Endurhönnun I

Blaðamennska
Endurhönnun I

Þræðing, “wraparound”: Þræða má megintexta kringum tilvitn-anir, ljósmyndir, kennimörk:
1) Setja grafík í miðjan texta án þess að trufla hann.
2) Skrautið er í betra samhengi við orðin.
3) Þú getur ráðið stærð grafíkur, ert ekki háður dálkabreidd.

Leiðbeiningar um þræðingu:
1) Ekki ofkeyra hana.
2) Festu megintextann fyrst niður.
3) Hafðu megintextann læsilegan.
4) Hafðu andstæðu milli megintexta og þræðingar.
5) Hafðu ekki útskurð af því bara.
6) Hafðu útskurðinn snyrtilegan.
7) Betra er að þræða hægra megin.

Útskurður mynda er umdeildur:
1) Berðu virðingu fyrir ljósmyndinni.
2) Notaðu útskurð í greinum, ekki í fréttum.
3) Notaðu ljósmyndir með skýrum útlínum.

Stöflun mynda, “mortise”, einingar leggjast hver ofan á aðra:
1) Staflaðu aðeins ofan á dauða hluti í mynd.
2) Staflaðu aðeins ólíkum myndum.
3) Hafðu andstæðu milli efra og neðra lags.

Rastar og negó: Notaðu eins þunnan rasta og prenttæknin þolir, 10% eða minna. Rastar skaða lestur. Þessi tækni eykur fjölbreytni og dregur athyglina til sín. Setja má negó stafi ofan í mynd.

1) Ekki ofkeyra rasta og negó.
2) Ekki gera megintextann torlæsan.
3) Ekki setja rasta í meginletur.
4) Settu fyrirsagnir rétt á ljósmyndir.
5) Hafðu bakgrunn myndanna ekki órólegan.

Risafyrirsagnir: Misjöfn viðhorf á ritstjórnum. Hafðu ekki of mikla fjölbreytni í leturstungum. Til dæmis er Futura ein leturstunga, sem til er í ótal afbrigðum. Ekki breyta síðunni í sirkus-plakat.

1) Ekki ofkeyra risafyrirsögn.
2) Láttu hana hæfa tóni sögunnar.
3) Hafðu hana stutta og hnitmiðaða.
4) Settu hana í ósýnilega grind.
5) Farðu varlega í brellum.

Litur:
1) Ljósmyndir.
2) Teikningar.
3) Gröf.
4) Tilvísanir.
5) Fyrirsagnir.

Tegundir lita:
Cyan-magenta-yellow-black. Spot-litir eru vandmeðfarnir. Betra er að keyra lit á litmyndum.

Litareglur:
1) Ekki ofkeyra spotlit.
2) Notaðu ekki lit, litarins vegna.
3) Litaðu ekki rangt samhengi.
4) Vertu í samræmi við sjálfan þig.
5) Notaðu þægilega litatóna.
6) Hafðu bakgrunnslit pastel-legan, léttan.

Litur er erfiður í prentun. Passaðu upp á, að þeir smelli saman (registreri). Notaðu sterka liti sjaldan og í litlu magni. Notaðu létta pastelliti í annað. Notaðu litatöflu til að velja liti. Til dæmis Pantone.

Hver stjórnar breytingum á hönnun blaðsins? Er það hönnuðurinn, ritstjórinn, sérstök nefnd, lesendur? Dagblöð þurfa að hagræða útliti reglulega, til dæmis á fimm ára fresti.

Endurhönnun:
1) Framkvæmdu mat á blaðinu.
2) Hafðu sýnishorn af öðrum dagblöðum.
3) Búðu til lista atriða, sem þú hefur áhuga á.
4) Búðu til sýnishorn af möguleikunum.
5) Prófaðu hana á samstarfsmönnum.
6) Kynntu hana lesendum.
7) Skrifaðu stílbók um hana.
8) Startaðu henni.
9) Fylgdu henni eftir með umræðum.

Matsblað um dagblað:

Fyrirsagnir og meginletur:
1) Er fyrirsagnaletur í fréttum spennandi, upplýsandi og gestrisið?
2) Er fyrirsagnaletur í greinum vingjarnlegt og aðlaðandi?
3) Draga undirfyrirsagnir saman sögur fyrir lesendur, er flýta sér?
4) Nota fyrirsagnir og meginletur góða blöndu af stungum og þyngd?
5) Eru smáatriði leturfræðinnar í innra samræmi og faglega útlítandi?

Ljósmyndir:
1) Eru þær virkar og áhrifamiklar?
2) Eru þær skornar vel, í réttri stærð á réttum stöðum?
3) Eru þær skarpar og vel upp byggðar?
4) Eru helstu myndirnar í lit og er liturinn góður?
5) Eru nægar myndir á síðum blaðsins?

Grafík:
1) Fylgja kort, gröf og teikningar textanum, þar sem þess þarf?
2) Er grafíkin með innihaldi, er hún nákvæm og skiljanleg?
3) Eru gröf í ramma og smáletur leturfræðilega vel frá gengin?
4) Er skraut vel pússað og faglegt að sjá?
5) Er skopmynd á leiðarasíðu?

Sérhönnun:
1) Eru sérhannaðar síður virkar, fallegar og í góðu jafnvægi?
2) Er skraut, list og letur látið njóta sín?
3) Eru kaflaheiti og kennimörk vel pússuð og ná auga fólks?
4) Er litur rétt notaður í ljósmyndun, grafík og föstum liðum?
5) Hafa þemasíður sérstaka pökkun, form eða grind?

Innsíður:
1) Er innihald blaðsins skipulagt í rökréttri og samræmdri röð?
2) Notar hönnunin stílsnið með sterkum áherslueiningum?
3) Er blanda af stuttum upplýsingum og skýringum í öllu blaðinu?
4) Er innihald sérhverrar síðu merkt með samræmdum kaflaheitum?
5) Eru framhöld vel merkt og auðfinnanleg?

Grundvallaratriði:
1) Eru tilvitnanir oft notaðar og á virkan hátt?
2) Eru bil samræmd og við hæfi?
3) Eru kennimörk falleg, hjálpleg og í samræmi?
4) Skipuleggja strik, box og grunnar efnið vel?
5) Eru höfundalínur og framhaldslínur vel hannaðar og staðsettar?

Fjölbreytni:
1) Er nægileg fjölbreytni á forsíðunni?
2) Fylgja aðalsögunum stuttir og áhrifamiklir hliðarrammar?
3) Leggja lykilsíður áherslu á efni, sem lesendur vilja?
4) Er blandan góð af fréttum og greinum?
5) Höfða sögurnar til margs konar smekks og skapferlis?

Kynningar:
1) Ná tilvísanir á forsíðu auga lesandans á fjörlegan hátt?
2) Eru þrautir og gjafir í gangi, eru atburðir “sponsoreraðir”
3) Er auðvelt að finna netföng og vefsíðu blaðsins?
4) Eru auglýsingar vel hannaðar og þeim vel pakkað saman?
5) Hefðurðu gefið lesendum færi á að hlakka til næsta blaðs?

Notendavænt:
1) Er fullkomin efnisskrá á föstum og augljósum stað?
2) Er gagnvirkni í einhverjum sögum, þrautir, tékklistar?
3) Er dagbók yfir komandi atburði?
4) Er ljóst, hvernig á að ná í lykilstarfsmenn, netföng?
5) Er sóst eftir viðbrögðum lesenda?

Persónuleiki:
1) Er persónuleiki blaðsins í stíl við markhópinn?
2) Eru andlit dálkahöfunda birt og rétt staðsett?
3) Er heiti dagblaðsins sérstætt og vel hannað?
4) Eru óvæntir hlutir á forsíðu?
5) Er eitthvað í blaðinu, sem kallar á viðbrögð lesenda?

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé