Yfirboðin töpuðu í kosningunum

Punktar

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir unnu kosningarnar, þótt þeir tækju ekki þátt í yfirboðum í húsnæðismálum. Þeir vildu hagræða fyrir fólki, fresta greiðslum og frysta þær. En þeir vildu ekki gefa afslátt af lánum. Andstöðuflokkarnir voru allir með yfirboð, til dæmis 20% afslátt af lánunum. Þeir töpuðu kosningunum. Svo einfalt og lýðræðislegt er það. Meirihluti fólks vill, að liðkað sé fyrir skuldurum íbúðalána, en ekki gefið eftir af skuldunum. Eftir blogginu að dæma fóru kosningarnar á hinn veginn. Svo mikil er reiði manna. En málið var þaulrætt fyrir kosningar og úrslitin voru í samræmi við það.