0612 Valdamenn

0612

Rannsóknir
Valdamenn

Þegar rannsókn er komin í gang, koma fljótlega í ljós einstaklingar. Mannlýsingar þeirra eru mikilvægur þáttur í rannsóknablaðamennsku. Hverjir eru þeir, hver er bakgrunnur þeirra, hverjir eru í sambandi við þá, hver er tilgangur þeirra?

Veldu mann og kannaðu, hvað þú getur fundið um hann:
1) Kjörskrá veitir upplýsingar um heimilisföng og mannanöfn.
2) Símaskrá á netinu veitir upplýsingar um heimili og nöfn.
3) Þjóðskrá veitir upplýsingar um kennitölur fólks.

4) Bifreiðaskrá veitir upplýsingar um bíla og mannanöfn.
5) Manntalsskrá veitir upplýsingar um fæðingardag og foreldra.
6) Fasteignaskrá veitir upplýsingar um eigendur fasteigna.

7) Veðbók veitir upplýsingar um fyrri eigendur og um veðbönd á eign.
8) Eftirlitsskrár veita upplýsingar um ástand fasteigna.
9) Árbækur skóla veita upplýsingar um bekki og nemendur.

Opinberar persónur eru yfirleitt slípaðar af umgengni við blaðamenn. Þær koma vel fyrir, eru fljótar til svara, eru sannfærandi. Rannsóknablaðamaður verður að forðast að lenda í álögum vegna þessa. Hann þarf að meta upplýsingarnar sjálfur.

Ef opinber persóna segist ekki hafa gögn eða ekki muna þau, segir blaðamaðurinn: Ég skal hringja í þig á föstudaginn til að vita, hvort þú hefur fundið gögnin. Ef ekki næst þá í persónuna, segir blaðamaðurinn enga sönnun hafa komið fram.

Off-the-record er sú staða, að viðmælandi óskar, að ekki sé haft eftir sér það sem þeir ætla að segja, og blaðamaðurinn samþykkir það. Ekki er gott að leyfa viðmælanda að fara off-the-record hvað eftir annað í einu viðtali.

Ef viðmælandi veldur erfiðleikum að þessu leyti, getur blaðamaðurinn þurft að segja, að viðtalið sé ónýtt, og því verði að slíta vegna þessa viðhorfs viðmælandans. Það er þá tekið fram, þegar birt er frétt um viðtalið.

Off-the-record kemur til geina, þegar verið er að safna gögnum. Það kemur ekki til greina, þegar viðmælandinn á að svara gagnrýni, sem fram hefur komið. Ef off-the-record hefur verið heimilað, þarf blaðamaðurinn að muna að fara aftur á “on”.

Vafasamt er, að rannsóknablaðamaður taki þátt í umræðusýningu í sjónvarpi í tilefni af grein, sem hann hefur skrifað. Ef blaðamaðurinn verður hluti af sjónarspili stjórnmálanna, verður þrasari, dregur það úr gildi góðrar vinnu hans.

Bloggsíður blaðamanna geta verið hættulegar, truflað starf þeirra við rannsóknir. Óþarfir utanaðkomandi hlutir trufla starf þeirra, af því að þeir kommentera í bloggi á verk sín á vinnslustigi. Menn eiga að forðast að taka þátt í þrasi á vefnum.

Rannsóknablaðamennska hér á landi hefur stundum spillzt af Vilmundsku, það er að segja, birtur er ósannreyndur leki og blaðamaðurinn lendir síðan í ritdeilu um lekann, sbr. Hafskip, Rannsóknanefnd sjóslysa. Góð rannsókn t.d. Árni Johnsen.

Rannsóknablaðamennska getur snúist um mál, sem ekki eru hrein lögbrot. Þá leggur blaðamaðurinn spilin á borðið og lesandinn eða hlustandinn metur sjálfur, hvort hann telji umfjöllunarefnið hafa hagað sér sæmilega eða ekki.

Innskot: Blaðamenn skapa sér eigin aðstæður. Það þarf blaðamann, allt annað er umgjörð. Tækifærin eru alls staðar. Fjölmiðlar eru gleymnir. Meiri þrautseigja í USA, sófablaðamennska hér. Hér gefast menn upp, ef þeir fá ekki skjöl í tölvupósti.

Tæknibylting gerir rannsóknablaðamennsku auðveldari núna.
Tölvur, farsími, númerabirting, forrit, gagnabankar, internetið.
Þá voru 12 menn í Watergate, nú mundu 3 duga.
Þá tók málið 13 mánuði, nú tæki það 3 mánuði.

Minna er sannreynt hér, er viðhorf almennings því neikvæðara?
Þrautseigja dugir ekki hér, afhjúpun hefur ekki afleiðingar. Viðbrögð stjórnvalda svipuð, leit að leka, hefnd. Pólitíkusar svara ekki, þegja í kaf. Minni kröfur til valdamanna.

Rannsóknafréttir fjölmiðla helgarinnar snúast báðar um eitt atriði, stjórnvald fer ekki eftir settum reglum og lögum. Það er algengur vandi í stjórnsýslu hér, að ekki er farið þétt eftir bókinni. Íslensk stjórnsýsla svarar heldur ekki bréfum og finnur þau ekki.

Margt af því, sem hefur verið flokkað sem rannsóknir hér á landi, er það ekki, heldur slagsmálablaðamennska. Samanber Hafskip, þar sem leki var ekki sannreyndur og úr urðu slagsmál um, hvað væri satt. Fjölmiðillinn var vefengdur.

Þannig var líka Geirfinnsmálið. Því var slegið upp á forsendum leka eða slúðurs, en sannreynsla fór forgörðum. Málið varð að pólitískri þvælu. Blaðamenn verða að forðast að missa mál út í Geirfinns- eða Hafskipsstíl. Árna Johnsen málið var miklu betra.

Rannsóknir nefnda:
Í Bandaríkjunum skipta rannsóknir þingnefnda máli, svo og sérstakra rannsóknanefnda þingsins. Gögnin eru opin almenningi. Skýrslur ríkisendurskoðanda eru opnar almenningi. Þingmenn taka að sér fyrirspurnir, líka hérna.

Eltið dollarann:
Framlög til kosningabaráttu eru opin í Bandaríkjunum og tilefni margra rannsókna. Fjáröflun er hornsteinn stjórnmálanna og hefur breytt eðli þeirra. Lögmenn og þrýstihópar hafa náð betri tækni og betri tökum á pólitíkinni.

Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002