Hönnun og vefhönnun

Blaðamennska
Hönnun og vefhönnun

Framhöld eru umdeild. Sumir hata þau. Ekki er vitað, hvort lesendur nota þau. Þau eru ekki lengur til á Íslandi. Hönnuðir í Bandaríkjunum vilja halda í þau, af því að þau auðvelda þeim að hanna síðurnar, sem framhald er af. Stytta textann á fremri síðu.

Auglýsingum er raðað upp neðan á síður:
1) í stiga að neðan og utan.
2) í brunn upp með köntunum.
3) þvert yfir síðu að neðan. Það er ferhyrnt, best.

Hafðu samstarf við auglýsingar:
1) Fáðu fastar stærðir í auglýsingum.
2) Notaðu auglýsingar blaðsins til jöfnunar.
3) Komdu upp reglum um texta á lykilsíðum.
4) Fáðu mörk fyrir auglýsingar á síðu.
5) Fáðu leyfi til að flytja þær.

Innsíður:
1) Ef auglýsingar eru í stiga eða brunni, þarftu að láta sögur flútta við hornin, svo að út komi ferhyrnt umbrot.
2) Ef auglýsingar skilja bara eftir rönd, notaðu söðulfyrirsögn.
3) Láttu hverja síðu hafa ráðandi einingu, mynd eða texta.
4) Láttu ekki mynd eða ramma snerta auglýsingar, svo að þau verði ekki álitin vera auglýsingar.
5) Sparaðu góðar sögur í góðar fréttaholur.

Opnur án kjalar:
1) Losnaðu við allar auglýsingar.
2) Líttu á alla opnuna sem eina heild.
3) Notaðu þær bara til spari, með sérstæðu efni.

Opnur með kjöl:
Oft er hægt að nota slíkar opnur sem eina heild, brjóta mynd gegnum kjölinn. En þetta er vandasamara, þegar pappírinn er ekki samfelldur.

Skoða þarf hverja umbrotna síðu.
1) Er myndin af Nixon með apagreininni, er myndin af apanum með greininni um Nixon? Getur mynd verið með tveimur sögum? Fjallar auglýsing um sama efni?

Mynd með hvaða texta?
1) Rammaðu grein og mynd saman.
2) Skerðu milli greina með dálkastriki eða þverstriki.
3) Hafðu fyrirsögnina yfir texta og mynd líka.
4) Megintexti, sem brýst upp undir mynd, er a.m.k. 3 sentimetra djúpur.
5) Í lóðréttri hönnun er röðin þessi: Mynd, myndatexti, fyrirsögn, megintexti.
6) Hver síða hefur eitt ráðandi skraut.
7) Þriðjungur hverrar síðu er annað en megintexti.
8) Mynd situr ekki ofan á auglýsingu.
9) Saga er ekki römmuð bara til að skilja milli fyrirsagna, heldur af því að hún er sérstök.

Texti:
1) Dýpt textadálka er 5-25 sm.
2) Breidd textadálka er 4-9 sm.
3) Skáletur, feitt letur, negó er sparað.
4) Megintexti er ekki smærri en 8 punktar.
5) Rastar eru hættulegir.

Fyrirsagnir:
1) Hver saga hefur fyrirsögn.
2) Fyrirsagnir smækka niður eftir síðu.
3) Smærri sögur hafa smærri fyrirsagnir.
4) 5-10 orð nægja í fyrirsögn.
5) Skraut kemur ekki milli fyrirsagnar og megintexta.
6) Fyrirsagnir rekast ekki á. Vinstri fyrirsögn nær ekki alla leið.
7) Samtalsstíll, ekki símskeytastíll. Nútíð og germynd.

Ljósmyndir:
1) Myndir af alvörufólki að gera alvöruhluti.
2) Myndir með átt horfi inn í meðfylgjandi megintexta.
3) Ein stór mynd er betri en tvær.
4) Séu myndir fleiri, er ein stærst.
5) Ólíkar stærðir mynda á síðum.

Myndatextar:
1) Einn myndatexti á mynd.
2) Myndatexti við hlið myndar er a.m.k. 2,5 sm breiður.
3) Myndatexti undir mynd er jafnbreiður, fer ekki út fyrir.
4) Neðsta línan er ekki minna en hálf lína.

Framhöld
1) Framhald byrjar ekki fyrr en eftir 10 sentimetra.
2) Framhaldið er minnst 15 sentimetrar, annars sleppt.
3) Framhald er bara einu sinni.

Á frjálsum síðum inni í blaðinu, þar sem annað truflar ekki, er gaman að breyta til með dálkafjölda og dálkabreidd.
Ef mikið er um litlar skrauteiningar er gott að pakka þeim saman í eina einingu.

Mörg breiðsíðublöð hafa 4-6 sögur á forsíðu, mörg smábrotsblöð hafa 3-4 sögur. Óráðlegt er að festa slíkar reglur, forsíða þarf að geta verið svo breytileg, að blaðið í dag sé ekki eins og blaðið í gær.

Áður fyrr voru dálkastrik og þverstrik notuð í dagblöðum. Fyrir fjórum áratugum fóru strikin að hverfa. Þau eru aftur að koma inn, af því að þau skilja betur milli efnisþátta en loftið gerir. Gæta verður, að dálkabil sé nógu vítt fyrir strik.

Ljósmyndir og skraut:
Menning okkar er orðin sjónræn. Texti er orðinn veikur, myndefni orðið sterkt. Ljósmyndir geta verið jafn mikilvægar og texti. Til þess að krækja í lesendur eru ljósmyndir jafnvel mikilvægari en texti.

Sérhver mynd á að hafa:
1) Hrein og klár þungamiðja.
2) Eðlilegur svipur.
3) Myndatexti.
4) Strik í kanti, eins konar rammi.
5) Skiptir máli.
6) Andlit er a.m.k. króna að stærð.

Dæmi um slæmar myndir:
1) Aukahlutur stendur úr höfði manns.
2) Harðir skuggar í andliti.
3) Meginefnið er ekki í fókus.
4) Meginefnið kemur illa fyrir.
5) Víxlun hægri-vinstri.
6) Truflanir í bakgrunni.
7) Meginefni ekki fyrir miðju.

Lagfæring slæmra mynda:
1) Skoðaðu myndavalið vel.
2) Skerðu myndina hraustlega.
3) Notaðu röð lítilla mynda.
4) Láttu taka myndina aftur.
5) Fáðu annan ljósmyndara.
6) Notaðu annað skraut, graf, kort, tilvitnun.
7) Lagfærðu (retússeraðu) myndina.
8) Grafðu hana á síðunni.
9) Settu eina mynd ofan í aðra, “mortice”.
10) Fleygðu henni.

1) Allar sögur eru ferhyrndar. Síður eru staflar af ferhyrningum.
2) Ekkert skraut er í miðjum textadálki.
3) Ekkert skraut er neðst í textadálki.

Tékklisti vefblaðs:

Hönnun:
1) Er heimasíðan falleg, gestrisin.
2) Geta notendur auðveldlega greint milli frétta, auglýsinga og tilvísana?
3) Er ljós forgangsröðun frétta á heimasíðunni?
4) Eru fyrirsagnir og hönnun aðalefnis frumleg fremur en hefðbundin?
5) Er stíll hönnunarinnar í samræmi við stíl notenda?
6) Nota síðurnar fallegan, samræmdan lit, sem hæfir.
7) Forðast síðurnar brellur?
8) Er textinn laus við að vera langur og breiður?
9) Er samræmi í hverju undirstöðuatriði: Fyrirsagnir, höfundar, millifyrirsagnir?
10) Er samræmi í stíl hvers aukaatriðis: Grafík, tilvitnanir, hliðarrammar?

Notendaviðmót:
1) Er fljótlegt að hala niður heimasíðuna?
2) Býður netblaðið matseðil af sögum, vídeó, lesendapósti og margmiðlun?
3) Hefur netblaðið þjónustu, sögur og hliðargreinar, sem ekki eru í prentblaðinu?
4) Eru notendur alltaf einu klikki frá heimasíðu eða síðu meginflokks?
5) Er þétt index alltaf sjáanlegt frá öllum síðum?
6) Er blaðheitið efst á öllum síðum til að minna fólk á, hvar það er?
7) Eru allar myndir nauðsynlegar? Nógu mikið klipptar? Þéttar í JPG?
8) Virkar netblaðið, þótt valið sé í vafra að hafa “text only”?
9) Ef einhver leitar að sérstökum hlut, finnst hann auðveldlega?
10) Þegar menn lesa texta, finna þeir tengingar við áhugaverða hluti?
11) Geta notendur leitað í gömlum blöðum? Er safnið sæmilega heildstætt.
12) Tengir netblaðið vel yfir í heimildir utan blaðsins?
13) Er auðvelt að senda viðbrögð í tölvupósti, fréttaskot eða ritstjórnarbréf?
14) Mikilvægast: Munu notendur bókamerkja síðuna og nota hana aftur?

Vefstjórn:
1) Lítur netblaðið nútímalega út, hefur það verið uppfært?
2) Eru allar sögur tímastimplaðar eða dagstimplaðar?
3) Eru allar sögur og fyrirsagnir vel lesnar yfir?
4) Hafa allar síður samræmd stýringartæki, samræmt útlit, samræmdan lit?
5) Eru tæknitruflanir, skaprík grafík, týndar tengingar, síður í “construction”?
6) Hefur netblaðið síma fréttastofu og netföng fréttamanna?
7) Er heiti blaðsins, netfang, dagsetning og höfundaréttur á hverri síðu?
8) Er eitthvað á síðunni, sem stríðir gegn höfundarétti annarra?

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé