Erlendar siðareglur

Blaðamennska
Erlendar siðareglur

Siðareglur erlendis:
Þær eru hvarvetna á vesturlöndum þáttur í lífi blaðamanna.
Almennt fela nýjar siðareglur erlendis um þessar mundir eftirtalin atriði:

1. Leitið sannleikans og skýrið frá honum (seek truth and report it).
2. Forðist að valda óþarfa sársauka (minimize harm).
3. Verið óháðir og forðist hagsmunaárekstra (act independently).
4. Verið ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hver öðrum (be accountable).

Siðareglur eru ekki eins í Bandaríkjunum og Evrópu. Meiri áhersla er lögð á sannleiksgildi efnis vestan hafs og minni áhersla á tillitssemi við fólk. Siðareglur Blaðamannafélagsins leggja óvenjulega mikla áherslu á tillitssemi.

Víkjum svo að nýju bókinni: The Elements of Journalism eftir Kovach og Rosenstiel, sem hefur vakið mikla athygli og verið tekið afar vel. Þar segir:

“Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:
1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
2. Hollusta hennar er við borgarana.
3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.
4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
5. Hún er óháður vaktari valdsins.
6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.
7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
9. Hún má beita eigin samvisku.”

Staða blaðamennsku:
Steinaldarmenn þurftu einhvern, sem var fljótur að hlaupa í næsta dal, safna þar fréttum og koma til baka til að segja þær á hrífandi hátt. Í raun er þetta svo enn. Blaðamennska er aðferð samfélagsins við að fá fréttir.

Forvitni: Fréttir fullnægja frumþörf, forvitni um atburði og fólk. Fólk vill vita um það, sem gerist utan sjóndeildarhringsins. John McCain saknaði fréttanna mest, þegar hann var fangi í Vietnam í hálft sjötta ár.

Blaðamennska er illa stödd í dag. Í auknum mæli vantreystir fólk blaðamönnum.
Fréttir eru orðnar að skemmtun og skemmtun er orðin að fréttum.
Blaðamenn eru að hverfa inn í stærri heim samþættrar risafjölmiðlunar.

Blaðamennska á að færa okkur óháðar, áreiðanlegar og rækilegar upplýsingar.
Spurningin er, hvort við sem borgarar höfum aðgang að óháðum upplýsingum. Í auknum mæli eru fréttir framleiddar af samsteypum utan blaðamennsku.

Fyrsti áratugur nýrrar aldar:
Notendur hafa dreifst hraðar. Sjálfsöryggi blaðamanna hefur minnkað hraðar. Almenningur tekur hraðar þátt í fjölmiðlun. Yahoo og Google safna fréttum. MyTimes byrjaði 2006, sérhannað fyrir hvern kúnna.

Harmsaga áratugarins:
Jayson Blair: New York Times
Judith Miller: New York Times
Janet Cooke: Washington Post
Bob Woodward
Jack Kelley: USA Today
Stephen Dunphy: Seattle Times
Dan Rather: CBS

Sumar samsteypur hafa mistekist.
Innri áhrif blaðamanna eru minni.
Hlutlægni er tækni,ekki markmið.
Gegnsæi er mikilvægasta atriðið.
Gegnsæ sannreynsla er aðaltækið.
Rifrildismiðlar færa út kvíarnar.
Hefur fólk áhuga á siðareglum?
Kunna blaðamenn siðareglurnar?

Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst.

Það er goðsögn, að múr eigi að vera milli frétta og kaupsýslu á fjölmiðli. Það er líka goðsögn, að blaðamenn eigi að vera hlutlausir. Nútímavandi blaðamennsku felst fremur í, að óháðar fréttir víkja fyrir kaupsýslu, sem siglir undir fölsku flaggi blaðamennsku.

Sagan af Önnu Semborska og herlögunum í Póllandi, göngutúrar á fréttatíma. Lech Walesa: Á tíma tölva og gervihnatta getur enginn Stalín komið aftur.
Ríkisstjórnir, sem vilja afnema frelsið verða fyrst að afnema pressuna.

Þessi lýsing dugir ekki: Við látum verkin tala. Blaðamenn líta á það sem gefinn hlut, að þeir starfi að almannahagsmunum. Veruleikinn er flóknari. Blaðamenn þurfa að meta og endurmeta stöðu blaðamennskunnar í tilveru nútímans. Ekki bara vegna tæknibreytinga.

Þegar blaðamennska er gagnrýnd, er þó nauðsynlegt að muna eftir, að afurðir hennar eru til sýnis öllum. Fáar atvinnugreinar leggja spil sín eins opið á borðið og blaðamenn gera. Allir geta metið árangurinn og borið hann saman við hvað sem þeir velja.

Um leið er blaðamennska aðferð samfélagsins við að skilgreina sig og búa til félagslegan rétttrúnað. James Carey: “Blaðamennska er bara framhald af samtali fólksins, stillt á meiri hljóðstyrk.”

Ríkisstjórnir voru áður mesta ógnin. Nú er komin ný hætta, að blaðamennska leysist upp í sýru af fyrirtækjasamsteypum og samþættingu á sjálfshóli. Kennsla í siðfræði á þessu námskeiði er hluti af viðleitni miðla til að hamla gegn því fyrir sitt leyti.

Kennsla í siðfræði, siða og verklagsreglur ritstjórna, hlutverk umboðsmanns notenda fjölmiðlanna, skrifleg ritstjórnarstefna og sérstök yfirlýsing stjórnar samsteypunnar um afskiptaleysi af ritstjórnum eru allt greinar á sama meiði. Þetta er aukið gegnsæi.

Um leið felur allt þetta í sér, að blaðamenn lýsa yfir, að tilgangur starfsins sé þjónusta við fólkið, en ekki framleiðsla á arði til eigenda. Jóhann Páll páfi: “Blaðamennska má ekki stjórnast af markaði, gróða eða sérhagsmunum.”

Því lýðræðislegra sem þjóðfélag er, þeim mun meira hefur það af fréttum.
Amartya Sen: Þar sem er frjáls pressa, þar hætta hungursneyðir að koma.
Í þessu er enginn munur á breiðsíðublöðum og smábrotsblöðum.

Rangt: Pressan sem hliðvörður, er ákveður, hvað fólk fái og fái ekki að vita. Ef New York Times segir ekki frá, kemur fréttin annars staðar, t.d. á vefnum.
Á tíma tækni og internets er þörf á að hjálpa fólk til að fá vit í umhverfið.

Blaðamaðurinn stjórnar ekki lengur því, hvað fólk fær að vita. Hann hjálpar hins vegar fólki til að fá samhengi í atburði og ferli. Hann staðfestir, hvort rétt sé, og raðar því síðan þannig upp, að atburðurinn eða ferlið skilst vel.

Ef borgararnir hafa efasemdir um fréttirnar, geta þeir haft samband. Í auknum mæli stendur netfang höfundarins undir fréttinni. Menn geta vænst þess, að athugasemdir þeirra verði hluti af heildarmynd fréttarinnar. Í auknum mæli notar fólk sér þetta í Bandaríkjunum.

Menn greiða ekki atkvæði. Fáir fylgjast með fréttum. Ekki er lengur rétt, að pressan færi þér brýnar fréttir. Blöð og sjónvarp beina fréttum sínum að toppum í samfélaginu og láta mikið af almenningi lönd og leið. Pressan talar um, en ekki við almenning.

Sumt fólk er flækt í fréttir, annað hefur áhuga á fréttum og enn annað fólk hefur ekki áhuga á fréttum. Ekki dugir samt að setja fólk í markhópa. Fólk er of flókið til að setja í slíka hópa. Flókið að velja milli allra og markhópanna.

Blaðamennska er að breytast 1) vegna nýrrar tækni veraldarvefsins, 2) vegna fyrirtækjasamsteypa, 3) vegna smæðar fjölmiðlanna í samsteypunum. Sérstaklega er orðið áberandi, að fjölmiðlun verður undirdeild í skemmtanaiðnaði, “infotainment”.

Nýjar siðareglur samtaka:
1. Seek truth and report it.
2. Minimize harm.
3. Act independently.
4. Be accountable.
Höfundar telja fjórar reglur ekki snúast um kjarna málsins og vilja í staðinn aðrar tíu siðareglur.

1.
Skuldbinding blaðamennsku er fyrst og fremst við sannleikann, (nákvæmnina?).

Sagan af MacNamara og Vietnam stríðinu 1963, Pentagonpappírarnir svokölluðu. 1971.
Krafan er fyrst og fremst um sannleika, hafa staðreyndirnar rétt skráðar. Blaðamenn eru sammála um, að þetta sé meginreglan. Þeir, sem flytja skoðanir eru sammála.

Gula pressan lagði ekki minni áherslu en aðrir á sannleikann. Joseph Pulitzer lagði mikla áherslu á, að æsifréttir, hneykslisfréttir, spennufréttir og fréttir af frægðarfólki skyldu þjóna meginreglunni: “Nákvæmni, nákvæmni, nákvæmni.”

Árið 1938 fóru kennslubækur í blaðamennsku að efast um sannleikann. Nákvæmni og sannleikur væri ekki það sama. Sjá má mál frá hundrað hliðum og sannleikur er margs konar. Eigi að síður telja blaðamenn sig vera að leita sannleikans frá praktísku sjónarmiði.

Flestir blaðamenn líta niður á fjölmiðlafræði og kennslu í fjölmiðlafræði, jafnvel kennslu í blaðamennsku. Ted Koppel: “Blaðamannaskólar eru alger og eintóm tímaeyðsla.” Blaðamenn telja akademískar skilgreiningar á fjölmiðlun vera tilgangslitlar.

Við erum ekki að tala um algildan sannleika. Við erum að tala um nákvæmni. Sannleikann um staðreyndir. Við erum að tala um, að menn geri sitt besta við að leita staðreyndanna. Menn starfi í góðri trú og reyni að vanda sig. Það er merking sannleikans.

Orðið “nákvæmni” fjallar um vinnubrgöð, en orðið “sannleikur” fjallar um niðurstöðu. Fyrra orðið er of þröngt, síðara orðið er of vítt. Nákvæmni leiðir ekki alltaf til sannleika.

Sjá nánar:
Bill Kovach og Tom Rosenstiel,
The Elements of Journalism, 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé