0630 Gögn á netinu II

0630

Rannsóknir
Gögn á netinu II

Blaðamenn finna sérfræðinga á öllum sviðum milli himins og jarðar með því að hafa samband við ProfNet, www.prnewswire. com, og útskýra verkefnið. Spurningunni er dreift til sérfræðinga, sem hafa samband við þig í tölvupósti eða síma.

ProfNet hefur reynst bandarískum blaðamönnum vel. Auðvelt er að finna fólk, sem hefur mikið vit á málefninu. Mikilvægast er að orða spurninguna vel, eins nákvæmt og þétt og mögulegt er, og að láta vita, hve lítill tími sé til stefnu. Ath: powerreporting.com.

Með því að taka þátt í listserv eða newsgroup geturðu tekið þátt í umræðu á afmörkuðu sérsviði. Þú getur spurt spurninga, sem hundruð eða þúsund manna geta séð. Þar eru líka söfn eldri umræðna, sem hægt er að leita í. Ennfremur FAQ.

Til að finna rétt listserv eða newsgroup ferðu á www.tile.net/lists/ og slærð þar inn lykilorð til að finna hópinn. Þátttakan í listserv hefur tilhneigingu til að fylla póstinn hjá þér, því að hvert innlegg kemur í pósti. En þú getur líka pantað þar dagsyfirlit.

Newsgroup er að því leyti öðru vísi en listserv, að samtalið er ekki sent til málsaðila í tölvupósti, heldur sett inn á slóð, þar sem menn geta komið í heimsókn, þegar það hentar þeim. Það eru eins og skilaboð á skólatöflu.

Til að finna rétt newsgroup ferðu inn á leitarvélina Google, www.google.com, og velur “groups”. Þú færð þá upp ýmsa málaefnaflokka og getur flett í hverjum flokki fyrir sig. Mín reynsla er, að skynsamlegum spurningum sé svarað.

Netið er heilt úthaf upplýsinga. Þú getur fiskað vel þar, en oft þarftu að skaka svo lengi, að það tekur því ekki. Til þess að auðvelda leitina notar þú leitarvélar, sem hafa stöðugt batnað með árunum.
Google, AltaVista.

Flestar leitarvélar gefa kost á “Boolean logic”, sem felst í að geta spurt með þremur samtengingum, “og”, “eða”, “ekki”. Þú getur leitað að Árna og Birni, að Árna eða Birni, að Árna en ekki Birni, að Árna og/eða Birni en ekki Davíð.

“Og” færir þér upplýsingar um efni, þar sem Árni og Björn koma báðir við sögu. “Eða” færir þér upplýsingar, þar sem annar þeirra kemur við sögu. “Ekki” færir þér upplýsingar, þar sem annar, en ekki hinn, kemur við sögu.

Á íslensku er mikilvægt að gagnabankar gefi kost á að slá inn stofn orða og setja stjörnu fyrir afganginn. Þá þarftu ekki að ákveða, hvort orðið sé birt í þessu falli eða þessari tölu. Með stjörnu er hægt að spyrja: seld* (orðið óþarfi, t.d. Google)

Google er þekktasta og mest notaða leitarvélin í heiminum, daglegt hjálpartæki blaðamannsins. Hún leitar í efni á öllum tungumálum, þar á meðal íslensku. Altavista.com er önnur þekkt vél. Báðar nota “boolean logic” í leit sinni.

Leitarvélar leita innan í texta eftir orðum. Leitarorðavélar eru eins konar atriðisorðaskrár. Dæmi um þær eru: www.ire.org, www.reporter.org, www.ire.org/resourcecenter, www.poynter.org.
Þekktust er: Yahoo. Dæmi: Hótel í Feneyjum.

Góðar bækur um þetta eru: Nora Paul & Margot Williams: Great Scouts. Allan Schlein: Find It Online. Chris Callahan: A Journalist’s Guide to the Internet. Randy Reddick: The Online Journalist. Paula Hane: Super Searchers in the News.

Yahoo.com og www.searchsyst ems.net hafa lista yfir gagnabanka bandarískra stjórnvalda, sem liggja á vefnum, öfugt við flesta opinbera gagnabanka hér á landi, sem eru einkamál embættismanna. Ath. www.fedworld.gov og www.census.gov.

Tékklisti:
1) Netið má nota til að ná sambandi við fólk, rannsóknir og gagnabanka.
2) Listserv og newsgroup eru umræðuhópar um sérhæfð mál.

3) Byrjaðu hvert mál á að leita í gagnabönkum.
4) Leitarorðaskrár eru hagkvæmt upphaf leitar.
5) Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gagnabanka á netinu. Einnig stjórnvöld á Íslandi.
6) Gögn eru vistuð í ýmsu formi á netinu, öllum er hægt að hlaða í töflureikni eða gagnagrunn.

7) Stundum þarftu að þenja upplýsingar, sem hafa verið þjappaðar.

Gagnabankar á netinu eru ýmiss konar. Sumum er hægt að hlaða niður í Excel eða Access form á tölvunni þinni. Hér er það einkum Seðlabankinn og Neytendasamtökin, sem veita slíka þjónustu. Í heiti flesta banka á netinu er hægt að sjá í hvaða formi hann er:

1) Excel bankar eru oft skráðir með viðhenginu .xls eða .dbf.
2) Töflureiknar opna líka auðveldlega netbanka með viðhenginu .html. Ef ekki, þá má opna þá, klippa innihaldið og líma inn í Excel. Nákvæmnisvinna.

3) Dálkatöflur, oft með .txt endingu. Þær opnar þú, klippir og límir inn.
4) Táknskilatöflur, þar sem bil milli dálka er merkt með kommu, semikommu eða tabbi og hafa oft .csv endingu. Töflureiknar og gagnagrunnar opna það léttilega.

5) Flytjanleg form. Þetta eru skjöl með endingunni .pdf. Þau eru til útprentunar, ekki til rannsókna, og eru yfirleitt til vandræða fyrir blaðamenn. Því miður algengasta formið hér á landi. Oft þarf sértakan hugbúnað til að ná þaðan upplýsingunum inn í töflureikni.

Þú þarft að semja við starfsmenn stofnana um að senda þér í Excel eða html-formi þær töflur, sem birtar eru í pdf-formi á vefsíðum þessarra stofnana.

Brant Houston
Computer-Assisted Reporting
A Practical Guide
3rd Edition
2004