Yfirborðsfrétt dagsins

Fjölmiðlun

Í Fréttablaðinu í dag er ein af þessum dæmigerðu yfirborðsfréttum, þar sem ekki er talað við málsaðila. Hún snýst um nokkra dóma yfir ýmsum ritstjórum DV síðustu ár Sameiginlegt einkenni allra þessa mála er, að ekki var deilt um málsatvik. Þetta voru réttar fréttir. Dæmt var vegna ónærgætni við þá, sem skrifað var um. Íslenzkir dómstólar hafa byrjað að hunza rétt og rangt í fréttum. Dæma bara á þeim forsendum, að ekki skuli raska persónuvernd fólks. Ég hef áður bent á, að þetta sé hættulegt ferli, sem slúbbertar muni notfæra sér í auknum mæli. Fréttablaðið í dag varpar engu ljósi á það.