0506 iMac

0506

Miðlunartækni
Tölvur
iMac

Flest forrit, sem skipta máli í margmiðlun, fást í útgáfu fyrir Mac og Windows, ekki á Linux. Þessi tvö stýrikerfi eru jafnvíg í margmiðlun, en hefðbundið er að líta á Mac sem margmiðlunartæki og þá einkum iMac skjátölvan, sem gaf Mac forustuna.

iMac hentar vel margmiðlun, umbroti, myndvinnslu, hljóðvinnslu, og kvikmyndum. Skjárinn er frægur, sýnir rétta liti og gefur nákvæma sýn á verkin. Samskipti forrita eru til fyrirmyndar, allt haft mjög einfalt. Vídeóminni er þó ófullnægjandi, 0,5 GB.

Apple hefur pakka fyrir amatöra, sem felur í sér iPhoto, iMovie, GarageBand, QuickTime. Adobe hefur pakka fyrir atvinnumenn, sem felur í sér Photoshop, Illustrator, InDesign, Acrobat, Flash Pro, Dreamweaver, Premiere Pro, After Effects, Prelude, Encore.

iMac notar Thundarbolt tengi, sem eru miklu hraðari en FireWire og USB, keyrir á 10 Gbps. Tengið þjónustar fjölda hliðartækja, allt frá hliðarskjám yfir í ytri aukadrif. Þú getur líka tengt öll önnur Apple tæki við iMac, svo sem iPhone og iPad og myndavélar þessara tækja.

iMac hentar kvikmyndavinnslu. Allir nýir makkar hafa innifalin forritin iPhoto, iMovie og GarageBand, sem eru samhæfð í forritapakkanum iLife og fela í sér margvísleg stjórntæki. Pakkinn iWork felur í sér forrit, sem keppa við Microsoft Office.

iMac vinnur vel með iPhone, sem er að verða alvöru myndavél og kvikmyndavél. Sumir hafa spáð, að senn verði heilar kvikmyndir teknar á iPhone. Framfarir í margmiðlun eru svo nátengdar Apple, að vinnslustöð á borð við iMac verður miðlæg í ferlinu.

Ekkert CD/DVD geisladrif er í iMac. Stafar af sérvizku Steve Jobs um, að diskadrifin séu úrelt og muni hverfa. Eitthvað er til í því. En þeir, sem horfa á gamla sjónvarpsþætti og kvikmyndir nota slík drif töluvert og þessi sérvizka pirrar þá auðvitað.

Fjölsnertimúsin með iMac er sérstæð. Hefur enga hnappa, en allt yfirborðið er næmt fyrir fingrahreyfingum, sem eru eins og á snertiskjám iPhone og iPad. Margir kjósa þó að nota Magic Trackpad í nákvæmnisvinnu í myndvinnslu og umbroti á iMac.

Af ýmsum ástæðum, sem ég hef rakið hér að framan, er iMac orðin að einkennisgrip auglýsingastofa, samskiptastofa, margmiðla og nýmiðla. Ég hef því kosið að taka hana eina til umfjöllunar, þegar ég kem að tölvum á lista yfir alla þá tækni, sem blasir við í nýmiðlun.

BlackMagic Cinema Camera, Zoom, iPhone, iMac, iLife. FinalCut Pro. Quick Time, Word Press og Adobe Creative Cloud hafa saman flutt kraft heilla kvikmyndavera og sjónvarpsstöðva í hendur einyrkja. Verð hafa lækkað og veitt einyrkjum athafnafrelsi.

Minna en tvær milljónir króna kostar að hafa allan tækjakost, sem jafngildir kvikmyndaveri og sjónvarpsstöð, allt sem þarf til að fá útrás fyrir sköpunarhæfni og miðlunarhæfni einstaklinga. Þetta eru tímar ótrúlegra möguleika fyrir nýliða í nýmiðlun.

Á sama tíma og atvinna dregst saman í hefðbundinni fjölmiðlun, einkum dagblöðum og sjónvarpi, opast nýir möguleikar fyrir fjölhæft fólk, sem kann til verka á þeim mörgu sviðum, sem saman mynda það, sem við köllum margmiðlun, vefmiðlun, nýmiðlun.

Skjár: iMac er með frábærum 21 tommu og 27 tommu baklýstum IPS skjá með 1920 x 1080 upplausn. tölvan er aftan á skjá.
Tölvukubbur: 2.9GHz quad-core Intel Core i5 processor (Turbo Boost up to 3.6GHz) with 6MB L3 cache.

Minni: 8GB (two 4GB) (expand to 32 GB) of 1600MHz DDR3 memory
Rými: 1 TB (5,400-rpm) (eða 3 TB) hard drive
Grafík: NVIDIA GeForce . GT 650M graphics processor with 512MB of GDDR5 memory

Vídeó:
FaceTime HD camera
Simultaneously supports full native resolution on the built-in display and up to a 30-inch display (2560 by 1600 pixels) on an external display

Vídeó áfram:
Support for extended desktop and video mirroring modes
Support for Target Display Mode via the Thunderbolt port using a Thunderbolt to Thunderbolt cable (sold separately)

Audio:
Stereo speakers.
Dual microphones.
Headphone port
Headphone/optical digital audio output (minijack)
Support for Apple iPhone headset with microphone

Tengi:
SDXC card slot. Four USB 3 ports. Two Thunderbolt ports
Mini DisplayPort output with support for DVI, VGA and dual-link DVI (adapters separate)
10/100/1000BASE-T Gigabit Ethernet (RJ-45 connector)

Samskipti: WiFi er útvarpskerfi milli tækja innanhúss, stundum kallað HotSpot, einkum á kaffihúsum. Notað milli tölvu og útstöðvar internets. Nær oft 20 m.
Bluetooth er útvarpskerfi milli tækja yfir enn styttri vegalengdir, einkum milli tölvu og jaðartækja.

Kennslubækur í stafrænni útgáfu:
iMac For Dummies, stafræn útgáfa $18, ekki góð
My iMac, stafræn útgáfa $12
OS X Mountain Lion: The Mising Manual, stafræn útgáfa $19, bezt
Sjá gagnrýni bókakaupenda á Amazon.

Hér eru ummæli ýmissa rýna:


Hér er kennsla:
ttp://www.youtube.com/watch?v=BxpmK3c3zWg

Mig brestur þekkingu til að fullyrða, hvaða tölvutegund sé bezt til margmiðlunar og hvaða stýrikerfi sé bezt til þess. Ég kaus að fjalla um iMac, af því að hún er sú margmiðlunartölva, sem ég sé oftast. Alveg eins og ég kaus að fjalla um Canon myndatækin.

Í næsta fyrirlestra ætla ég að snúa mér að forritapökkum Apple, sem nýtast til margmiðlunar í iMac. Fyrst og fremst er það iLife pakkinn, sem felur í sér iMovie, iPhoto og GarageBand. Einnig iWork pakkinn, sem felur í sér Pages, Numbers og Keynote.