Ég ók um miðbæinn í mesta hitanum, þegar Austurvöllur var þéttsetinn fólki. Á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis stóðu tveir stjarfir og lömdu hvor annan. Voru sæmilega klæddir en augnaráð þeirra var af annarri plánetu. Sama dag las ég í blaði Stefán Eiríksson lögreglustjóra stæra sig af zero tolerance fyrir minni háttar brot og óskunda á almannafæri. Þeir stjörfu vissu ekkert um það, enda hvergi sjáanleg lögga. Ég sé aldrei löggu þarna, í athvarfi öl- og dópóðra. Dag nokkurn mun einhver stjarfur grípa vélbyssu úr pússi sínu og skjóta tugi fólks. Hvar verður zero tolerance þá?
