Blaðsíður hannaðar

Blaðamennska
Blaðsíður hannaðar

Hannaðar fréttir.
Fjórar grundvallarsögur:
1) Saga úr texta eingöngu.
2) Saga með andliti.
3) Saga með einni ljósmynd.
4) Saga með fleiri ljósmyndum.

Sögur eiga að vera ferhyrndar, hvort sem þær eru lóðréttar eða láréttar. Ljósmyndir og aðrar skreytingar eru meðtaldar í ferhyrningnum. Því lengri sem saga er, þeim mun meira ríður á, að hún sé lárétt.

Lóðréttar sögur líta út fyrir að vera langdregnar. Þær eru auðveldar í hönnun.
Láréttar sögur líta út fyrir að vera styttri, 5-25 sm hár hver dálkur.
Fyrirsagnir eru oftast sama breidd og texti. Uppbrot og söðull eru sjaldgæfari.

Andlit:
1) Venjulega dálkabreidd, 5 sm breið og 8-10 sm há. Stundum eru þau hálfdálka, 2 sm breið og 4-5 sm há.
2) Þau eiga að fylla vel í myndflötinn, en ekki skerast í hár, eyru eða höku.
3) Öll andlit þurfa myndatexta.

Lóðrétt umbrot, talið að ofan:
1) Andlit.
2) Myndatexti.
3) Fyrirsögn.
4) Megintexti.

Ef andlitið er sett inn í miðjan textann, getur lesandinn talið að textinn sé búinn og að annar texti sé neðan við myndina. Ef andlitið er sett neðan við textann, getur lesandinn talið, að það fylgi auglýsingu eða annarri sögu.

Andlit getur verið við hliðina á fyrirsögn og texta, öðru hvoru megin. Stundum er brotið undir andlitið (ekki þó í fyrsta dálki) og þá er gott, að fyrirsögn nái yfir myndina. Ef margar andlitsmyndir eru notaður, má raða þeim í pakka.

Andlit eru oft notuð til að skilja milli fyrirsagna í sömu hæð. Þá kemur uppbrot fram fyrir neðan, það er texti, sem ekki er undir fyrirsögn. Uppbrot getur valdið ruglingi, tengst texta fyrir ofan söguna. Andlit eru oft tengd sértilvitnun.

Vont er, að lesendur þurfi í lestri textans að fara gegnum myndir eða fara of hátt stökk upp eftir síðunni í næsta dálki. Öfugt L er hættulegt. Vont er, að bútar úr textanum séu á tætingi milli mynda.

Lárétt mynd:
1) Stærð.
2) Áttin á hreyfingu í mynd til texta.
3) Innihald. Segir ein mynd söguna.
Margir nota gullinsnið við myndir, 3×5 sm, 8×12 sm, o.s.frv.

Flestir lesendur skanna sögur, líta fyrst á myndina, síðan myndatextann, svo fyrirsögn og loks textann. Besta röðin er því þessi:
1) Mynd.
2) Myndatexti.
3) Fyrirsögn.
4) Megintexti.

Það getur valdið ruglingi að setja fyrirsögn upp fyrir mynd og skilja þannig milli fyrirsagnar og megintexta. Betra er að hafa allt í réttri röð og draga úr líkum á, að heildin rofnaði.

Gott er að mynd sé til hliðar við fyrirsögn og megintexta. Ef fyrirsögn nær líka yfir myndina, er það líka gott, kallað handarkriki, “armpit”.

Fyrirsögn, sem nær bæði yfir megintexta og mynd hefur tvo kosti:
1) Hún tengir myndina betur við textann.
2) Hún stækkar við það og eflir framsetningu sögunnar.

Vont er að láta myndir koma undir megintexta. Ennfremur er vont að hafa þær í miðjum texta, því að erfitt er fyrir fólk að finna framhald textans. Myndir eiga heima efst. Fyrirsögn og megintexti eiga að snertast.

Sumar myndir eru betri en aðrar. Lesandinn væntir þess, að dagblaðið leggi mesta áherslu á bestu myndirnar. Jafnrétti í myndum er hvimleitt. Ein mynd dregur athygli að síðu eða opnu, Hún á að vera langstærst. Tvær jafnstórar berjast.

1) Þurfum við endilega tvær myndir?
2) Er önnur betri en hin?
3) Fer önnur myndin vel, þá aðeins að hún sé stór?
4) Er önnur betri í gæðum.
5) Er lögun annarrar myndarinnar betri?

Hafðu stóru myndina ofar en litlu myndina. Ekki láta textann koma í öfugt L. Margar af þessum reglum um staðsetningu mynda gilda ekki um tímarit, því að þar eru yfirleitt ekki önnur atriði á síðunni, sem trufla.

Regluna um mynd fyrir ofan fyrirsögn má rjúfa, þegar:
1) Reynt er að koma fyrirsögninni upp fyrir miðju síðunnar.
2) Fyrirsögn er eins konar heildarfyrirsögn dagsins.

Blaðsíður: Hönnunarsérfræðingar segja, að efra hornið til vinstri sé upphafspunktur síðunnar og þar eigi aðalsagan að vera. Áherslulínan liggi frá efra horninu til vinstri niður í neðra hornið til hægri. Þessi kenning er vafasöm.

Grind:
Hver dagblað hefur sína grind, 4-5 dálka fyrir smábrot, 5-7 dálka fyrir breiðsíður. Síðan geta verið láréttar þverlínur gegnum síðurnar, sbr. Fréttablaðið. Hafðu a.m.k. þriðjung hverrar síður undir annað en megintexta.

Aðferðir við að rjúfa einfalda hönnun:
1) Leyfa fyrirsögnum að standast á.
2) Setja sögur í ramma.
3) Nota bastarðamál í dálkum.
4) Nota uppbrot og önnur afbrigði.

Ef fyrirsagnir standast á, má draga úr vandamálum, sem því fylgja.
1) Misjafn stíll, stunga, stærð. Önnur fjöldálka lárétt, hin fjöllínu eindálka.
2) Fremri fyrirsögn stutt, fyllir ekki alla leið.

Sögur í ramma, öðru vísi en aðrar sögur:
1) Létt saga milli harðra frétta.
2) Lítil rammagrein, sem fylgir langri grein.
3) Kjallarar, sem birtast reglulega.
4) Órólegt umbrot, sem annars mundi trufla hina textana.

Bastarðar gilda í hönnun. Þeir leggja aukna áherslu á sögu með því að rjúfa dálkabreiddina. Það minnkar einhæfni, en dregur úr skipulagi. Sum dagblöð leyfa enga bastarða, önnur bara þegar greinin er römmuð.

Ekki hafa breytilega dálkabreidd í sögu. Breiðir dálkar í boxum, í kjöllurum. Ekki hafa margar dálkabreiddir á síðu. Ekki kasta grundvallargrind dagblaðsins fyrir róða.

Með uppbroti er hægt að hindra fyrirsagnir í að standast á. Notið uppbrot samt varlega. Þau hæfa best efst á síðu, fyrir neðan strik eða rammaða grein. Annars getur uppbrotið ruglast saman við óskylt efni fyrir ofan það.

Síður lífgaðar við með því að setja skylda smáhluti á einn stað:
1) Hreinlegri hönnun.
2) Stóru fréttirnar sóma sér betur.
3) Lesendur vilja gjarna sams konar efni á sama stað.

Betra er að hlaða smáhlutunum lóðrétt en lárétt. Í síðara tilvikinu getur færslan milli dálka orðið erfið. Oft er gott að greina smáhlutina með striki frá öðru efni síðunnar.

Upplýsingaskraut er hornsteinn:
1) Bætir sjónrænum upplýsingum við lesrænar upplýsingar.
2) Bætir hreyfingu, tilfinningu og persónum við textann.
3) Dregur að lesendur, sem líkar ekki við gráa textafleti.
4) Fjölgar hönnunarmöguleikum.

Farðu samt varlega:
1) Hafðu sögurnar ferhyrndar.
2) Hafðu ferhyrningana breytilega og misstóra.
3) Legðu áherslu á mikilvæga hluti, stórar myndir, stórar fyrirsagnir.

Þrjár mikilvægar reglur:
1) Láttu eina mynd vera ráðandi á síðu.
2) Hafðu jafnvægi og dreifingu í skrauti.
3) Láttu fyrirsagnir ekki rekast mikið á.

Tékklisti:
1) Eru sögurnar í réttri röð, er augljóst hver er mikilvægust?
2) Felur síðan í sér blöndu frétta og greina, þungra og léttra efnisþátta?
3) Eru allar sögurnar ferhyrndar?
4) Rekast fyrirsagnir saman?
5) Þurfa einhverjar sögur undirfyrirsögn?
6) Snýr allt skraut að viðkomandi texta?
7) Mundi rammi skilja betur milli efnisþátta?

Passa sögurnar ekki:
1) Er vandi í skipulaginu: Voru breytingar gerðar? Var skipt um mynd? Komu rangar upplýsingar um auglýsingu?
2) Er vandi í framleiðslunni: Eru einingar á réttum stöðum? Er stærð fyrirsagna rétt?

Ef saga er of löng:
1) Styttu textann, 10% er auðvelt.
2) Skerðu mynd.
3) Styttu næsta texta.
4) Fækkaðu línum í fyrirsögn.
5) Færðu auglýsingu til.

Ef saga er of stutt:
1) Bættu við meiri texta.
2) Stækkaðu mynd.
3) Bættu við andliti.
4) Bættu við tilvitnun.
5) Fjölgaðu línum í fyrirsögn.
6) Bættu lofti milli málsliða.
7) Settu inn uppfyllingarefni.
8) Settu inn auglýsingu frá blaðinu.
9) Færðu auglýsingu til.

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé