0613 Stjórnvöld

0613

Rannsóknir
Stjórnvöld

Eltið dollarann:
Framlög til kosningabaráttu eru opin í Bandaríkjunum og tilefni margra rannsókna. Fjáröflun er hornsteinn stjórnmálanna og hefur breytt eðli þeirra. Lögmenn og þrýstihópar hafa náð betri tækni og betri tökum á pólitíkinni.

Margir vasar: Harðir peningar renna til frambjóðenda, mjúkir peningar renna til stofnana, sem vinna óbeint í þágu þeirra, til dæmis með því að ná fólki á kjörstað eða til árása í auglýsingum á málefni mótframbjóðandans, neikvæðar auglýsingar.

Ýmsar bækur rekja þetta ferli:
Charles Lewis: The Buying of the Congress.
Larry Makinson: Follow the Money Handbook.
Venjulegur öldungadeildarmaður safnar tugum þúsunda dollara á viku, þingmaður þúsundum $.

Greinar um þessi mál má finna á www.ire.org/resourcecenter, einkum undir titlunum “Campaign Finance,” “Congress,” “Elections,” Political Action Committees,” “Politicians,” “State Government/Legislatures.”
Þetta gildir síður hér á landi.

Skjöl:
Í skjölum Federal Election Commission um þessi mál í Bandaríkjunum eru sýnd nöfn gefenda, hverfi hans, dagsetning gjafar, starf og vinnustaður. Það síðasta stafar af, að fyrirtæki gefa oft fyrir hönd hvers starfsmanns.

Þrýstihópar (koma örugglega hingað):
Tíu reglur til árangurs í þrýstingi:
1. Þeir öðlast reynslu í þingi eða stjórnsýslu.
2. Þeir verða sérfræðingur í einu máli.

3. Þeir finna auðuga áhugamenn um framgang málsins.
4. Þeir virða ekki bann við flakki milli þrýstihópa, þings og stjórnsýslu.
5. Þeir safna fé handa þingmönnum.
6. Þeir gefa áhrifamönnum.

7. Gera bandalag við frægðarfólk.
8. Framleiða grasrótarhreyfingar.
9. Upplýsa eins lítið og hægt er.
10. Þeir endurnýja sambönd og frægð með því að fara aftur í stjórnsýslu, inn og út.

Þessi aðferðafræði er að koma hingað, er byrjuð hjá auðmönnum, stórum stofnunum og hjá ráðherrum. Mikilvægt er, að blaðamenn átti sig á henni frá upphafi, svo að þeir komi ekki síðar af fjöllum.

Ferðast menn, snæða á veitingahúsum, fara á ráðstefnur á vegum þrýstihópa? Er lífsstíll þingmanna dýrari en laun þeirra gera ráð fyrir? Hvaðan koma aukatekjur þingmanna? Hverjir eru skattar þingmanna? Hvað segja fyrrverandi starfsmenn?

Fjárlaganefnd:
Hvernig starfar hún? Hvernig er hagsmuna kjördæma gætt og svæða innan þeirra? Hvernig tekur hún á erindum utan úr bæ?
Aðrar þingnefndir: Sama. Hvað segja embættismenn, sem koma á fundi, þyrla þeir upp ryki?

Persónuleg mál:
Stundar þingmaðurinn framhjáhald og getur það haft áhrif á störf hans? Er tæpast mál hér á landi. Er ferilskrá hans ýkt? Eru fjárhagsleg samskipti hans gegnsæ?

Stofnanir:
Hvert er hlutverk stofnunar og hversu vel gegnir hún því? Stofnanir eins og Persónuvernd eru ríki í ríkinu, gefa út tilskipanir. Hvernig er þetta vald hamið í kerfinu? Er hlaðið upp embættismönnum, sem eru á ferðum milli ráðstefna?

Spilling
Paul Williams: Gerðu ráð fyrir, að spillingaröfl séu á ferð í stofnunum, þótt flestir starfsmenn þeirra séu heiðarlegir. Sá meirihluti getur komið þér að gagni við að finna þau atriði, sem athugaverð eru í rekstri stofnunarinnar.

Lou Rose: Þú verður að þjálfa hugann til að samþykkja ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera. Skrifaðu niður allt, sem hugsanlega getur verið ámælisvert og krossaðu við: Getur gerst, getur ekki gerst, er hugsanlegt, en get ég sannað það.

Í Baton Rouge voru tveir þriðju hlutar fjárhagslegra stuðningsaðila meirihlutans í beinum viðskiptum við borgarstjórnina eða stofnanir hennar. Frá margs konar rannsóknum af því tagi er sagt í þessum kafla.

Forstjórinn:
Þar er tónninn gefinn. Ótal bækur nefndar í bókinni. Er forsetinn, ráðherrann, sveitarstjórinn dugmikill eða duglaus, spilltur eða heiðarlegur? Talið við fólkið í kringum þessa lykilforstjóra þjóðfélagsins.

Embættismenn:
Leikur hann lausum hala? Hvað segja vélritarar og birgðaverðir? Þeir heyra margt, geta útvegað afrit af skjölum og eru ekki hlýðnir kerfinu, af því að laun þeirra og virðing eru neðst á skalanum. Virka ráðuneytin?

Gott er að komast yfir innanhússsímaskrár stofnana og fyrirtækja. Woodward og Bernstein mátu, hvernig númer mundu raðast á hæðir og þar með í virðingarstiga. Einkavæðing gefur mikil fréttaefni, í Bandaríkjunum hefur hún oft farið illa, t.d. í skólum.

Bókasöfn stofnana hafa oft að geyma mikilvægar upplýsingar. Hér á landi eru mörg slík söfn.
Sumar nefndir eru með embættismönnum og hagsmunaaðilum. Ráða hagsmunaaðilarnir þar ferðinni? Mikið er af slíkum nefndum hér.

Fjárveitingar:
Eyðir stofnun miklu síðustu daga ársins til að mæta tekjum og koma í veg fyrir niðurskurð á næsta ári? Hvernig fara sumar stofnanir kerfisbundið fram úr áætlun? Er lausafé stofnunarinnar á reikningi með góðum vöxtum?

Ekki bíða eftir útkomu fjárlaga. Ræddu við starfsmenn í ráðuneytinu og fagráðuneytum um atriði, sem eru mikilvæg. Ef gert er ráð fyrir tíu nýjum lögreglumönnum, finndu þá út, hvað hinir 200 lögreglumennirnir eru að gera.

Útboð: Eru öll verk samkvæmt útboði? Eru öll útboð auglýst? Er útboðið lagað að einu fyrirtæki? Kostar hamarinn 400 dollara? Hvernig er skilið milli lægsta tilboðs og “besta” tilboðs? Eru sendir reikningar fyrir viðbótarþjónustu? Algengt í virkjunum.

Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002