Næsta bylgja

Nýmiðlun
Næsta bylgja

Allir hefðbundnir fjölmiðlar hafa verið að tapa notendum. Fólk leitar að fréttum og heimtar fréttir frá ýmsum tegundum miðla á ýmsum tímum dagsins og á ýmsan hátt. Nú þarf að miðla til ólíkra sérhópa. Notendur skilja samþættingu og eru óhræddir.

ADSL og breiðband er víða komið. Slík tækni auðveldar stjórn af hálfu notenda. Það er viðmiðlun. Hún er ögrun. Blaðamenn eru hræddir við samþættingu, því að hún dreifir valdi, færir saman fólk úr misjöfnum menningarheimum, prenti, ljósvaka og vef.

Samþætting er teymisvinna, sem krefst nýs hugarfars. Hugarfars þeirra, sem skipta milli sín í stað þess að keppa. Skipt er milli tegunda miðla og skipt er milli fjölmiðla og notenda, sem verða hluti af teyminu. Hefðbundin blaðamennska er úti í kuldanum.

Þú getur kallað þetta gagnvirka fjölmiðlun, þáttökufjölmiðlun, borgaralega fjölmiðlun eða félagslega fjölmiðlun. Samþætting verður milli fagmanna, höfunda annars vegar og amatöra hins vegar. Blaðamenn eru ekki lengur fullvalda yfirstétt.

Blaðamennska er ekki lengur fyrirlestur, heldur samtal. Í tvær aldir voru blaðamenn milligöngumenn þjóðfélagsins gagnvart valdinu. Það var fulltrúaræði. En í raun var prentfrelsi frelsi þeirra, sem áttu prentvél. Viðskiptahagsmunir réðu, ekki blaðamennskan.

Með tilkomu vefsins eiga allir prentvél, sem eiga tölvu. Borgaraleg blaðamennska er í burðarliðnum. Þetta er upplýsingabyltingin. Blog, podcast, wikinews og digg hafa fyllt upp í eyður hefðbundinnar blaðamennsku, sem er úr sambandi við umheim sinn.

Dæmi um gagnvirka fjölmiðlun:
* Fréttarásir, listserv, forums.
* Viðbrögð notenda. Stigagjöf.
* Blogg.
* Mob logs, farsímablogg.
* Samstarfsmiðlun, m.a. wiki.
* Podcast, vefútvarp.

30% notenda netsins hafa bloggað og 50% lesa blogg. Pólitísk blogg eru algeng, einnig dagbækur. Nýjasta skráning er jafnan efst. Blogg gerir kleifa gagnvirkni milli bloggara og notendahóps hans. Sum blogg eru ekki grasrót, heldur fölsuð, eru pólitík/sölumennska.

Blaðamenn blogga. Mörk blaðamennsku og bloggs hafa orðið óskýrari. Sumt blogg er blaðamennska, annað ekki. Blogg er eins konar samtal, lífrænt. Blogg hefur líka verið kallað tilviljanakennd blaðamennska.

Hugbúnaður fyrir blogg gerir það að ódýrustu miðlun, sem til er. Sumir þjónustuaðilar bjóða ókeyps efnisstjórnarhugbúnað. Þá geta bloggarar fyllt í forskrifuð pláss á heimasíðu.
www.mbl.is/mm/blog/
blogg.visir.is/

Sumt blogg notar RSS, sem leyfir bloggurum að bjóða stutt rop með tengingum handa þeim, sem skrá sig og nota fréttalesara. Í stað þess að tékka tugi af einstökum bókmerktum bloggum hvert fyrir sig er hægt að hópa uppáhaldssvæðum saman í pakka.

RSS gerir mönnum kleift að hraðvæða lestur sinn á bloggi. Flestar fréttastofnanir og “ofurbloggarar” búa til RSS útgáfur af vefefni sínu. RSS er orðið helsta tækið til að notendavæða fréttir og upplýsingar.

Viðmiðlar í bloggi:
* Álit
* Síun og ritstjórn
* Staðreyndaeftirlit
* Grasrótarfréttaflutningur
* Fréttir með áliti
* Opnar fréttir og eftirlit jafningja

Miðlar og pólitískt álit
Frægust blogga eru hin pólitísku, sem líkjast kjallaragreinum um málefni líðandi stundar eða virka eins og vitavarsla. Minnir dálítið á talstöðvar, “talk radio”. Margir bloggarar, sem hafa álit, vinna oft við að tékka fréttir fjölmiðla.

Mikið af bloggi felst þó í persónulegum árásum undir yfirskini aðhalds.
Dæmi um sannreynslu bloggara sýna þó þörf fólks fyrir aukið gegnsæi fjölmiðla. Getur leitt til betri blaðamennsku. Sumir kalla það “open-source” blaðamennsku.

Stundum eru hefðbundnir fjölmiðlar seinir að taka við sér í viðkvæmum málum. Stundum virkar samfélag bloggara eins og “lynch mob”, froðufellandi skríll. Hefðbundnir fjölmiðlar nota oft bloggamatöra sem hluta af framboði sínu, blandað við fagmennsku.

OhmyNews í Kóreu sameinar blogg og fréttablað 38.000 manna, sem koma fram undir nafni og taka persónulega ábyrgð á bloggi sínu. Þeir eru hvattir til að haga sér eins og atvinnumenn. En greinarnar innihalda fréttir og skoðanir í senn.

Bloggarar eru farnir að sameina hverfi, svæði, úthverfi, litla bæi. Þeir eru þar sem engir blaðamenn koma. Þeir segja fréttir af fundum bæjarstjórnar. www.bb.is/ á Ísafirði er slíkt dæmi. Allir geta skráð sig og sagt fréttir og skoðanir. Þar koma líka auglýsingar inn.

Fyrir utan svæðisbundin samtök um blogg eru líka samtök áhugafólks um stjórnmál og félagsmál, viðskipta og tæknihópar, hugsjónasamtök og trúarsamtök. Podcast og blogg eru að þróast í nýja bylgju blaðamennsku almennra borgara.

Allir þeir, sem eru á réttum stað á réttum tíma, geta verið blaðamenn. Bloggarar og fleiri af því tagi geta komið hratt með fréttir, myndir, farið framhjá hefðbundnum hliðvörðum. Hefðbundnir blaðamenn hafa þó meiri ábyrgð og hafa meiru að tapa, ef illa fer.

Samstarf um blogg:
Tvö dæmi um bloggsamstarf eru viðbrögð við flóðbylgjunni í Asíu 26. des. 2004 og sprengingunum í
London 7. júlí 2005. Farsímar, farsímamyndavélar, stafrænar myndavélar og vídeóvélar voru helstu leiðir til að afla frétta.

Allir geta bætt við Wiki, tekið út, ritskoðað, umskrifað, endurskipulagt eða afnumið. Wiki leyfir aðilum að breyta bloggi hinna, sem fyrir eru. Wikipedia byrjaði 2001 sem alfræðirit. Þrátt fyrir andstöðu bókasafnsfræðinga er hún orðin eins fræg og Google.

WikiNews byrjaði í des. 2004 og notaði sömu aðferð við fréttir. Los Angeles Times hefur prófað Wiki við leiðaraskrif, en það gekk ekki. Við erum á jaðri byltingar. Frá 2004 hafa net manna myndast til að magna boðskipti grasrótarinnar á vefnum. Wiki er dæmi um það.

WikiNews:
Eins og í Wikipedia þurfa aðilar að skuldbinda sig. Allir eru beðnir um óhlutdræga afstöðu. Greinar eiga að gæta allra sjónarmiða. Þau má ekki að fela. Geta á heimilda, skrifa af virðingu, forðast brot á höfundarétti, ekki síbreyta.

Þannig líkist WikiNews hefðbundnum fjölmiðli. Vefurinn hefur náð litlum árangri og byggist enn á fréttum hefðbundinna fjölmiðla sem heimildum. WikiNews er fremur fréttasafnari en fréttahöfundur. Það sameinar fréttaefni. Lítið er um vandamál.

Wikitorial:
Tilraun Los Angeles Times með leiðara lesenda var hætt eftir tæpa tvo daga vegna orðbragðs aðila og dónaskapar. Blaðið hefði getað sparað sumt af því með að setja upp öryggisventla, svo sem skráningu og eftirlit gamlareyndra.

Skortur á ritskoðun, hliðvörslu, í bloggi hefur leitt til ósvífinna og dónalegra og geðveikra skrifa, langt frá málefnalegum tilgangi. Þetta minnir á garg. Gargarar eru stundum kallaðir tröll. Það hefur leitt til skráningar aðila og útilokunar á óritskoðuðum ummælum.

LesendaWiki
Velgengni Wiki fer eftir, hve mikið fæst að fólki til að skrifa og ritstýra. Að góðu strákarnir nenni að eyða tíma í að leiðrétta vondu strákana. Formið er enn í vinnslu. Prófað í Indlandi af CNET.

Þessar nýju aðferðir útheimta nýja hugsun um fréttir. Menn þurfa að átta sig á, að hugmynd lýkur ekki með frétt, heldur byrjar þá og heldur áfram í viðbrögðum notenda. Blogg, Wikis, Podcasts: Þar taka notendur þátt í fréttum, ögra hefðbundnum fjölmiðlum.

Hefðbundnir fjölmiðlar kunna að vilja skoða ráðningu ritstjóra borgaranna, ekki aðeins til að ráða blaðamenn, heldur líka til að leiðbeina þeim og til að hafa eftirlit með skemmdarverkum. Til er skrá um ellefu skref borgaralegrar blaðamennsku (Poynter).

Borgaraleg eða þáttökublaðamennska er afleiðing samþættingar. Fólk framleiðir fréttir. Forrit leyfa bloggurum að komast að. Blogg geta verið dagbækur og geta sameinast á svæðis eða áhugagrunni. Wiki og blogg eru í þróun, erfitt er að sjá framtíðina.

Samþætting er orðin hversdagsleg í fréttum fyrir börn. Allir fréttaþættir fyrir börn hafa mikið af samþættu efni. Börn eru þar fréttamenn. Þau hafa áhuga á fréttum níu ára gömul. En það þarf að hanna fréttirnar sérstaklega fyrir þau.

Börn verja auknum tíma í nýmiðlun, tölvur, vefinn og leiki. Þau nota miðlun í 6,5 klst á dag og fjórðungur þeirra notar meira en einn miðil í einu. Þannig verður heildarnotkunin 8,5 klst á dag.
Leikir, raunveruleikaþættir og vefur krefjast flókinnar hugsunar.

Ungt fólk hefur lítinn áhuga á pólitískum fréttum og fréttum af stjórnsýslu. Meiri áhuga á frægu fólki. Sumt les blöð í skólatímum, af því að það er skylda, annars ekki. Sumt fær fréttir á Google News. Það veit meira um sport og frægðarfólk en um heimsfréttir.

Leikir geta komið fréttum á framfæri. Þeir gefa kost á dýpt og flækjum, sem börn mundu annars ekki nenna að sinna. Þjálfun í leikjum er þjálfun hugans við könnun. Það hentar ekki hefðbundnum fjölmiðlum, en hentar nýmiðlum.

Samþætting er lífsháttur barna. Þau færa sig viðstöðulaust milli miðla. Fréttir fyrir börn nota spurningaleiki og margmiðlunarleiki til að vekja áhuga þeirra. Vefur á að gera eitthvað, ekki bara lesast. Vefsvæðið á að vera áhugavert og veita innihald.

Fréttir eru skrifaðar á réttu máli og með orðaforða fyrir börn, en víkja sér ekki undan því að segja harðar fréttir, sem vekja athygli.
Börn nútímans vilja hraðari fréttir. Þau vilja vita meira á skemmri tíma. Þetta er ögrun blaðamennsku á tíma samþættingar.

Keppni er haldin í textagerð frétta og í viðtalstækni. Börn eru send á atburði, svo sem landsþing stjórnmálaflokka. Börn ráða við samþættingu, af því að hún er þeim eðlileg. Þau skilja fréttir, en þær þurfa að höfða til þeirra, ekki vera úr hugarheimi fullorðinna.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé