sem fela í sér fordóma, t.d. rasisma.

Litríkt mál:
Litríkt mál flytur ekki bara með sér lit, heldur skýrir það málið. Myndlíkingar henta oft í leiðurum (hagkerfið rekur öxlina upp í vindinn).
Einnig samlíkingar.

Niðurstaða: Fylgja þarf þessum skrefum, en það tryggir samt ekki góðan leiðara. Þú þarft að vera rólegur, yfirvegaður, ákveðinn, kjarnyrtur, ögrandi, uppörvandi, rökréttur, vel máli farinn, hafa skoðanir, vera upplýsandi, vera áhugaverður og vera sannfærandi.

* Of mikið af staðreyndum.
* Strikaðu út orð í leiðara.
* Finndu misræmi í röksemdum.
* Teldu út atkvæðafjölda orða.
* Flokkaðu læsileika leiðara.
* Finndu of einfaldaðan leiðara.
* Finndu klisjur og fagmál.
* Finndu ranga orðanotkun.

Leiðarafundir:
Sumir sakna þeirra. Aðrir segja þá tímaeyðslu. Oft er sæst á það litla, sem menn eru sammála um. Þeir eru oft þrisvar í viku.

Dæmigerður vinnudagur:
3,2 klst undirbúningur og skrif leiðara 6,7 sinnum í viku. 2,8 klst ritstjórn og umbrot. 2,1 klst stjórnsýsla. 1.3 klst lestur tímarita. 0,9 klst. fundir. 0,9 klst skipulag. Alls er vinnuvikan að meðaltali 49 klst.

Niðurstaða:
Lítið samræmi er milli útbreiðslu dagblaðs og fyrirhafnar við leiðarasíðu.
Leiðarahöfundar mega aldrei hætta að vera “generalistar” fremur en sérfræðingar.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé