0615 Kerfið II

0615

Rannsóknir
Kerfið II

Grunsemdir vakna um eftirlitsiðnaðinn:
1) Er byggingaeftirlit og matvælaeftirlit undirmannað?
2) Er byggingaeftirlit og matvælaeftirlit vanhæft?

3) Eru keyptir hlutir eða þjónusta, sem opinberi aðilinn getur annast sjálfur?
4) Eru útboðslýsingar samdar með tilliti til hagsmuna eins birgis?
5) Bjóða birgjar opinberum starfsmönnum gjafir, veislur, afslætti?

Grunsemdir vakna um þjónustu?
1) Er gata bæjarfulltrúans malbikuð fyrst? Hér mokuð?
2) Er betur hugsað um garða í hverfum ríka fólksins?
3) Bregst gatnagerðin seint við ábendingum um þörf á viðgerðum?

4) Er brú að hruni komin?
5) Nota skólar meira fé en svipaðir skólar annars staðar í stjórnstöðvar, hús og íþróttamannvirki, en minna í bækur og hádegismat?
6) Hver er viðbragðstími lögreglu og slökkviliðs í samanburði við aðra staði?

Grunsemdir vakna um siðferði:
1) Hafa þingmenn eða bæjarfulltrúar hagsmuni af lögum og reglum, sem þeir setja?
2) Fara þingmenn eða bæjarfulltrúar að tillögum styrktaraðila?
3) Er dómari og málflutningsmenn í gömlu “strákafélagi”?

Grunsemdir byggjast venjulega á leka um ákveðinn vanda. Sá leki getur komið innan úr opinberri stofnun eða frá almenningi, sem er ósáttur við þjónustuna. Rannsókn getur líka byggst á grunsemdum, sem vakna inni á ritstjórn.

Þótt rannsóknablaðamaður telji sig vita, hvernig stjórnvöld starfa, kemur oft í ljós, að þekkingu skortir á smáatriðum. Hann aflar sér þekkingar með því að vera í miklu sambandi við fólk, sem þekkir til, og með því að afla gagna um málin.

Blaðamaðurinn aflar sér þekkingar á svona sviðum:
Kosningar:
1) Hverjar eru reglurnar um meðmælendur á framboðslistum?
2) Hverjar eru reglurnar um framboðsauglýsingar á almannafæri?

3) Hverjar eru reglurnar um áróður við kjörstaði?
4) Hverjar eru reglurnar um söfnun styrktarfjár?
5) Getur frambjóðandi notað afgang styrktarfjár í eigin þágu?
6) Hverjir mega ekki bjóða sig fram, hverjir mega ekki kjósa?

Skattar:
1) Hverjar eru reglurnar um nýtingu skattpeninga?
2) Hvernig er skattaálagning kærð?

3) Eftir hvaða reglum er innkomið skattfé geymt á bankareikningum?
4) Hverjar eru reglurnar um sölu opinberra bygginga? Jarða?
5) Hvernig geta stjórnvöld tekið fé að láni?

Atvinna:
1) Hvaða hæfni þarf til skilgreindra opinberra starfa?
2) Þarf að auglýsa laus störf?
3) Hvaða störf eru háð útkomu í prófi?
4) Hvernig er eftirlit með starfsfólki?

6) Hafa ferilskrár umsækjenda um starf verið sannreyndar?
7) Væri betra að bjóða út þjónustu en reka hana sjálf?

Eftirlit:
1) Hvers konar hús þurfa hvers konar eftirlit?
2) Hvaða starfsgreinar eru háðar leyfisveitingu?

3) Hvernig er skipuð aganefnd vegna læknamistaka?
4) Eftir hvaða reglum er farið, þegar ákveðið er, að maður sé handtekinn, ákærður, fangelsaður eða látinn laus fyrir tímann?

Birgjar:
1) Hverjar eru reglurnar um útboðsauglýsingar?
2) Hverjar eru reglurnar um höfnun tilboða og samþykkt?
3) Hvað er hægt að kaupa án útboðs?

4) Eftir hvaða reglum er farið í úthlutun félagsþjónustu?
5) Hvernig eru námsstyrkir veittir eða námslán?
6) Hverjir eiga rétt á húsnæðisstyrk?

Opinber gögn geta verið tvenns konar:
1) Starfsskjöl: Fundargerðir, fjárhagsáætlanir, ársreikningar, launaskrár, samningar, útboðslýsingar.

2) Skjöl annarra aðila: Leyfisumsóknir, eftirlitsskýrslur, dómskjöl, fæðingarvottorð, dánarvottorð, fyrirtækjaskrár, lögregluskýrslur, veðbókarvottorð.

Þegar menn þekkja lög og reglugerðir, er auðveldara að nálgast vandamálin:
1) Eru menn of linir við að framfylgja lögum og reglum?
2) Fara menn sjálfir eftir þessu?
3) Eru lög og reglur ófullnægjandi?

Siðferði:
1) Hvaða viðskipta- eða persónutengsl eru óheimil hjá dómurum, þingmönnum, embættismönnum?
2) Listi yfir ósiðlegar aðstæður?
3) Hvaða embættismenn verða að gefa út opinbera skrá um einkahagsmuni?

Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002