Fyrir og eftir Google

Nýmiðlun
Fyrir og eftir Google

John Battelle,
The Search,
How Google and Its Rivals Rewrote the Rules of Business and Transformed Our Culture, 2005

Gagnagrunnur áforma
Bókasafnið í Alexandríu var fyrsta tilraun mannkyns til að safna allri þekkingu sinni á einn stað. Síðasta tilraun mannkyns til hins sama er Google.

Google Zeitgeist er tækni frá 2001 hjá Google til að finna, hvað rís og hnígur á veraldarvefnum á tilteknum tíma. Þannig veit Google, hvað siðmenning okkar vill á hverjum tíma. Þannig hefur Google krækju inn í taugakerfi hennar.

Google og keppinautar þess hafa fundið viðskiptaform leitar með borgaðri leit. Fyrirferðarlitlar auglýsingar í hægra jaðri leitarsíðna.
Battelle hélt, að Makkinn væri merkasta uppfinning sögunnar, en Google er merkari uppfinning.

Gagnagrunnur áforma er:
Uppsafnaðar niðurstöður
* allrar leitar á öllum tíma,
* allra lista, sem komið hafa úr slíkri leit, og
* allra slóða, sem fetaðar hafa verið í kjölfarið.
Yahoo, eBay, Google, Napster.

Leit er kjarni veraldarvefsins, knúin fram af Google, Wiki, eBay, Amazon, Yahoo og Microsoft. Algert stríð er milli þessara fyrirtækja.
Leit mun sameina ýmsa þætti miðlunar, svo sem sjónvarp og tölvu.

Leit er í fararbroddi vinnu við að búa til tölvur, sem haga sér eins og fólk.
Leit mun ráða úrslitum um samskipti okkar og stjórnvalda. Nánast öll stafræn samskipti okkar hafa færst á vefinn.

Sumum finnst tölvupóstur vera einkamál, sem kemur og fer. En gamall tölvupóstur er þó til og hefur verið lagður fram í dómstólum. Hvert smáatriði í lífi okkar er stafrænt skráð og geymt. Ferðalag okkar á vefnum er skráð og notað til að velja auglýsingar.

Við erum tilbúin til að fórna hluta af einkalífi okkar fyrir þægindin, þjónustuna og valdið, sem fylgja leit okkar, samskiptaneti okkar og tölvupósti okkar. Patriotlögin í Bandaríkjunum frá 2001 neyða leitarfyrirtæki til að afhenda skjöl um þig og í leyni. Hver á gögnin?

Menn verða að treysta því, að persónulegar upplýsingar séu ekki notaðar til ills. Þær séu vel geymdar, varðar gegn opinberum aðilum, séu undir okkar stjórn. Við ætlumst til, að notkun slíkra upplýsinga í tölfræði leiði ekki til brota gegn rétti okkar til einkalífs.

Hvernig er leit: Leitarvél ber fyrirspurn þín saman við sinn gagnagrunn af vefsíðum og birtir þér síðan lista af vefslóðum og hluta innihalds þeirra. Listinn felur í sér álit leitarvélarinnar á, hvað svari fyrirspurninni best.

Leitarvél er þríþætt:
1. Skriðdýr (crawler) fer um allt.
2. Hún býr til skrá, index.
3. Afgreiðir fyrirspurnir.
Nýjar útgáfur leitarvéla skrá ekki bara heiti, heldur einnig innihald á ýmsu formi, PDF, Office, hljóð, mynd, metagögn slóða.

Google finnur, hversu margir tengja til þín og hversu vinsælir þeir eru. Þetta heitir að “grokka” indexið. Úr því kemur PageRank, sem metur yfir hundrað hliðar málsins. Þetta er sett í indexið og bíður þar tilbúið eftir fyrirspurnum.

Meginmarkmið leitarvéla er að komast að áformum þínum, þegar þú setur fram fyrirspurn. Það hefur skánað, en er þó hvergi nærri nógu gott. Enda erum við afspyrnu lélegir fyrirspyrjendur. 95% okkar notum ekki nákvæm leitarskilyrði, bara eitt-tvö orð.

Aðeins tölvupóstur er vinsælli en leit á vefnum. 30% fólks notar leitarvélar. Meirihluti þeirrar leitar út frá einu-þremur orðum. Mörgum reynist erfitt að finna réttu orðin í fyrirspurn. Það er raunar mikil sköpun fólgin í að finna réttu leitarorðin. Gáfur.

Flestir leita upplýsinga, 65%. Það felur einnig í sér leit að vefslóðum og að kaupsýslu á vefnum. Aðeins 20% leita að afþreyingu og aðeins 15% leita viðskipta plús 20% af upplýsingaflokknum, samtals 35%. 40% eru sjálfhverfir og leita að nafninu sínu.

Google á 50% af allri leit. Yahoo á 24%, Microsoft 13%, AOL 5% og Ask Jeeves 5%. Þetta er bara í Bandaríkjunum. Fimm af hverjum sex leitum eru utan þeirra.

Stundum erum við að leita að einhverju, sem við vitum, að er þarna og stundum að einhverju nýju til að uppgötva. Leit skiptist þannig í endurheimt og uppgötvun.

Paid Search felst í, að leitarvélin setur stuttar og lítið áberandi textaauglýsingar í kantinn. Þær fjalla um svipuð svið og þú ert að leita að. Slíkar auglýsinar fylgja um helmingi allrar leitar. Þær eru svo lítið áberandi, að fólki finnst þær ekki truflandi. Ekki bannerar.

Verkefni líðandi stundar hjá leitarvélunum er að yfirtaka markað gulu síðnanna, finna fyrir þig vöru og þjónustu í þínu hverfi.

1990: Archie
1993: Veronica
1994: Web Crawler
1996: AltaVista
1996: Lycos
1996: Excite
1996: Yahoo
1998: Google

Google fæddist af tilraunum Larry Page og Sergey Brin til að endurbæta veraldarvef Berners-Lee. Mikilvægi vefsvæða byggist á, hversu margir tengja þangað og ekki síður hversu mikilvægir þeir eru. Bloggvinir (hræðslubandalög) telja því lítið. Stærðfræði.

Það er ekki glæsileiki vefsvæðis eða hreyfanleiki þess, sem skiptir máli, heldur vinsældir þess og vinsældir þeirra, sem styðja svæðið. Erfitt hefur verið fyrir marga að kyngja þessu. Vefstjórar reyna að hanna vefsvæði þannig, að þau skríði upp hjá Google.

Google hafði efasemdir um auglýsingar í tengslum við leit og frestaði lengi aðgerðum. Google fann hins vegar ekki viðskiptamynstur fyrr en 2001 og það fólst í rólegum textaauglýsingum á hægra jaðri. Á meðan hafði GoTo fundið svipað viðskiptamynstur.

Áður borguðu fyrirtæki fyrir “hits” án þess að vita um áhugamál viðkomandi fólks. Nú eru auglýsinar sérvaldar fyrir hvern. Eðlismunur er á slíku. Spam var næstum búið að ganga af leit dauðri 1998. GoTo var komið með viðskiptamynstur 1999.

Milljarður dollara alls, tíkall í hvert sinn.
AdWords hjá Google árið 2001 var svar við GoTo, sem þá hét Overture og var í tengslum við Yahoo.
Google 2000-2004: Frá 0 í $3 milljarða

Google notaði dreifða tölvuvinnslu, á hinum og þessum tölvum, sem fengust ódýrt.
Google vandaði sig mjög mikið við að ráða fólk.
Mikill þrýstingur var árið 2000 að koma auglýsingum á Google.
Einkunnarorðin: “Don’t Be Evil”.

Á ári vefhrunsins, 2001, færði Google mjög út kvíarnar. Það fór út í símaskrár, myndir, fjörutíu tungumál. Stofnuð voru Google Labs, þar sem þúsund jurtir áttu að blómstra. Overture stækkaði þó hraðar en Google. Þá kom AdWords í febrúar 2002.

Munurinn á Overture og AdWords var, að á Overture gátu seljendur keypt sér staðsetningu efst í auglýsingum, en í AdWords réðst staðsetningin af vinsældum auglýsinganna. Aðferð AdWords reyndist vera skynsamlegri og einkum þó vinsælli.

Google News byrjaði 2001. Varð mjög vinsælt eftir 9/11. Þá varð þetta fréttastofa heimsins. 2002 gerði Google bandalag við AOL. Þar með var Google orðið eitt af þeim stóru, með Yahoo, eBay og Amazon. Pressan elskaði Google.

Google þjónar hefðbundnum fjölmiðlum, en grefur um leið undan þeim. Ungt fólk notar GoogleNews beint, ekki hefðbundna fjölmiðla. Aukin nærvera þeirra á vefnum bætir þeim þetta ekki upp. Hluti auglýsinganna fer beint til Google.

Á fyrstu dögunum eftir 9/11 tók Google við af Reuters og AP og AFP sem fréttastofa heimsins. Google gat ekki aðeins birt þér allar fréttir. Það gat líka sett allar upplýsingar í minni og birt þér þær eftir pöntun. Á miðju ári 2002 var GoogleNews kóngurinn.

Fréttasafnarar á borð við Google og Yahoo, Digg og Wikio fara framhjá heimasíðum fjölmiðla. Í stað auglýsinga þeirra sjá notendur auglýsingar á vegum Google. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa ekki fundið leiðir til að bæta sér þetta upp.

Nýjar kynslóðir taka persónulega miðla á borð við Facebook og YouTube og MySpace fram yfir hefðbundna fréttamiðla. Þær nota GoogleNews í staðinn fyrir fréttamiðla. Og þessar kynslóðir vilja ekki borga fyrir fréttir. Google hirðir auglýsingaaurinn.

2002-2003 var greinilegt, að Google var orðið hrokafullt. Sérfræðingar í bransanum fóru að álíta Google næstu einokun. Fyrst IBM, síðan Microsoft, loks Google. Á þessum tíma hlustaði Google ekki á neinn.

Google var lengi slappt í mannlegum samskiptum. Það var stofnað af verkfræðingum. Þeir settu upp kjörorðið “Don’t be evil”, en fóru svo í aðgerðir, sem brutu í bága við kjörorðið. Þar á meðal sömdu þeir við Kína um ritskoðun vefsins.

2002 var Froogle stofnað og 2003 var Blogger keyptur. Sama ár var AdSense sett í gang. Það sló í gegn. Þúsundir auglýsenda flykktust þangað. Þeir bættu pínulitlum kóða við heimasíður sínar. Fengu svo tékka í pósti.

AdSense hefur gert smáköllum með litlar heimasíður, til dæmis bloggurum, kleift að hafa tekjur af síðunni. Þetta var eins og töfrasproti í augum margra. Allt í einu fóru þeir að fá tékka í póstinum.

Sjá nánar:
John Battelle, The Search, How Google and Its Rivals Rewrote the Rules of Business and Transformed Our Culture, 2005

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé