Skríllinn og auðvaldið

Nýmiðlun
Skríllinn og auðvaldið

Intel ætlar að láta útvarpshæfni í hverja örflögu. Þá mun klári skríllinn blómstra. Spurningar:
* Hver njósnar um hvern?
* Hver stjórnar tækninni?
* Hvers konar fólk verðum við?
Mismunandi svör leiða til mismunandi framtíðar.

Kaldibær, heitibær og aðrir upplýsingastaðir:
Skilti breyta um upplýsingar eftir því, hver nálgast. Tölvur sækja brýnar upplýsingar, t.d. seinkun brottfarar. Hvaða sushi í hverfinu?

RFID útvarpstíðni í hlutum og seðlum.
Fyrst voru tölvur á stærð við herbergi. Nú höldum við á þeim í höndunum. Svo kemur að því að við finnum þær ekki, ef við missum þær í gólfið. Þá klæðumst við þeim, höldum ekki á þeim.

Í stað hugsandi herbergja, hugsandi bíla, hugsandi klósetta kemur klár skríll. Í fyrra tilvikinu ræður tæknin, í því síðara maðurinn. Meirihluti fólks mun klæðast tölvum árið 2010. WatchPad með Bluetooth.

Þróun orðstírs:
* Alheimstraustkerfi krítarkorta.
* eBay notar traustkerfi.
* Epinions greiðir umsagnaraðilum.
* Slashdot hefur einkunnakerfi.
* Amazon spáir í smekk þinn.
* Google birtir efst þá, sem mest er krækt í.

Blogg olli byltingu með því að gera fólki kleift að krækja í síður.
FAQ er dæmi um uppsöfnun þekkingar, eru alfræðibækur.
Bókmerkingar fela í sér eins konar einkunnakerfi.
Alexa filtrar heimsóknaskrár annarra á sömu braut.

Ótal síður eru eins og Epinions, þar sem menn setja inn fróðleik til að fá félagslega viðurkenningu. Skoðanasíður hvíla mikið á sjálfsstrokum. Á Epinions er álitsgjöfum raðað í röð eftir einkunnum, sem þeir fá. Allir sjá þessar einkunnir.

Epinions: Samþykki hópsins gerir álitsgjafa ölvaða, “egoboost”. Fyrst og fremst er Epinions félagslegt net.
Flestir bloggarar hafa lista yfir krækjur. Það felur í sér samfélag. Blogg verður því mikilvægara sem fleiri krækja í það.

Samband margra við marga hefur verið vinsælt frá upphafi Usenet. Það var lýðræðislegt og líka fullt af dónaskap. Tilvera tröllanna er gallinn við frjálsu afréttina. Víða er hægt að sía burt fíflin.

Í Slashdot eru umræðustjórar, sem gefa efni einkunnir og þeim eru sjálfum gefnar einkunnir.
* Gæðum flaggað, rugl þaggað.
* Notendavænt.
* Ekki tímaþjófur.
* Umræðustjórar taka ekki völd.
Margir hafa stælt Slashdot.

Í eBay er svæði milli seljenda og kaupenda. Þar geta menn stillt upp myndum af vöru sinni. Þar er haldið utan um uppboð. Þar er sjálfvirkt einkunnakerfi. Fyrir þetta greiða menn smápening. Nánast allir koma þar heiðarlega fram og fá hreint einkunnaborð.

Ýmsar leiðir eru til að gera einkunnakerfi enn vandaðri. Aðeins seljandi og kaupandi gefa einkunn. Lægstu og hæstu einkunnir felldar burt. Einnig þeir, sem mest gefa einkunnir. Því miður veita eBay og Amazon ekki aðgang að einkunnakerfi sínu.

Farvirkur, alvirkur og virðingarvirkur:
* Fólk er tillitssamara en ætla má.
* Fólk refsar svindlurum. Hópar með refsingum ná betri árangri.
* Þetta fær einstaklinga til að haga sér á þann hátt, að það hentar heildinni.

Heimurinn afþræddur, eitt hverfi í einu: Menn hafa reynt að búa til ský af ókeypis neti af þráðlausu útvarpssambandi milli tölva. Kringum kaffihús. Farðu á Starbucks eða aðra staði, þar sem kaffi er dýrt. Sjálfboðaliðar hafa búið til net frá slíkum punktum.

Netpunktar kosta uppsettir $100-500 stykkið og reksturinn $500-800 á mánuði. Þetta er ekki frítt, en mjög ódýrt. Í þessu samhengi skiptir “Voice over internet protocol” máli. Það kostar ekki meira að setja upp netpunkt en að tengjast netinu.

Þráðlaust samband er fjárhagslega hagkvæm aðferð við að fylla síðasta bilið til notandans. Þannig væri hægt að tengja allt mannkyn við veraldarvefinn, með neti af þráðlausu sambandi. Spurningin er bara, hvort síma, kapal og ljósleiðarafyrirtækin stöðva það.

Apple kom með Airport árið 1999. Þar með datt netpunkturinn niður í $300.
Allt stefnir í átök milli ókeypis netkerfa að neðan og að ofan símafyrirtækja með 3G tækni. Í Bandaríkjunum hefur löggjafinn verið hallur undir risafyrirtækin.

Enginn fékk keyptan hluta af internetinu. Það sama ætti að geta gilt um þráðlausa netið. Ný tækni gerir óþarft að skammta rásir. Ljósvakinn rúmar alla. Hann á ekki að koma skömmtunarstofum neitt við.

Airport/WiFi mun breiðast út og VoIP verður sá hugbúnaður, sem felur í sér þá byltingu, að síminn fer á netið. Símaþræðir verða óþarfir. Með lágværri tíðni geta milljónir rúmast í plássi, sem áður var skammtað einum. Stórfyrirtækin skelfast þetta.

Tonga, Mongólía, Rez og Wales:
Hughes fattaði, að flestir íbúar í Wales bjuggu í innan Airport fjarlægðar frá næstu krá. Hann lét setja upp netpunkt á öllum krám. Þar með náðist net um allt landið.

Í augsýn er, að hraði ókeypis tenginga þúsundfaldist. Símaeftirlitsstofnanir, öryggisstofnanir og hermálaráðuneytið óttast, að þráðlaus veraldarvefur valdi truflun. Samt þarf ekki að skammta aðgang, aðeins að bæta tæknina.

Airport og Bluetooth vinna saman. Bluetooth tengir þráðlaust saman allra nánasta umhverfi, t.d. heimili. Airport tengir þessi Bluetooth kerfi heimilanna við ytra svæðiskerfi götunnar eða hverfisins.

Opin bandvídd gegn óvinum:
Með þéttu neti Airport er búinn til ókeypis afréttur. Þar með má aflétta skömmtun símaleyfa. Ný tækni hrindir oft valdi eldri tækni og gerir hana úrelta. Símafyrirtækin reyna að hindra þetta eða breyta sér eftir aðstæðum.

* 1999, uppþotin í Seattle.
* 2000, benzínstopp í London.
* 2000, uppþotin í Toronto.
* 2001, byltingin í Manila.
* 2002, aðgerðir hjólreiðamanna í San Francisco.
Þægilegt og fljótlegt er að áframsenda skilaboð í SMS.

SMS er í eðli sínu uppreisnargjarnt. Það örvar andmæli og hreyfingu, setur af stað skrílinn og breytir ferð hans, sundrar honum og sameinar hann aftur. Alveg eins og skæruliðar. Slík net eru nýtt samfélagsform: Ættbálkar, valdapíramídi, markaður, net.

* Miðlun persónusambanda.
* Eru vinir í nágrenninu?
* Frægðarfólk vaktað
* Myndir fara beint á vefinn.
* Félagslegur miðlunarbúnaður býr til bráðræðishópa.
* Blaðamennska jafningja, án eða með milligöngu fjölmiðla.

Fólk bloggar beint af fundum og ráðstefnum. Það sífærir upp blogg sín með Airport-tengingum. Það tekur myndir, sem birtast í rauntíma. Þetta er bylting, ný tegund heimsmenningar.

Hreyfanlegt bráðræðisnet:
SMS er:
* Hreyfanlegt kerfi.
* Bráðræðiskerfi.
* Félagslegt kerfi.
Það er hið fullkomna p2p.
Þriggja metra upplýsingablaðra verður kringum hvern einstakling.

Flugnagers-greind og félagshugur: Fjöldamótmæli: Fólk þarf misháa þröskulda til að fara frá þáttökuleysi yfir í aðild. Einhverjir fara af stað, aðrir fylgja þeim og loks koma hinir, af því að þeir þora að fylgja fjöldanum. Þetta er skríllinn, til góðs eða ills.

Flugnagerið:
* Engin miðlæg stjórn.
* Sjálfstæði aðildarhópa.
* Mikið samband milli aðildarhópa.
* Netið virkar þannig að einstaklingar fylgja eftir einstaklingum. Það er mælanlegt.

Sívirk ódáinsfæða:
Þegar allir eru í æði að reyna að ná sambandi, getum við um leið athugað kosti þess að vera stundum utan sambands. Svo að við verðum ekki þrælar tölvupósts, stafrænnar vinnu og þráðtengdra eða þráðlausra tækja.

Kannski ættirðu að hafna því:
10% unglinga hafnar farsímum. Fólk hugsar ekki bara um tækni. Það spyr líka, hvernig fólk það verði við notkun tækninnar.
* Ógn við frelsi.
* Ógn við lífsgæði.
* Ógn við mannlega virðingu.

Árið 2002 birti BBC að menn væru í mynd 300 sinnum á dag. Hver smellur í samtengda kerfinu rekur persónulega sögu þína. Allir eru alltaf staðsettir. Eftirleit kaupmanna að neytendum er ágengara en eftirlit Stóra bróður.

Alls staðar er fólk með myndsíma að skrá atburði, t.d. glæpi. Fólk fer að hegða sér betur með tilliti til þess. Þetta kemur til viðbótar eftirliti skriffinna, herja, menntastofnana, lögreglu. Þannig mun sjálfvirka eftirlitið breyta framtíðinni.

Vinnan umlykur allt. Menn eru alltaf í kallfæri, farsíminn er alltaf í sambandi. Sífellt og alls staðar er verið að trufla fólk. Með auknum frístundum aukast annir fólks.
Menn fara að rugla saman fólki og tölvum, umgangast tölvur eins og fólk. Viðstaddir og fjarstaddir.

Samlíf eða hryllingur:
Tæknin er blint afl, sem leystir fyrri siðmenningar af hólmi. Allt er mælt og gert stafrænt. Vélmenni eru ekki lengur framtíðarmúsík.

Hvað verðum við að vita?:
* Skipulagning farsímasambands við veraldarvefinn.
* Náttúrulegt og tilbúið umhverfi starfa saman.
* Áhrif símiðlunar og almiðlunar á huga, samskipti og samfélag.
* Áhrif símiðlunar og almiðlunar á framtíð borga.

Andstæðingar klára skrílsins eru símafyrirtæki, kvikmyndaver, kapalkerfi. Slíkir aðilar vilja hindra fólk í að nota p2p. Fjölmiðlarnir eru grein af þessum meiði.

Sjá nánar:
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution, 2002

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé