0610 Spor fólks

0610

Rannsóknir
Spor fólks

Þegar rannsóknamenn hafa fengið að vita um mann, stofnun eða málefni frá annars og fyrsta stigs heimildum, er kominn tími til viðtals. Þótt þessi bók fjalli einkum um pappírsslóðir, nægja þær ekki einar og sér. Pappírar koma fyrst, síðan viðtölin.

Skrár eru tilgangur að markmiði, ekki markmiðið sjálft. Tala þarf við fólkið, sem samdi skrárnar og heldur þeim við, og fá það til að skýra þær. Tala þarf við fólkið, sem lýst er í skránum og gefa þeim færi á að túlka skráninguna.

Staðsetning heimilda og viðtal við þær:
Flestir ofmeta viðtalsgetu sína. Margir kasta netinu ekki nógu djúpt í vatnið, þegar þeir fiska eftir heimildum. Blaðamenn eiga að leita í senn að “fyrrverandi” og “núverandi” heimildum.

Blaðamaður gefur sér ekki, að heimild vilji ekki tala. Fólk getur haft sínar ástæður fyrir að samþykkja viðtal, án þess að slíkt komi fyrirfram í ljós í rökhyggju blaðamannsins. Oft koma líka áður óþekkt atriði fram í viðtali. Samanber Segretti í Watergate.

Sumir kunna að vilja tala, en eru heftir af ástæðum, sem varða starf eða lög. Þá er gott að spyrja: “Ef þú værir að ná í þessar upplýsingar, hvar mundir þú þá leita.” Í bókinni All the President’s Men er mikið af slíkum tilvikum.

Sumir “fyrrverandi” eiga um sárt að binda og geta því ýkt eða logið. Það er blaðamannsins að greina kjarnann frá hisminu. Ef heimildin gefur sig fram að fyrra bragði, þarf að viðhafa varúð gegn annarlegum sjónarmiðum. En alltaf gefa sér tíma í fréttaskot.

Robert Reich: “Washington er gegndreyp. Allt lekur þar. Sumir leka til að sýnast mikilvægir. Allir hafa konu, vini eða ástfólk annars staðar í kerfinu. Í þessari borg eins fyrirtækis er engin leið að greina milli persónumála og opinberra mála. Líka í Reykjavík.

Að finna fólk:
Þegar búið er að skilgreina heimild, þarf að finna hana. Netföng eru einfaldasta leiðin. Einnig heimasíður, umræðuhópar, póstlistar, fréttahópar og spjallsíður.

Símaskrár og götuskrár:
Allt of fáir muna eftir gömlu og góðu símaskránum, á pappír eða á netinu. Götuskrár, til dæmis símaskrár á netinu eða kjörskrár, finna heimilisfólk og nágranna. Fleygðu aldrei gömlum skrám.

Aðrar skrár:
Um þessar mundir er reynt að loka ýmsum skrám fyrir almenningi, svo sem kjörskrám, ökuskírteinaskrám, ökutækjaskrám, fasteignaskrám. Slíkar skrár eru yfirleitt að mestu lokaðar á Íslandi, nema gegnum eina tegund leitar.

Þetta er partur af prívatvæðingu á vesturlöndum. Embættismenn hafa náð fylgi við þá skoðun, að réttur fólks til einkalífs sé mikilvægari en réttur samfélagsins til að fá að vita um alls konar hneyksli, einkum í fjármálum. Þau hafa verið prívatvædd.

Uppljóstrarar:
Þótt aðrar heimildir vilji fela sig, gera flautublásarar það ekki. Þeir eru núverandi eða fyrrverandi aðilar, sem vilja fá athygli. Í Bandaríkjunum eru þeir verndaðir með Flautublásaralögunum.

Uppljóstrarar hafa fengið nýtt vopn með tölvupóstinum. Þeir geta farið gegnum þjónustu á borð við www.anonymizer.com eða www.enonymous.com til að leyna nafni sínu fyrir blaðamanninum. Til eru heilu bækurnar eftir flautublásara.

Ytri sérfræðingar:
Gott er að tala við ytri sérfræðinga, sem ekki þurfa að óttast hefndaraðgerðir. Þeir eru einkum til taks í háskólum, sem oft hafa lista yfir sérfræðinga, sem vilja tala.

Sumir sérfræðingar eru hlutdrægir eða vilja koma sér á framfæri. Rétt er að hafa samband við háskólann til að skýra málefnið og tala síðan við þann, sem deildarforsetinn mælir með.

Prof.net er tölvupóstkerfi, sem tengir saman blaðamenn og háskólamenn. Þar er hægt að senda inn spurningar og fá svör úr kerfinu. Þessi þjónusta er ókeypis, því að sérfræðingarnir vilja koma sér á framfæri.

“Think tanks” eru stofnanir, sem koma fram sem álitsgjafar. Þar er töluvert af sérfræðingum, en oft eru þessar stofnanir með hugmyndafræðilega ballest. Óháðir “think tanks” eru 1200 í Bandaríkjunum. Athuga William M. Arkin og atómvopnin.

Flautublásari nýtur viðurkenningar í bandarískum lögum. Hann er starfsmaður hins opinbera eða fyrirtækis, kemst að óeðlilegum vinnubrögðum og kvartar yfir þeim.

Ekki er alltaf nóg eða best að tala við forstjóra stofnana og fyrirtækja, sem oft vita ekki, hvað er að gerast í fyrirtækinu. Oft eru það yfirmenn á miðstigum, sem vita mest og best um mál.

Valdakerfi:
Oft eru titlar og skipurit villandi. Oft eru þeir valdalitlir, sem hafa mestu titlana. Best er að spyrja valdamikla aðila að því, hver sé valdamestur. Finndu, hver talar fyrir hönd stofnunarinnar, þegar á bjátar. Finndu minnihlutahópa.

Ferilskrár:
Farðu yfir ferilskrá línu fyrir línu til að leita að ýkjum eða fölsunum. Margar fullyrðingar í ferilskrám má staðfesta annars staðar.

Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002