0505 Önnur miðlunartæki

0505

Miðlunartækni

Önnur miðlunartæki
Hljóðnemar, hljóðkerfi, ferðaljósapakki
Gervihnattasími, staðsetningatæki

Hér verður fjallað um:
Apogee MiC, hljóðnemi
Sound Devices 722, hljóðkerfi
Zoom H4n, hljóðkerfi
Lowel Blender 3, ljósapakki
Iridium Extreme, gervihnattasími
Garmin eTrex 30, staðsetningar

Apogee MiC er hljóðnemi, sem sérstaklega er gerður fyrir iPhone og aðrar Mac tölvur. Kostar $250 með ýmsum aukahlutum. Á stærð við iPhone og flytur hljóðstofu–gæðin, sem símann sjálfan skortir, á vettvang atburða. Er vel byggður og þolir ferðahnjask.

Með iPhone 5 og Apogee MiC er fréttamaður með tæki í höndunum, sem saman henta til ljósmyndunar og kvikmyndunar við allan þorra aðstæðna á vettvangi. Hentar vel til viðtala og kynningar með viðeigandi bakgrunni og með hljóði, sem stenzt faglegar kröfur.

Helztu einkenni:
Stafrænn hljóðnemi. 44.1/48 kHz
24 bit analog-to-digital yfirfærsla
Hljóðstofugæði preamp með upp að 40dB styrkauka
Engar stillingar, bara tengja
Fjöllita LED sýnir hljóðstyrk
Kassi úr málmi

Kennt á Apogee MiC hljóðnema:



Spurðu “Apogee MiC youtube”

Helzti galli iPhone 5 er of lélegt hljóð fyrir fjölmiðlun. Apogee MiC leysir það. Með því að bæta honum við iPhone 5 fæst pakki, sem gerir fréttamönnum kleift að taka fréttaviðtöl á vettvangi með viðunandi hljóðgæðum fyrir sjónvarp og vefmiðla.

Ljósmyndarar hafa ekki áttað sig á, að iPhone 5 myndavélin er ekki síðri bylting fyrir fréttaljósmynd–ara en Blackmagic tólið er fyrir aðra atvinnumyndara og kvik–myndasmiði. Saman snarminnka þessi tæki kostnað við marg–miðlun fjölmiðla og einstaklinga.

SoundDevices hljóðkerfi. Til skamms tíma var Sound Devices 722 eða 702 mikið notað hljóð–kerfi á vettvangi. Tækið er traust og gott, en nokkuð flókið í stillingu, tæpast nógu einfalt fyrir nútímann. Algengt á Íslandi. Kostar $2500 eða hálfa milljón kr.

Helztu einkenni:
160GB SATA HDD
24 bit/192kHz upptaka
WAV, BWF, and MP3 formöt
Analog and Digital tengi
LCD Display and LED Meters

Ummæli nokkurra rýna:
http://transom.org/?p=7506

http://transom.org/?page_id=7514
http://www.phoric.com/2011/02/choosing-a-fieldgrecorder-zoom-h4n-or-sound-devices-702/

Zoom H4n hljóðkerfi hefur slegið SoundDevices út, enda miklu ódýrari, $500 með fylgihlutum eða 100.000 krónur. Hentar vel fyrir DSLR myndavélar og kvikmyndavélar. Tveir innri hljóðnemar og tvær ytri hljóðrásir að auki.

Helztu einkenni:
96 kHz/24 bit portable digital recorder
Tveir hljóðnemar innifaldir
Hentar vel fyrir DSLR myndavélar
Direct XLR mic input connectors
Fjórar hljóðrásir í einu

Hér tala nokkrir rýnar:
http://www.phoric.com/2011/02/choosing-a-field-recorder-zoom-h4n-or-sound-devices-702/
http://transom.org/?page_id=7514

Hvernig á að nota tækið:


Lowel Blender 3 Light Kit ferðaljósapakki er flytjanlegt og ódýrt ljóskerfi þriggja ljósa, sem pakkað er í tösku og hentar til flutninga á tökustaði, þar sem lýsing er lítil eða afbrigðileg. Pakkinn kostar $1500 eða 250.000 kr, er 58x23x15 sm, vegur 7,7 kg.

Helztu einkenni:
3 Blender LED ljós
3 Uni standar (7,9)
1 Ljóspoki
3000-5000 K
Hvert ljós er aðeins 0,6 kg
AC/DC

http://provideocoalition.com/jfoster/story/product-review-lowel-blender-3-light-kit
http://www.adorama.com/alc/0012866/article/Filed-Test-The-Lowel-Blender

Iridium Extreme gervihnattasími. $1500 eða 250.000 krónur + símaáskrift. Iridium er dýrt í rekstri. Mánaðargjald á Íslandi er 6.500 krónur og hvert símtal kostar 117-194 krónur á mínútuna. Fyrst og fremst er þetta tæki fyrir stríðsfréttarara og landkönnuði.

Gervihnattasímar eru öryggistæki, sem koma sér vel fyrir fréttaritara á átakasvæðum, þar sem stjórn–völd loka farsímasambandi til að tefja samskipti andófsmanna eða uppreisnarmanna. Með svona síma eru fréttamenn í sambandi við umheiminn, senda myndir, gögn.

Kennt á símann: http://www.youtube.com/playlist?list=PLF65ABA249C6EAA5C
Öryggi: http://www.youtube.com/watch?v=sZWN65NqNOc
Fylgihlutir: http://www.youtube.com/watch?v=abWryjdBUuM

Garmin eTrex 30 GPS staðsetn–ingartæki er eitt af mörgum teg–undum Garmin, sem eru mest seldu tækin. Þetta er vasatæki, sem kostar 60.000 kr með ágætu Íslandskorti með 10 metra hæðarlínum. Það hefur þráðlaus samskipti við önnur Garmin GPS.

Helztu einkenni:
Tækið rúmar 1000 leiðarpunkta, 200 leiðir og 200 ferla
Innan við 10 metra nákvæmni
Tvær AA-rafhlöður endast samfellt í 18 tíma eða 30 tíma á sparnaðarstillingu
38 x 56 mm litaskjár

Nýju eTrex tækin eru fyrstu GPS tækin fyrir hinn almenna notanda sem geta fundið bæði ameríska GPS og rússneska GLONASS gervihnettina samtímis. Þau finna staðsetningu þína fljótt og vel og halda merkinu í erfiðum aðstæðum.

Á Amazon eru samhliða jákvæður og gagnrýninn dómur:
http://www.amazon.co.uk/product-reviews/B000UNDLQ2
http://www.pcmag.com/article2/0,2817,2409093,00.asp