Seðlabankagengið nægir ekki, þegar krónan fer á flot. Ef markaðurinn metur gengið þá of hátt, flæðir gjaldeyrir í fossaföllum úr Seðlabankanum. Allt verður þá unnið fyrir gýg. Mikilvægt er að opna fyrir krónuna á þann hátt, að líkur séu á, að gengið hækki. Að sumir vilji frekar kaupa krónur en selja. Lykillinn að velgengni er, að krónan fljóti upp, en ekki niður. Seðlabankinn skráir krónur of hátt núna, mun hærra en aðrir seðlabankar. Bendir til, að krónan séu ofmetin. Mér finnst líklegt, að hún nái jafnvægi, þegar dollar er metinn á 200 krónur. Þar á að byrja, ekki á Seðlabankagengi.