0508
Miðlunartækni
iPhoto & GarageBand
Í síðasta fyrirlestri fjallaði ég um forritið iMovie, sem er miðlægt í samræmdum forritum Apple í margmiðlun fyrir amatöra. iMovie er hluti af pakkanum iLife, sem einnig felur í sér iPhoto og Garage Band. Pakkinn iWork sameinaði áður Keynote, Pages og Numbers.
iLife fylgir ókeypis með nýjum Mac tölvum, það að segja forritin iMovie, iPhoto og GarageBand. iWork er ekki lengur til sem pakki, forritin þar eru seld hvert fyrir sig í AppStore á vefnum á $15-$20, það er að segja forritin Keynote, Pages og Numbers.
iPhoto er velgengnissaga, forrit, sem er ætlað amatörum, en einnig mikið notað af fagfólki, þótt Apple gefi út sérstakt myndvinnsluforrit fyrir þá, Aperture. iPhoto er notað til að lagfæra ljósmyndir og til að vista þær og að auki til að vista myndskeið.
Lagfæringar mynda í iPhoto eru þrenns konar: Quick Fixes, Effects og Adjust. Quick Fixes felur í sér Rotate, Enhance, Fix Red-Eye, Straighten, Crop og Retouch. Effects felur í sér lýsingu og dekkingu, hitun og kælingu og þéttingu, auk ýmissa áferða.
Adjust felur í sér viðamikil tæki til að breyta Exposure, Contrast, Saturation, Definition, Highlights, Shadows, Sharpness, De-noise, Temperature og Tint. Þessi tæki fara langleiðina í að gefa þér sama vald yfir ljósmyndum og þú færð í hinu miklu dýrara Photoshop.
Þú getur líka notað fyrirfram hönnuð þemu, Themes, og raðað þeim upp í myndasýningu, Slide–show. Þemu geta sýnt ljósmyndir til dæmis í fornlegri útgáfu, í tvenns konar þrívíddarútgáfu, svo og með tilliti til GPS staðsetningar myndanna og svo framvegis.
iPhoto er líka ljósmyndasafn. Þar raðar þú myndum eftir tímaröð, atburðum, stöðum og andlitum. Þar setur þú myndirnar á ýmsa vegu í albúm. Þú getur sett mynd í fleiri en eitt albúm. Síðan geturðu leitað úr öðrum forritum, t.d. iMovie, innan í þessum albúmum.
Auðvelt er að deila iPhoto myndum. iMovie og Keynote fyrirlestraforritið geta sótt myndir í albúmin í safninu. Sending mynda til Facebook eða í tölvupósti er sáraeinföld, minnir á nýjungarnar í iPad og iPhone. Auðvelt er að gefa út innbundnar ljósmyndabækur.
Þegar þú býrð til ljósmyndabók, velurðu Book frá Create matseðlinum neðst á skjánum. Síðan velurðu milli ýmissa þema í stíl við ljósmyndirnar . iPhoto rennir ljósmyndunum í misstór box í viðkomandi þema, lárétt eða lóðrétt eftir myndinni hverju sinni.
Allar birtingarmyndir hverrar ljósmyndar er með einu handtaki (option-command-F) hægt að skoða í fullri skjástærð til að nýta plássið. Og þú skiptir auðveldlega milli fullrar skjástærðar og myndasýningar. Allir hnappar og valblöð eru auðskilin.
Á Amazon fást stafrænar kennslubækur, m.a.:
iPhoto ’11: The Missing Manual $17
iPhoto ’11: The Macintosh iLife Guide to using iPhoto $14
iPhoto ’11: Portable Genius $24
Í Google er sýnikennsla:
http://www.lynda.com/iPhoto-training-tutorials/239-0.html
http://www.learningelectric.com/iphoto6/
GarageBand er raunar merkilegasta forritið af þessu þríeyki með iMovie og iPhoto. Það snýst ekki aðeins um að semja eða breyta tónlist, heldur felur líka í sér námskeið í tónlist og ábendingar um villur, sem þú gætir hafa gert við ritstjórn tónlistar.
Námskeið GarageBand fela meðal annars í að gefa þér ábendingar um árangur þinn eða skort á árangri. GarageBand hlustar á það, sem þú semur, og gefur þér ábendingar bæði jafnóðum og á eftir. Nótur, sem þú missir af, eru sýndar í rauðu.
GarageBand felur líka í sér alla sögu æfinga þinna og getur sýnt þér, hvernig nákvæmni þín batnar við hvert námskeið. Þessi námskeið eru mörg og öll ókeypis. Nema þau, þar sem fræg nöfn koma við sögu og skýra fyrir þér verk sín, þau kosta smotterí.
Meðal tóla í GarageBand eru Flex Time og Groove Matching, sem láta þig vita um villur í hraða og rythma tónlistarinnar. Samanlagt er GarageBand orðið mikilvægt tæki til að framleiða tónlist að hætti atvinnumanna án þess að gera málið of flókið.
Upphaflega var GarageBand mest notað til að framleiða tilraunir til tónlistar. Fyrir nokkrum árum var talið, að fimm milljónir manna notuðu forritið í þessu skyni. GarageBand er bezt heppnaða stafræna vinnustöð tónlistar, sem til er í heiminum.
Hins vegar hefur GarageBand verið tiltölulega lítið notað í samspili með iPhoto og iMovie, hinum fótum þríleiksins iLife. Apple á enn eftir að sannfæra fólk um, að GarageBand eigi heima í þessum þríleik, geti til dæmis unnið vel með iMovie.
Þegar GarageBand er búið að kenna þér allt, sem forritið getur kennt, er kominn tími til að færa afurðir þínar úr því yfir í Logic Express, sem nú heitir Logic Pro 9. Þar geturðu gengið skrefinu lengra, eins og þeir, sem færa sig úr iPhoto yfir í Aperture.
Á Amazon fást stafrænar kennslubækur, m.a.:
GarageBand: The Missing Manual, $10
Take Control of Making Music with GarageBand ’11, $15
Apple Training Series: GarageBand 09, $20
Í Google er hægt að finna sýnikennslu:
Ég hef nú farið yfir forritin þrjú í Life, pakkanum, sem fylgir nýjum mökkum. Þau eru frábær kynning á margmiðlun fyrir nýliða í greininni. Þau venja þig við fjölbreytni aðferða við að beita tækni við að laga hljóð, myndir og myndskeið.
Í næsta fyrirlestri ætla ég að fjalla um önnur þrjú forrit frá Apple, er áður mynduðu svokallaðan iWork pakka. Það eru Keynote, sem er forrit til skyggnugerðar fyrirlestra; Pages, sem er ritvinnsla og umbrot; svo og Numbers, sem er töflureiknir eins og Excel.