Yfirdóni Bezta flokksins

Punktar

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur í áratug vikið sér undan því að útvega lóð fyrir mosku íslenzkra múslima. Það er til skammar. Nú hefur skipulagsráð undir forustu Bezta flokksins bætt gráu ofan á svart. Páll Hjaltason sagði, að pakkið gæti bara verið í samfloti með Sádi-Aröbum, sem eru yzt á jaðri íslamskra sértrúarsafnaða. Það er eins og að skipa kaþólikkum að messa hjá Krossinum. “Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur”, sagði yfirdóni Bezta flokksins í morgun. Stundum er tækifæri til að fyrirverða sig fyrir að vera Reykvíkingur. Auðvitað í boði Bezta flokksins.