Vefhönnun

Nýmiðlun
Vefhönnun

Flestar síður skortir samræmi, þegar texti er stækkaður. Vefsíður eru fyrir alla, líka þá sem sjá illa. Hugbúnaður á borð við Dreamweaver þarf að gera ráð fyrir slíku. Sveigjanleiki þarf að vera í hönnun vefsvæða. Þurfa að haga sér eins í mismunandi vöfrum.

Minnkaður góðvilji:
Upplýsingar eru faldar. T.d. verð.
Mér er refsað fyrir sérvisku.
Ég er spurður um óþörf atriði.
Ég mæti hræsni.
Ég þarf að bíða af mér óróa.
Vefsvæðið virkar ófaglega.

Aukinn góðvilji:
Svæðið veit, hvað ég vil.
Svarar spurningum.
Sparar spor.
Hefur fyrir hlutum.
Prentvænar síður.
Auðvelt að rata úr villum.
Biðst afsökunar.

Þú þarft ekki að vera listamaður til að búa til snyrtilegar vefsíður. Grind á vefnum er svipuð grind í dagblaði. Í báðum tilvikum er gott að muna eftir “above the fold”, það er þeim hluta, sem sést strax. Á skjánum er það fyrsta skjámyndin.

Borðtölvur hafa minnst 15 tommu skjái, fartölvur niður í 12 tommu. 15 tommu skjár hefur 800×600 pixla upplausn. Það þýðir í raun, að stærð fyrstu skjámyndar eru 750×420 pixlar.

Nothæfni felst í siglingafræði:
Hvar er ég?
Hvert get ég farið?
Notendur eiga alltaf að vita, hvaða kostir eru í stöðunni.
Tenging á heimasíðu er alls staðar nauðsynleg, ef menn villast.

Vefsíða hefur aðeins örfáar sekúndur til að fanga athygli fólks. Ef ekki, þá kemur tækifæri kannski aldrei aftur.
Haltu þér við grindarkerfi.
Notendur skanna síður, lesa þær ekki. Allt þarf að vera auðfundið.
Andstæður nást með litum.

Virðingarstiginn ofan frá heimasíðu niður í smáatriði þarf að vera ljós. Og einnig leiðin upp til baka aftur.
Á vefnum er það textinn, sem dregur augað til sín, ekki myndir eða grafík.

Antíkvastungur (serif) pappírs sjást verr í lítilli upplausn skjásins. Steinskrift (sans-serif) skaddast minna. Tískustungur gefast illa.
Notaðu algengar stungur á vefnum: Times/Times New Roman (antíkva) og Helvetica/Arial (steinskrift). Einnig Verdana.

Jafnaðu til vinstri á vefnum, ekki beggja vegna.
Besta dálkabreidd er eitt og hálft stafróf letursins:
abcdefghijklm nopqrstuvwxyzabcdefghijklm
Einnig má miða við 1012 orð.
Forðastu orðskiptingar á vefnum.
Forðastu undirstrikanir. Eru links.

Mikið er um ofnotkun lita. Hafðu andstæðu milli grunnlitar og textalitar. Settu ekki texta ofan í órólega mynd eða graf. Notaðu litróf vafranna, 216 litir henta PC og Mac sameiginlega. GIF hentar strikamyndum, JPEG hentar ljósmyndum.

Á prenti er upplausnin yfirleitt 600 ppi, pixlar á tommu. Á vef er upplausnin 72 ppi. Þú getur stillt á 72 ppi í Photoshop. Farðu í Image matseðilinn og dragðu niður í Image Size. Þá kemur upp eyðublað, sem þú fyllir út.

Í stað þess að eyða miklum tíma í HTML er betra að nota Dreamweaver til að búa til box. Notaðu matseðilinn Insert og dragðu niður í Table. Þá kemur upp eyðublað, sem þú fyllir út. Gættu þess að hafa “cell padding”, bil frá efni yfir í rönd. Líka “cell spacing”.

Samhæfni þarf að vera milli síðna á hverju vefsvæði. Menn ramba ekki milli stílsniða.
Stílsnið = Templates.
Hönnunarforrit búa til stílsnið fyrir allan vefinn. Einstökum síðum er hellt ofan í sniðið.

Misræmi kann að vera í útliti hjá notanda með PC og notanda með Mac. Hönnunarforrit gera ráð fyrir að þefað sé af vöfrum (browser sniffing) til að sjá, hvernig síðan lítur út í mismunandi vöfrum, Explorer, Safari, Firefox, Opera o.s.frv.

Tengingar og krækjur ganga næst texta í mikilvægi fyrir notandann. Þær hvetja hann til að ferðast meira á eigin vegum. Þú mátt ekki kaffæra hann í tengingum, heldur velja þær, sem þú telur mestu máli skipta.
lysing

Hægt er að opna tengda síðu í stað síðunnar, sem fyrir var, eða leggja hana sem sérstaka síðu ofan á þá síðu. Alltaf er hægt að komast á fyrri síðuna með því að smella á Back hnappinn. Þess vegna er algengast að láta fyrri síðuna hverfa.

Þú getur þurft leyfi til að krækja í síðu.
Gættu þess, að krækjan virki. Þú þarft að skoða það einnig síðar.
Hætta er fólgin í að draga notandann út úr sögu þinni og fara með hann annað. Það er ekki víst, að hann snúi við.

Tilgangur krækja:
Koma með bakgrunn.
Vitna í heimild.
Koma fleiri sjónarmiðum að.
Hvetja til frekari könnunar.
Með krækju felst óbein viðurkenning á þeirri síðu. Ekki tengja, ef þér finnst sú síða vera veik.

Best er, að tengiorðið segi skýrt, hvert sé verið að fara. Ljóst þarf að vera, hvað notandinn fær, þegar hann notar krækjuna. Hann á ekki að þurfa að velta því fyrir sér. Tengingar geta verið í texta eða í boxi til hliðar til að trufla ekki söguna.

Ekki skrifa: “Smelltu hér”, “potaðu músinni í þessa tengingu”, “vafraðu á þennan stað”, “greinin er hér” eða “fylgdu þessari krækju”. Notendur vita, hvað krækjur eru. Skrifaðu “Öll skýrslan”, “Egill Helgason”, “Knattspyrnusambandið”.

Skeljar eru safn skyldra tenginga og upplýsinga, sem raðað er í pakka á vefsíðu. T.d. Allt um kosningarnar.
Skeljar flokkast í sviðsskeljar, málefnaskeljar, söguskeljar og notendaskeljar.

Sviðsskel: T.d. Stjórnmál.
Málefnaskel: T.d. Kosningarnar.
Söguskel: T.d. Fyrri fréttir.
Notendaskel: Notandinn hefur pantað af eyðublaði, hvaða tegundir af fréttum hann vill fá.
Fréttamiðlar á vefnum hafa farið of hægt í notendaskeljar.

Gagnvirkni gerir þér kleift að segja sögu á nýjan og spennandi hátt, komast yfir takmarkanir prents og ljósvaka. Til dæmis getur þú klippt söguna í pakka og leyft notendanum að ráða, hvernig hann nálgast hana og hvernig hann fer gegnum hana (mósaík).

Þannig leggur notandinn sitt til sögunnar. Hann getur brugðist við henni í tölvupósti. Þetta getur kostað tíma og fyrirhöfn og krefst sérstakrar hæfni og tækni á ritstjórn vefsvæðisins. Blaðamenn kvarta stundum um, að samskipti taki of mikla orku frá skrifum.

Efnisþættir margmiðlunar á vefnum:
Texti
Grafík og ljósmyndir.
Hljóðskeið og myndskeið.
Margs konar innihald samþætt (rich content)

Grafík: Photoshop er notað. Gættu þess, að skjölin verði ekki of þung. Þetta geta verið ljósmyndir, kort, tækniteikningar, upplýsingagröf (infographics). Það síðasta sýnir tengsli milli talna og hugtaka. Kökur, súlurit, línurit, punktarit. Forðist kraðak.

Hljóð: Hljóðbitar eða heil viðtöl. Hafa meiri tilfinningu en texti. Stundum “nat sound”. Vafri getur þurft plug-in. Java eða Flash gerir þátt hljóðsins í fréttinni meira fljótandi. Hljóðvinnsla fylgir með stýrikerfum Windows og Mac.

Þrjár breytur, parametrar, eru í hljóði: Sampling rate, bit depth, channels.
Notaðu “streaming” form, t.d. RealAudio, Quick Time. MP3 kemur líka til greina.

Myndskeið: Notuð svipað og hljóð. Eru knýjandi miðill. Mega ekki bara vera skraut. Mikilvægt er, að flæðið sé eðlilegt, ekki skrykkjótt. Myndskeið eru þung, gagnast ekki mótöldum. Streaming er í RealVideo, QuickTime og Windows Media.

Ritstjórn myndskeiða fer fram í Premiere eða Final Cut Pro.
Þegar myndskeið eru orðin til, eru þau meðhöndluð á sama hátt og hljóðskeið. Krækt er frá síðunni til þeirra.

Rich content: Java og Flash.
Java er orðinn iðngreinarstaðall. Þú þarft samt Flash Player plug-in. Flash styður margmiðlun og “streaming” og er fallega smíðað. Það gengur mjög vel með Dreamweaver. En þetta eru þung skjöl, sem þarf að hlaða inn.

Gagnvirkni skapar hættur. Er miðillinn ábyrgur fyrir innsendu efni? Í hefðbundnum miðlum lýkur sögum, á vefnum lifa þær áfram.
Tölvupóstur, chat og umræðuhópar. Blaðamaðurinn tekur þátt á tilgreindum tíma.

Oftast ritstýra fjölmiðlar þessari gagnvirkni. Það tekur tíma. Sumir blaðamenn kvarta um álag.
Gagnabankar með leitarmöguleikum (t.d. Google) eru í auknum mæli opnir á vefsvæðum fjölmiðla.

Eðli sögunnar ræður aðkomu aðferðanna. Skrifaður texti er undirstaðan. Hann segir: Hvaða skeið er þetta? Hvaðan er það? Hvað þýðir það? Aðeins texti getur skýrt þetta.
Ekki þarf að segja allt í frétt, bara allt sem máli skiptir.

Hvað vill og þarf notandinn?
Hversu hröð er tölvan hans?
Er hann með Flash Player?
Miðlar nýta sér margmiðlun ekki nógu vel. Athuga þó Agence FrancePresse (t.d. Formúla 1), MSNBC og fleiri. Leikir: Slate.com. Budget Balancer.

Vefurinn er enn hliðarafurð hefðbundinna fjölmiðla, stundum rekinn meira af vilja en mætti. Með aukinni samþættingu hinna ýmsu tegunda fjölmiðlunar mun vefurinn hætta að vera jaðaratriði. Hann verður miðlægur í fjölmiðlun framtíðarinnar.

Í náinni framtíð mun fjölmiðlun líkjast smokkfiski, þar sem vefurinn er í miðju. Frá honum munu liggja armar i allar áttir. Í einum er prentið, i öðrum sjónvarp, útvarpi hinum þriðja, síminn í fjórða arminum og svo framvegis.

Sjá nánar: James C. Foust: Online Journalism, 2005

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé