0504 Blackmagic & iPhone

0504

Miðlunartækni

Myndavélar

Blackmagic Cinema Camera
Apple iPhone 5
Hér ætla ég að fjalla um tvær myndavélar-kvikmyndavélar, sem hvor með sínum hætti felur í sér byltingu. Blackmagic Cinema Camera sameinar kosti myndavéla og kvikmyndavéla fyrir atvinnu–menn og Apple iPhone 5 er bylting fyrir fréttaljósmyndara.

Blackmagic Cinema Camera kom á markaðinn snemma árs 2013. Hún er tilraun til að framleiða samþætta ljósmynda- og kvikmyndavél á hálfa milljón króna í stað tveggja-þriggja milljón króna. Hún skilar þrjátíu myndrömmum á hverri sekúndu.

Helztu einkenni:
2.5K Image Sensor
Mic/Line Audio Inputs
12bit RAW, ProRes, DNxHD Formats
13 Stops of Dynamic Range
LCD Touchscreen with Metadata Entry

dLens not included, uses Canon, Nikon, Leica lenses
23.98, 24, 25, 29.97, 30p Frame Rates
SDI Video Output and Thunderbolt Port
Includes DaVinci Resolve and UltraScope

Blackmagic Cinema Camera fer með meiri gæðum og lægra verði beint í samkeppni við Sony FS100, Panasonic GH3, Canon 5D Mark III and Nikon D800. Innifalinn er $1000 DaVinci Resolve hugbúnaður, sem jafngildir stjórnborði í myndveri.

BCC hefur stjórnborð á snertiskjá og nýtir gömlu linsurnar, skilar verki í Raw, Apple ProRes (fyrir FinalCut Pro 7) og Avid DNxHD formi. Einföld í notkun og framleiðir samt heilar bíómyndir. Á YouTube má sjá ýmsa notendur prófa og ljúka á vélina lofsorði.

Einn hafði þetta að segja:
“Like a RED, but costs $3000?
It shoots ProRes/DNxHD at 1080 p, and RAW at 2.5K to an SSD?
It comes with a copy of DaVinci Resolve color correction for free?
Yes, yes, and yes, the image quality is outstanding.”

MacUser bendir á, að hönnun Blackmagic minni á hönnun Mac tölva. Allt sé haft eins einfalt og aðgengilegt og frekast er unnt. Hún sé notendavæn eins og iPhone. Blandi vel saman vélbúnaði og hugbúnaði á sama hátt og Apple. Sbr. DaVinci Resolve.

MacUser kvartar líka um, að Canon hafi vikið frá forustuhlutverki sínu í kjölfar hinna frábæru DSLR myndavéla. Þær hafi orðið svo vinsælar, að Canon hafi lagt allt upp úr að halda uppi háu söluverði, en minna um að halda fenginni forustu í gæðum.

Svo kemur utanaðkomandi aðili inn í dæmið. Blackmagic hafði framleitt ýmsar vörur og hugbúnað fyrir ljósmyndara, til dæmis DaVinci Resolve, en ekki neinar myndavélar. Í einu vetfangi breytti Blackmagic Cinema Camera aðstæðum á markaði.

Gagnrýnendur eru alment ánægðir með snertiskjáinn, sem er miklu stærri er gluggi annarra myndavéla. Menn deila hins vegar á stærð og þyngd, sem veldur því, að margir vilja nota grind og handföng til að festa vélina á og er í boði sem aukahlutur, $200.

Ummæli ýmissa rýna:
http://www.eoshd.com/content/9186/blackmagic-cinema-camera-review




http://nofilmschool.com/2012/12/blackmagic-cinema-camera-review-part-1/



http://www.youtube.com/watch?v=tuN9t3hd_yM (Hitlers-grín)
Spurðu: “blackmagic cinema camera review youtube”

Um Apple iPhone 5 er fátt að segja, því að þessi símamyndavél er flestum kunn. Átta megapixla og tekur fínar myndir við hversdagslegar aðstæður, en skortir kraft stórra myndavéla og kvikmyndavéla við erfiðar aðstæður. En dugar fyrir 90% fréttamynda.

Þetta er $500 dollara tæki, sem selst hér á 180.000 krónur. Til þess að hún fái frambærilegt hljóð úr tveimur hljóðnemum þarf að bæta við Apogee hljóðnema á $250. Þannig búin gefur hún ekki eftir myndavélum og kvikmyndavélum. Sími keppir við alvöruna.

Helztu einkenni:
8 megapixel iSight camera
Panorama
Video recording, high-definition (1080 square-pixels) up to 30 frames per second with audio
Autofocus

Tap to focus video or still images
FaceTime high-definition camera with 1.2 megapixel photos and high-definition video (720 square-pixels) up to 30 frames-per-second
Face detection in video or stills
Light-Emitting-Diode flash
Improved video stabilization
Photo and video geotagging

Með:
Þunn og létt myndavél með álbaki
Ljósmyndir átta megapixla
Kvikmyndir í 1080p 30 frames-per-second
Rafhlöður endast heilan dag fyrir flestar þarfir
Ógrynni viðbóta

Móti:
Enginn aðdráttur, zoom
Álbak getur rispast
Rafhlaðan endist minna en sagt er
Hljóð er takmarkað, sjá þó Apogee MiC
Samanburður við DSLR:

http://fstoppers.com/how-does-the-iphone-5-camera-compare-to-a-dslr
http://www.2cameraguys.com/Apple-iPhone-4S-vs-Canon-EOS-5D-Mark-III.htm

Ummæli og kennsla:


Spurðu: “iphone 5 camera review youtube”

iPhone 5 er fyrst og fremst snjallsími. En hann er líka fín myndavél, sem dugar í flestum aðstæðum fréttaljósmyndara. Með aukahlutum t.d. mCAM Lite myndavélakassa, iPro linsur og ótal fleiri er hægt að auka og bæta notkunarsvið iPhone myndavélanna.

Apogee MiC er hljóðneminn, sem sérstaklega er gerður fyrir iPhone og aðrar Mac tölvur. Kostar $250 með aukahlutum. Á stærð við iPhone og flytur hljóðstofugæðin, sem símann sjálfan skortir, á vettvang atburða. Vel byggður, þolir ferðahnjask fréttaljósmyndara.