0503 Canon

0503

Miðlunartækni
Myndavélar
Canon EOS 5D Mark III
Canon XH-A1

Canon EOS 5D Mark III er 24×36 mm fullrar stærðar, 22.3 megapixla CMOS stafræn DSLR myndavél, sem tekur líka kvikmyndir. Hún er arftaki EOS 5D Mark II, sem var vinsæl meðal fréttaljósmyndara, fyrsta myndavélin með kvikmyndun.

Margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir voru gerðir á forveranum, Mark II, þar á meðal ýmsir þættir á BBC, t.d. The Road to Coron–ation Street og sjöundi kafli Hustle. Árið 2012 var gefin út kvikmyndin Act of Valor, líka Department, ParaNorman, og fl.

Nýja vélin, EOS 5D Mark III, kom í marz 2012 á smásöluverði $3499. Hún er í næsthæsta gæða- og verðflokki Canon. Ofar eru flaggskipin Canon EOS-1D C og Canon EOS-1D X. Síðari vélin er hönnuð fyrir notkun jöfnum höndum sem kvikmyndavél.

Keppinautur Canon EOS 5D Mark III er Nikon D800 með sama verði og svipuðum gæðum. Engin leið er að fullyrða, hvor vélin er betri. Annað hvort ertu Canon eða Nikon. Munurinn getur á endanum falist í, hvort þú átt Canon eða Nikon linsur, þegar þú kaupir.

Stuðningsmenn Canon EOS 5D Mark III segja hana hraðari en Nikon D800, fari betur í hendi og að stjórnborðið sé einfaldara, megapixlar meira en nógir, litur sé betri, glugginn sé stærri og betri. Stuðningsmenn Nikon D800 segja, að hún hafi fleiri megapixla.

Forveri EOS 5D Mark III var EOS 5D Mark II, fyrsta myndavélin, sem líka var kvikmyndavél. Varð fljótt vinsæl til kvikmyndunar, sem segir sína sögu um gæðin, því að kvikmyndunarhæfni hennar átti fremur að vera bónus en meginþáttur notkunar.

Sem kvikmyndavél hefur Mark III 4 gígabæti og tekur upp samfellt 30 mínútur, sem er margfalt lengra en þarf til kvikmyndunar. Skýtur sex sinnum á sekúndu. Hljóðið er mono, en tengi er fyrir stereo. Verður án efa notuð til kvikmyndunar eins og fyrirrennarinn.

Myndir úr Mark III eru meðal beztu stafrænu mynda og koma vel út í alls konar ljósi. Litur kemur vel út á jöðrunum einnig. Hljóð er einnig fremur tært. Vélin tekur tvö minniskort í einu, sem sjálfvirkri skiptingu milli korta, sem kemur sér vel í tímahraki.

Meðal atriða, sem hafa vakið hrifningu er autofocus tækni vélarinnar, svo og tengi fyrir heyrnartól, stór og skýr viewfinder og þögul skothríð. Margt af þessu var áður komið fram í miklu dýrari DSLS myndavélum frá Canon, ID C og ID X.

Canon EOS 5D Mark III For Dummies er góð kennslubók í notkun vélarinnar. Stafræn útgáfa hennar kostar um $20 í Amazon. Stafrænar kennslubækur hafa þann kost, að létt er að fletta eftir leitarorðum og finna leið í því verkefni, sem kallar á lausn þá stundina.

Dummies kennslubækurnar hafa flestar þann kost, að þær taka fyrir mál, sem kann að vera nokkuð flókið, og skýra það í einföldum og skiljanlegum texta. Yfirleitt eru þær aðgengilegri en stafrænir leiðarvísar, sem fylgja frá framleiðanda og svo er í þessu tilviki.

Hér eru ummæli nokkurra rýna:Spurðu: “eos 5d mark iii review”

Og hér er kennt að nota vélina:Spur “how to use eos 5d mark iii”

Samanburður við Nikon D800:

http://www.kenrockwell.com/tech/comparisons/d800-vs-5d-mark-iii.htm
Spurðu: “canon eos 5d mark iii compare nikon d800”

Canon XH-A1 HD og XH-G1 HD eru kvikmyndatökuvélar (camcorder), sem haldið er á í tökum. Miðaðar við sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn og þáttagerðarmenn, svo og fyrir ljósvakamenn og blaðamenn á vettvangi. Að grunni frá 2006.

Þessar tvær kvikmyndavélar eru arftakar Canon GL2, en eru bæði stærri og þyngri. Það segir sína sögu, að árið 2012 fór hún að víkja fyrir Canon EOS 5D Mark II. Sýnir, að mat atvinnumanna hallast frekar að ljósmyndagrunni en kvikmyndagrunni.

A1 vélin hefur verið notuð víða í sjónvarpi og leikhúsi. Chicago Tribune notar hana í myndskeið frétta á vefnum. Hún var notuð til að gera kvikmyndina Crank:High Voltage. Hlutfall verðs og gæða er óvenjulega gott.

Efninu er hlaðið á mini-DV diska, sem rúma 80 mínútur. Tvær hljóðrásir eru á vélinni, sem auðveldar upptöku samtala tveggja aðila. Vélin er 2 megapixla. Staðsetning hnappa og útlit þeirra er hagkvæmt, erfitt er ruglast á tökkunum.

Hér eru ummæli nokkurra rýna:Sp: “canon xh-a1 review youtube”

Og hér er kennt að nota vélina:


http://cnettv.cnet.com/canon-xh-a1/9742-1_53-28033.html
Spurðu: “how to use xg-ai”

Samanburður EOS 5D Mark II:Fleiri á Google: “canon XG-A1 compare canon eos 5d mark iii”

Blackmagic Cinema Camera kom á markaðinn snemma árs 2013. Hún er tilraun til að framleiða samþætta ljósmynda- og kvikmyndavél á hálfa milljón króna í stað tveggja-þriggja milljón króna. Um þessa vél fjalla ég í næsta fyrirlestri.

Apple iPhone 5. Önnur bylting í ljósmynda-kvikmyndavélum er iPhone 5 með átta megapixla vél, sem hentar fréttaljósmyndurum í öllum þorra tilvika. Ég mun líka fjalla um hana í næsta fyrirlestri. iPad 3 er spjaldtölva með sama pixlafjölda, en hentar ekki eins vel.