0609 Beztu heimildirnar

0609

Rannsóknir
Bestu heimildirnar

Lou Rose: Ég hef safnað fólki, sem ég hef aldrei hitt. Ég get lýst því úr gagnabönkum, fæðingu þess, augnalit, bílaeign þess, hvað bílarnir kostuðu. Ég veit um skilnaðina, fjölda umferðarlagabrota, sögu fasteigna þess, fjárhag þess.

Eftir sólskinslögin í Bandaríkjunum hefur stóraukist geta blaðamanna til að raða saman ævi fólks með því að fletta í gagnabönkum. Slíkt aðgengi og notkun að gagnabönkum er ekki heimil hér á landi samkvæmt úrskurðum Persónuverndar.

Munur Bandaríkjanna og Íslands felst fyrst og fremst í, að þar er auðvelt að nota kennitölu fólks til að bera saman margar skrár, en hér er amast við því, að kennitala sé notuð til að hengja saman skrár.

Kennitala:
Hún er lykill að leit, hvort sem er hjá opinberum aðilum eða einkaaðilum. Notkun kennitölu er orðin næsta alger í þjóðlífinu. Persónuvernd reynir að vernda kennitöluna. Það hamlar starfi við rannsóknablaðamennsku.

Veðbókarvottorð:
Í Bandaríkjunum er ekki aðeins hægt að leita að veðböndum eftir fasteignum, heldur líka eftir persónum. Þar má finna nöfn og númer fólks, sem ekki er í símaskrá, nöfn maka og viðskiptafélaga, dagsetningar eignabreytinga.

Ég nefni þessi atriði, þótt þau eigi við Bandaríkin og hugsanlega einnig við Kanada og Svíþjóð, en ekki við Ísland. Það er ekki gefið mál, að Ísland verði um aldur og ævi lokað land, hvað upplýsingar snertir. Auk þess er gott að skilja samanburðinn við útlönd.

Rannsóknablaðamaður getur tæpast sætt sig við, að fjármál, dómsmál, lögreglumál, sektir, fasteignir, bílar og önnur eignamál, svo og kennitölur, séu einkamál. Einkum er erfitt að sætta sig við, að fjármál séu einkamál.

Lögbirtingablaðið:
Blaðið birtir innkallanir, gjaldþrot og nauðungaruppboð.
Símaskráin á vefnum.
Fasteignaskráin.
Bifreiðaskráin.
Skattskráin.

Blaðamenn í Bandaríkjunum hafa aðgang að gagnabönkum hins opinbera. Þeir þurfa að kunna á töflureikna, gagnagrunna og geta nýtt sér gagnabanka á vefnum. Söfn gagnabanka eru hjá IRE, www.ire.org/resourcecenter og NICAR, ire.org/datalibrary.

Blaðamannanet:
Gravande Journaliste í Svíþjóð, FUJ og FCJ í Danmörku,
SKUP í Noregi,
alþjóðasamband rannsóknablaðamanna: www.icij.org.

Blaðamenn þurfa ekki bara að biðja um gagnabanka, heldur líka um lykilskrána, sem segir, hvað hver reitur heitir. Þeir þurfa að geta vistað og opnað gagnabanka, sem vistaðir eru í ýmsum forritum. Nota www.rcrfp.org

Flettu fyrst útskriftum. Spurðu, hvort þær séu úr gagnabanka og hvernig vistaðar. Síðan heimtarðu bankann skv. lögum. Annars höfðir þú mál skv. sólskinslögum (í USA). Stundum vill stofnunin fé og þú færð það lækkað niður í málamyndaupphæð.

Blaðamenn utan Bandaríkjanna fá oft betri aðgang að upplýsingum á vefnum frá Bandaríkjunum en þeir hafa heima hjá sér. Oft geta þeir komist að gögnum, sem varða viðkomandi land. T.d. smyglmál, hermál og viðskiptamál. Sjá frétt um ísl. þotu.

Sérstakar heimildir:
Dæmi um leit að sölu Shell á flugnaveiðurum, sem höfðu verið bannaðir í Bandaríkjunum, en voru seldir í Mexikó. Rannsókn þessa máls er talin sýna, að fjölþjóðafyrirtæki fari sínu fram eins og þau geta.

Í frétt um árekstrarhættu þotu frá Íslandi á Kennedy gat útvarpsstöð í New York birt kafla úr samskiptum flugturns og flugstjóra, sem varpaði ljósi á orsök árekstrarhættunnar: Franskir flugmenn skildu ekki ensku.

Veraldarvefurinn: Fyrir utan þá staðreynd, að mörg þjóðfélög eru miklu lokaðri en það bandaríska, eru einnig í Bandaríkjunum vaxandi áhyggjur af persónuvernd og þjóðaröryggi í Bandaríkjunum sjálfum. Opin þjóðfélög eru líka í Kanada og Svíþjóð.

Skipulag:
1. Lærðu að ramba milli verkefna, venjulegra og rannsókna.
2. Þekktu tungumál viðfangsefnisins.
3. Byggðu upp traust.
4. Farðu yfir þröskulda.
5. Undirbúðu lesendur.

Öryggismál:
Lokun skjala af öryggisástæðum er oft af engu tilefni. Eftir hryðjuverkin 2001 hefur lokun skjala orðið vaxandi vandamál.
Persónumál: Alls konar mál eru nú flokkuð sem persónumál, þótt þau snúist um opinber mál.

Úrskurðarnefndin hefur svo mikla óbeit á nöfnum, að á vefnum er kæra frá blaðamanni skráð sem kæra frá N.N. eins og verið sé að verja blaðamanninn fyrir ágangi annarra. Þetta er náttúrlega komið út í öfgar.

Leki kemur kannski fram í símtali ónafngreinds aðila eða í kærulausu orðavali kunningja eða í hvísli samstarfsmanns. Rannsóknablaðamaður byrjar á að hringja í heimildamenn sína og í viðkomandi stofnun til að kanna tilvist mikilvægra gagna.

Góður rannsóknablaðamaður er með skrá yfir menn, sem geta lekið upplýsingum og hringir í þá eftir kerfi, í suma daglega, aðra vikulega eða mánaðarlega. Athugið samt, að allan leka þarf að fá staðfestan annars staðar.

Markmiðið er að kanna í fljótheitum, hvort eitthvað kunni að vera til í hluta þeirra upplýsinga, sem lekið hafa. Eftir þessa skjótu athugun er kannað í samráði við yfirmann á ritstjórn, hvort rétt sé að halda áfram með málið.

Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002