0638 35 afsakanir

0638

Rannsóknir
35 afsakanir

35 afsakanir blýantsnagara fyrir því að láta þig ekki hafa stafræn gögn.
Teknar saman á námskeiði hjá Poynter stofnuninni um blaðamennsku í Bandaríkjunum.

1. Við vitum ekki, hvernig við eigum að gera það.
Ég skal sýna þér það.
Kanntu ekki vinnuna þína?
Hver kann það?
Ég vil hitta tölvutækninn.
Ég tala þá við forstjórann.
Getur þurft að koma með búnað.

2. Það er orðið of seint í dag.
Hvenær opnarðu í fyrramálið?
Það ætti að taka stuttan tíma.
Hvað ætlarðu að gera og hvað tekur það langan tíma?
Getur skjalasafnið gert það?
Hafðu góðan fyrirvara á óskinni.

3. Það tekur of langan tíma.
Það getur ekki verið svo erfitt.
Hversu langan tíma tekur það?
Allt í lagi, ég bíð, ég les eintak af upplýsingalögunum á meðan.

4. Sá sem kann á þetta er í tveggja vikna fríi/er hættur.
Hver vinnur þá fyrir þig?
Hver er afleysingamaðurinn?
Hvað ef ég spyr forstjórann?
Ég trúi ekki, að stofnunin liggi niðri í tvær vikur.

5. Það er of dýrt að gera þetta.
Biddu um sundurliðun.
Bjóddu málamyndaupphæð.
Skoðaðu, hvort aðrir borgi.
Bjóddu yfirvinnugreiðslu.
Komdu með eigin disk.
Skoðaðu gjaldskrána.
Ég skal gera það sjálfur.

6. Við höfum aldrei gert það áður.
Ég skal vera varkár.
Ég mun samt virða þig
Og hvað með það?
Þið takið afrit. Ég skal nota það.
Ég skal sýna þér hvernig.

7. Þú gætir notað skrána sem póstlista.
Sýndu mér reglurnar um það.
Ég lofa að gera það ekki.
Er hægt að gera reiti óvirka, sem annars væru notaðir við póstlista?

8. Þetta er ekki gagnabanki fyrir almenning.
Sýndu mér reglurnar.
Ég sé þig í réttarsalnum.
Sendu beiðni til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

9. Við þurfum samþykki annarra stofnana, sem koma að bankanum.
Láttu mig vita, þegar þú hefur náð samþykki allra.
Sýndu mér reglurnar um það.
Hvað tekur það langan tíma?

10. Við erum ekki sáttir við það, sem þú hefur í huga.
Það var leiðinlegt.
Segðu mér, af hverju það kemur þér við.
Þér mun líka fréttin.
Ég skal skrifa undir samkomulag.

11. Við geymum gögnin ekki þannig.
Hvernig geymið þið gögnin?
Allt í lagi, láttu okkur hafa það, sem þú hefur.
Ég vil tala við tölvumanninn þinn.

12. Það eru leynileg skjöl í bland.
Taktu þau þá út.
Hafðu samband við samtök, sem geta heimtað skjölin með þér. Láttu málið varða almannaheill, ekki heill fjölmiðils.

13. Þú skilur ekki gögnin.
Ég skil þau.
Hvar eru reglurnar um það?
Fallegt hjá þér að hafa áhyggjur, þú þarft það ekki.
Því meira sem þú hjálpar okkur því meira skiljum við.
Ég hringi þá í þig.

14. Við geymum það ekki í tölvunni.
Líttu á útskriftina, hún er útskrift.
Sendu bréf í Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
Skrifaðu gögnin upp af pappírsskjali.

15. Þú færð bara útskrift.
Sýndu mér reglurnar um það.
Getum við hana stafrænt?
Fréttin verður laus við villur, ef við fáum efnið stafrænt.

16. Við látum þig hafa skýrsluna.
Gott, ég fæ þá bæði hana og gögnin.
Ég þarf gögnin til tölvuvinnslu.
Gögnin fara í tölvuvinnsluna hjá okkur.

17. Þú hefur ekki búnað fyrir þetta.
Jú, ég hef það.
Ráðgjafinn minn hefur það.
Sýndu mér reglurnar um það.

18. Tölvan getur ekki búið til skrár.
Þá er það ekki tölva.
Ég nota þá bara afritið.
Hvernig geymið þit stafræn skjöl?

19. Forritarinn er önnum kafinn.
Ósk um skjöl er opinber ósk.
Ég skal borga eftirvinnuna.
Ég skal koma með minn forritara.

20. Ef þú færð það, fá allir það.
Og hvað með það.
Allir eiga rétt á því.
Taktu afrit, það hjálpar þeim næsta.

21. Við getum ekki látið þig hafa það, af því að það bryti samning við hugbúnaðarfyrirtækið.
Skrifið þið undir svoleiðis samninga?
Láttu mig hafa gögnin, ekki forritið.

22. Við kunnum ekki á tölvurnar.
23. Við höfum ekki tölvu, sem les svona gömul skjöl.
24. Þú færð þetta ekki, af því að þú veist ekkert.
25. Ég skil ekki óskina.
26. Þú gætir spillt gögnum í tölvunni.

27. Láttu mig hafa óskina skriflega.
28. Við þurfum ekki að láta þig hafa þetta.
29. Ekkert í reglugerðinni segir neitt um stafræn gögn.
30. Ég skal gera það, þegar nýja tölvukerfið er komið.

31. Það er einkafyrirtæki, sem heldur utan um gögnin, talaðu við það.
32. Skráin er ódýr, en þú þarft að kaupa hugbúnað, sem er dýr.
33. Við erum ekki með ábyrgðartryggingu.

34. Við týndum lykilorðinu, við breyttum notendaviðmótinu og söfnum upplýsingum ekki svona.
35. Hundurinn át lykilorðið.

Brant Houston
Computer-Assisted Reporting
A Practical Guide
3rd Edition
2004